Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 27
16 Orð og tunga
Svo var kannski líka talað um einhvern allt annan „reyr“ sem hafa
mátti til líkra nota.27 Þegar Óðinn „sat í reyri“ samkvæmt Hávamálum,
bersýnilega sem felustað, þá er ekki útilokað að orðið sé notað um ein-
hvers konar sef eða stör sem notuð hafi verið í bönd eða reipi. Þó er tæp-
lega hentugt að sitja lengi í votlendisgróðri. Enda má líka hugsa sér Óðin
í felum þar sem tré höfðu verið stýfð og látin vaxa þéttum reyrsprotum.
Kannski ekki síst þar sem sama tréð hafði verið stýft öldum saman, orðið
fúið í miðjunni en sprotavöxturinn mestur með jaðrinum.
4.4 Mistilteinn
Ein sögufræg jurt er hvergi kölluð sproti heldur teinungur og má
þá spyrja hvort átt sé við sams konar teinung og endranær virðist
nefnd ur sproti eða jafnvel teinn. Frigg hafði sagt, samkvæmt Snorra-
Eddu, þegar hún var spurð hvort allir hlutir hefðu unnið þess eið að
skaða ekki Baldur: „Vex viðarteinungur einn fyrir vestan Valhöll. Sá
er mistil teinn kallaður. Sá þótti mér ungur at krefja eiðsins“ (Gylfa-
ginn ing 2005:45).
Úr þessum sakleysislega teinungi varð svo vopnið sem banaði
Baldri, líkt og þegar Starkaður rak Vikar konung í gegn með reyr-
sprotanum. Teinungs-heitið minnir líka á „teina“ Magnúsar góða sem
reynast einmitt vera reyrsprotar.
Heitið mistilteinn er sótt í Völuspá: „mær og mjög fagur / mistil-
teinn“. Auk þess kemur það fyrir sem sverðsheiti í Hervarar sögu
og nafnaþulum. Samhengið hæfir engan veginn sníkjuplöntu þeirri
sem á sænsku heitir mistel – væri mistill á íslensku – en á ensku
mistletoe. Seinni liður orðsins er á fornensku tān, skýrt sem ‘kvistur,
grein’, og hlýtur mistilteinn Völuspár að vera samstofna því. Hvort
sem samsetningin er norræn að uppruna eða enskt tökuorð í forn-
íslensku, þá er eðlilegt að skilja hana svo að sníkjuplantan heiti mistill
en mistilteinn eigi upphaflega við trjágrein sem prýdd er sígrænu
laufi mistilsins. Í tilsvari Friggjar felst hins vegar sá skilningur að
mistilteinninn sé líkur öðrum teinum eða sprotum, t.d. reyrteinum
Magnúsar góða. Að kenna hann við mistil felur varla í sér neina
raunverulega hugmynd um hina sígrænu sníkjujurt heldur einhvers
konar dulræna eða trúarlega skírskotun, enda er mistillinn fyrr og
síðar tengdur helgiathöfnum.
27 Án þess að fullyrða neitt um norrænt reyrgresi má benda á að það er af sömu
tegund grasa og það sem í Norður-Ameríku heitir sweet grass, en úr því fl étt uðu
frumbyggjar bönd sem notuð voru – og eru – til margra hluta, m.a. í körfur.
tunga_20.indb 16 12.4.2018 11:50:29