Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 112
Margrét Jónsdóttir: Orðið kýrskýr. Merking og myndun 101
Samkvæmt þriðja lögmáli þeirra hefur seinna orð í pari fleiri sam-
hljóða í framstöðu en það fyrra; það fjórða gerir ráð fyrir fleiri hindr-
unarhljóðum í framstöðu seinna orðsins en því fyrra.14 Hvort tveggja
sýnir mikilvægi formgerðarinnar; það er heildin sem skiptir máli.
4 Niðurstöður
Hvernig er þá orðið kýrskýr myndað? Fræðilega séð koma tvær lausn-
ir til greina. Merkingarlega og notkunarlega hagar kýr í kýrskýr sér
eins og áhersluliður/forskeytislíki. En kýrskýr er eina (örugga) orð
sinnar gerðar. Það þýðir með öðrum orðum að kýr er ekki virkt sem
áhersluliður, það stendur ekki með öðrum grunnorðum. Fræðilega
séð ætti það því að útiloka þessa skoðun, a.m.k. enn um sinn. Niður-
staðan er samkvæmt því sú að orðið kýrskýr sé samsett orð, hvort sem
merkingin er neikvæð, þ.e. ‘heimskur’ eða jákvæð, ‘(afar/mjög) skýr/
greini legur/greinargóður’.
Í 3.2 var rætt um rímið í orðinu kýrskýr. Velta má fyrir sér hvort
og þá hvaða þátt hin mótaða gerð orðsins eigi í myndun þess, hvort
hún hafi leitt til þess að orðið hafi verið endurtúlkað, kýr orðið að
áherslulið, og þá jafnframt mótað þann skilning sem við leggjum í
merkinguna. Ekki er heldur óhugsandi að orðið hafi orðið til rímsins
vegna. Orðið kýrskýr ‘heimskur’ sé í rauninni annað orð. Annað sem
styður það er að engin dæmi eru um þessa merkingu í sambandinu
e-ð er kýrskýrt. Það gæti stutt það að yngri merkingin sé sérstök og
orðin óskyld. Um það verður seint hægt að fullyrða.
5 Lokaorð
Orðið kýrskýr er merkilegt orð fyrir ýmsar sakir. Eins og rakið hefur
verið vekur myndun þess ýmsar spurningar og orðið er skemmtilegt
vegna merkingar sinnar og ríms. Saga orðsins í Íslenskri orðabók er
forvitnileg. Það vekur t.d. nokkra furðu að það skuli hafa farið athuga-
semdalaust inn í bókina á sínum tíma enda aðeins ein heimild til um
14 Þett a minnir á orð eins og t.d. aktu-taktu, fetta-bretta, hókus-pókus, labb-rabb, sbr. labb-
rabb-tæki, röff-töff. Sum orðanna eru tekin úr ensku en labb-rabb, sbr. labb-rabb-tæki,
er gert að enskri fyrirmynd, sbr. walkie-talkie. Í ensku er mikið af slíkum orðum,
t.d. Humpty Dumpty og helter-skelter. Það sama á við um mörg önnur mál, t.d. he-
bresku, sbr. O’Connor (1997:97 o.áfr.).
tunga_20.indb 101 12.4.2018 11:50:47