Orð og tunga - 26.04.2018, Page 123

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 123
112 Orð og tunga einhver ofangreindra Fjölnismanna hafi búið til orðið lögreglumaður sem jafnframt þýðir að sá hinn sami hafi einnig smíðað orðið lög regla. Það vill svo til að fyrsta heimildin um lögreglumaður, fréttirnar í 10. hefti Skírnis, er einstakt dæmi bæði í sögu tímaritsins og íslenskrar mál ræktar. Fréttirnar voru samdar af Jónasi Hallgrímssyni og Kon- ráði Gíslasyni (Björn M. Ólsen 1891:17–18, Aðalgeir Kristjánsson 2003:45–49). Þar gætir m.a. áhrifa á Konráð frá skrifum og kenningum Rasmusar Rasks, einkum hvað efnisskipulag varðar, en fréttunum er raðað eftir skyldleika tungumála við íslensku þannig að fyrst koma fregnir þeirra þjóða sem tala tungumál fjarskyldari íslensku (sjá um fjöll un hjá Birni M. Ólsen 1891:17–18 og Aðalgeiri Kristjánssyni 2003:46). Aðalgeir Kristjánsson (2003:46) getur þess til að Jónas hafi gegnt miklu hlutverki í því hve eldgosum og afleiðingum þeirra er vel lýst. Á hinn bóginn tel ég að Konráð hafi staðið fyrir smíði orðs- ins lög regla. Meginrök fyrir því eru þau að orðinu fylgir, innan sviga, spurn ingarmerki og almenna orðið, þ.e. pólití, sem getur einnig þýtt ‘lög reglu maður’. Tökuorðið er sett innan gæsalappa eins og venju- legt er í þessum fréttum. Spurningarmerkið gæti e.t.v. táknað efa- semd höf undanna um merkingarlegt gagnsæi orðsins en þeir láta þar af leið andi almenna orðið fylgja, lesendum til skilningsauka (sbr. orð Jóns Sigurðssonar hreppstjóra í 9. nmgr.). Ég útiloka að Jónas hafi smíðað þetta orð vegna þess að ef svo væri hefði mátt búast við að hann notaði það í seinni skrifum en það gerir hann ekki (sbr. ofan- greint). Máli mínu til frekari stuðnings má einnig geta þess að í áður- nefndri orðabók Konráðs er d. politi (undir Politie) þýtt bæði sem „lög- regla“ og „lögreglumaður“. 2.3 Orðmyndun Eins og fram hefur komið sýna heimildirnar m.a. að orðið lögreglumað- ur er notað fyrst en ekki lögregla eins og hefði mátt vænta.11 Til þess að 11 Annað, mun eldra orð, lögsaga, ber væntanlega einnig að skilgreina sem leitt af „lengra“ orði, þ.e. lögsögumaður. Orðin tvö koma fyrst fyrir á svipuðum tíma í elstu íslensku heimildum milli 12. og 13. aldar (sjá ONP, undir lǫgsaga og lǫg sǫgu- maðr). Samt sem á ður hlýtur lögsögumaður að hafa verið smíðað fyrst, en form gerð þessa orðs, þ.e. lög + sögumaður en ekki **lögsögu + maður, endurspeglast í öðr- um indóevrópskum tungumálum á borð við latínu, iudex, fornsaxnesku, ēosago, og fornháþýsku ēwasago eða ēwasagāri (sjá einnig Benveniste 1969:107–132). Með öðrum orðum, lögsögumaður kæmi fyrst inn í orðaforða vegna háttsetts hlut verks hans, það er að segja lögin. Á hinn bóginn er lögsaga afleitt orð einmitt eins og lat. iurisdictio, bókstaflega ‘það að segja lögin, lögsaga’, er nomen actionis latneska tunga_20.indb 112 12.4.2018 11:50:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.