Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 117

Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 117
106 Orð og tunga að halda uppi lögum og reglu2 myndi grundvöll fyrir orðmyndun orðsins lögregla3. Um sögu lögreglunnar, eða öllu heldur löggæslunnar, á Íslandi má í örstuttu máli segja að hún hófst á seinni helmingi 18. aldar, þar sem vaktara, þ.e. næturvarða Innréttinganna og þar með bæjarins, er fyrst getið í erindisbréfi frá 17784. Fyrstu alvöru lögregluþjóna fær Reykja vík þó ekki fyrr en árið 1803. Lögregluþjónar þeir er fyrstir voru ráðnir hér til starfa hétu Ole Biörn og Vilhelm Nolte og voru þeir báð ir af dönsku bergi brotnir. Vilhelm Nolte var sagt upp starfi árið 1804 og ráðinn annar Dani í stað hans, Henrik Kragh að nafni. Ole Biörn lét af starfi 1814 og tók fyrst við hans stöðu Jón Benjamínsson sem hætti í starfi tæpu ári seinna eða 30. júní 1815 (sbr. Guðbrand Jónsson 1938:56). Lars Möller tók við af honum og sat í embættinu til 1837. Þegar Kragh var sagt upp tók annar maður við árið 1826 og hét sá Magnús Jónsson5. Hvað notkun íslenskrar tungu varðar ber svo að nefna að árið 1848 var lögregluþjónum skylt að nota íslensku við 2 Um aldur þessa orðatiltækis er margt á huldu en elstu dæmi þess eru frá fi mmta áratug 19. aldar (Tímarit.is). Samt sem áður má vel vera að orðatiltækið sé eldra en elstu skráðu dæmin. Í þessu sambandi ber að nefna að orðaparið, lög og regla, kemur fyrir í ýmsum tungumálum (ensku, Norðurlandamálum, rómönsku mál- un um, forngrísku, latínu) og virðist vera mjög algengt. Hér er gerð grein fyrir forn grís kum og latneskum dæmum. Í forngrísku kemur orðaparið fyrir t.d. hjá Plató (5.–4. öld f.Kr.) (sbr. LSJ, undir τάξις). Hvað latínu varðar tókst að fi nna tvö dæmi. Annars þeirra (lege atque ordine omnia fi unt) er getið í ensk-latneskri orðabók eft ir William Smith (ELD, undir order) og er rakið til Plíníusar yngri (1.–2. öld). Vitn að er í bréf Plíníusar en setninguna er hvergi að fi nna þar. Það má ætla að hér sé um mistök að ræða hjá orðabókarmanninum. Hitt dæmið ([omnes ministri] qui iure atque ordine potestatibus quibusque subiecti sunt) er hins vegar í ritgerð um frjálsan vilja eft ir Ágústínus kirkjuföður (4.–5. öld). Merkingar latnesku orðanna lex og ius skarast nokkuð í íslenska orðinu lög. 3 Það að orðið lögregla falli vel að þeim orðmyndunarreglum sem almennt gilda fyrir íslenskar samsetningar mælir ekki endilega á móti ferlinu sem hér um ræðir. Þvert á móti. Það að lögregla fylgi íslensku orðmyndunarreglunum og fl okkist þar af leiðandi rétt ilega meðal þeirra samsetninga sem hafa lög- að fyrra lið (t.d. löggæsla, lögrétt a, lögsaga, lögskipan) er reyndar conditio sine qua non fyrir því að orðið hafi skotið rótum í orðaforðanum. Með öðrum orðum: umrætt afl eiðsluferli gengur ekki gegn orðmyndunarreglum íslenskra samsetninga sem lögregla fellur fullkomlega að. 4 Textinn er varðveitt ur í uppskrift á Borgarskjalasafni Reykjavíkur (Borgarskjalasafn, Geymsla T6, Hilla D1, Aðfnr. 1372, örk 2 (Reikevigs Vægtervæsen 1791–1813)). 5 Til fróðleiks má geta þess að tvær þjóðsögur eru til um Magnús þennan. Önnur þeirra ber titilinn Magnús pólití (ÍÞ, 1. bindi, bls. 47–48) en hin Magnús litli á Eiði (ÍÞ, 3. bindi, bls. 82). Fyrri þjóðsagan segir að Magnús væri ávallt nefndur „Magnús pólití“ (ÍÞ, 1. bindi, bls. 47) en að embætt isheitinu og sögu þess verður síðar vikið. tunga_20.indb 106 12.4.2018 11:50:48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.