Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 135

Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 135
124 Orð og tunga nú tíðkast í íslenskunni yfi rleitt ekki félagslega (for)dæmd2 þótt sum þeirra virðist talin meira aðlaðandi en önnur (Kristín Ingibjörg Hlyns dótt ir 2016:29). Á hinn bóginn er hreimur tilbrigði í máli sem nær eingöngu yfi r hljóðfræðileg einkenni og er hugtakið hér undan- tekningarlaust notað í sambandi við hljóðfræðileg einkenni sem rekja má til einstaklings sem hefur íslensku að öðru eða erlendu máli. Síð- an eru vísbendingar um að yngri kynslóðin, einkum sú á höfuð borg- arsvæðinu, þrói með sér hljóðfræðilegar nýjungar á meðan önnur rót- gróin einkenni í framburði manna virðist vera á undanhaldi (Kristján Árnason 2005:410 o.áfr.). Nefna má í því samhengi ks-framburðinn svo kallaða sem tíðkast í vaxandi mæli hjá yngri kynslóðinni. Mörg rót- gróin framburðarafb rigði, t.a.m. harðmæli og raddaður fram burður, eru hins vegar á undanhaldi. Á meðan öll þessi einkenni teljast vera heimaræktuð íslenska hefur staða erlends hreims og viðhorf til hans ekki verið rannsökuð. Breytileiki í máli getur gefi ð tilefni til gildistengdrar mismununar (Coupland og T. Kristiansen 2011:18) og það á eft ir að koma í ljós hvort tiltekinn erlendur hreimur hefur fengið viðurkennda stöðu í íslensku samfélagi. Þar sem fáir útlendingar koma fram í fj ölmiðlum er enn afar óljóst hvernig Íslendingar bregðast opinberlega við íslensku tal- aðri með hreim. Undantekning í því samhengi er Frakkinn Gerard Lemarquis sem hefur oft komið fram í útvarpsþátt um og verið sagður tala „með sínum fallega, franska hreim“ (Morgunblaðið 5.9. 1998). Þann ig virðist franskur hreimur vera nokkuð viðurkenndur og hann tengdur við jákvæð persónueinkenni. Enn fremur má í fyrsta lagi gera ráð fyrir því að „Íslendingar haf[i] margir hverjir litla þolinmæði til að hlusta á íslensku með erlendum hreim“ (Íslenska til alls 2009:79). Í öðru lagi má ganga út frá því að Íslendinga skorti æfi ngu í að hlusta á erlendan hreim í íslensku (Bítið 2016) og geta báðir þætt ir haft áhrif á mat á tali með erlendum hreim. 2.2 Rannsóknir á viðhorfum til hreims Erlent tal og mat á því tengist félagslegum staðalmyndum sem verða til ómeðvitað þegar við skynjum frávik frá hefðbundnu innfæddu tali. Umfangsmiklar erlendar rannsóknir á viðhorfum til erlends tals 2 Þegar tekið er tillit til sögulegra hljóðfræðilegra afbrigða má nefna fl ámæli. Það er hér reyndar undantekning þar sem hart var tekið á þessum óæskilega framburði um miðja 20. öld. Nú til dags er fl ámæli talið dautt (sjá nánari umfj öllun hjá Kristjáni Árnasyni 2005:395-408). tunga_20.indb 124 12.4.2018 11:50:52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.