Orð og tunga - 26.04.2018, Side 27

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 27
16 Orð og tunga Svo var kannski líka talað um einhvern allt annan „reyr“ sem hafa mátti til líkra nota.27 Þegar Óðinn „sat í reyri“ samkvæmt Hávamálum, bersýnilega sem felustað, þá er ekki útilokað að orðið sé notað um ein- hvers konar sef eða stör sem notuð hafi verið í bönd eða reipi. Þó er tæp- lega hentugt að sitja lengi í votlendisgróðri. Enda má líka hugsa sér Óðin í felum þar sem tré höfðu verið stýfð og látin vaxa þéttum reyrsprotum. Kannski ekki síst þar sem sama tréð hafði verið stýft öldum saman, orðið fúið í miðjunni en sprotavöxturinn mestur með jaðrinum. 4.4  Mistilteinn Ein sögufræg jurt er hvergi kölluð sproti heldur teinungur og má þá spyrja hvort átt sé við sams konar teinung og endranær virðist nefnd ur sproti eða jafnvel teinn. Frigg hafði sagt, samkvæmt Snorra- Eddu, þegar hún var spurð hvort allir hlutir hefðu unnið þess eið að skaða ekki Baldur: „Vex viðarteinungur einn fyrir vestan Valhöll. Sá er mistil teinn kallaður. Sá þótti mér ungur at krefja eiðsins“ (Gylfa- ginn ing 2005:45). Úr þessum sakleysislega teinungi varð svo vopnið sem banaði Baldri, líkt og þegar Starkaður rak Vikar konung í gegn með reyr- sprotanum. Teinungs-heitið minnir líka á „teina“ Magnúsar góða sem reynast einmitt vera reyrsprotar. Heitið mistilteinn er sótt í Völuspá: „mær og mjög fagur / mistil- teinn“. Auk þess kemur það fyrir sem sverðsheiti í Hervarar sögu og nafnaþulum. Samhengið hæfir engan veginn sníkjuplöntu þeirri sem á sænsku heitir mistel – væri mistill á íslensku – en á ensku mistletoe. Seinni liður orðsins er á fornensku tān, skýrt sem ‘kvistur, grein’, og hlýtur mistilteinn Völuspár að vera samstofna því. Hvort sem samsetningin er norræn að uppruna eða enskt tökuorð í forn- íslensku, þá er eðlilegt að skilja hana svo að sníkjuplantan heiti mistill en mistilteinn eigi upphaflega við trjágrein sem prýdd er sígrænu laufi mistilsins. Í tilsvari Friggjar felst hins vegar sá skilningur að mistilteinninn sé líkur öðrum teinum eða sprotum, t.d. reyrteinum Magnúsar góða. Að kenna hann við mistil felur varla í sér neina raunverulega hugmynd um hina sígrænu sníkjujurt heldur einhvers konar dulræna eða trúarlega skírskotun, enda er mistillinn fyrr og síðar tengdur helgiathöfnum. 27 Án þess að fullyrða neitt um norrænt reyrgresi má benda á að það er af sömu tegund grasa og það sem í Norður-Ameríku heitir sweet grass, en úr því fl étt uðu frumbyggjar bönd sem notuð voru – og eru – til margra hluta, m.a. í körfur. tunga_20.indb 16 12.4.2018 11:50:29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.