Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 45

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Til er tvenns konar þekking. Almenn þekk- ing og sérhæfð. Almenn þekking gagnast lítt við að ná ákveðnu mark- miði eða takmarki, sama hversu mikil eða fjölbreytileg hún er. Almenn þekking gagnast ekki til að ná settu marki nema að hún sé skipulögð og henni beint með skynsemi að ákveðnu takmarki með vandaðri áætlanagerð. Mikið skortir á að fyrir hendi sé skilningur á þessari staðreynd. Okk- ur hefur verið innrætt að „þekking sé afl“. Þekking er nefnilega ekki afl, að- eins mögulegt afl. Verður aðeins afl, þegar henni er beint meðmarkvisst að ákveðnu takmarki. Í menntaskólum landsins öðlast nemendur almenna menntun. Er þeim kennt að skipuleggja þá mennt- un? Hversu hátt hlutfall mennta- skólanema, í hverjum áragangi, hefur framtíðarsýn, sem nær lengra en að stúdentsprófi? Hve margir ljúka námi á tilskildum tíma? Hversu hátt hlutfall nýstúdenta hefur sett sér skýr framtíðarmarkmið? Hversu margir skipta úr einni deild í aðra eftir að háskólanám er hafið? Hvers vegna? Hver er jaðar- kostnaður samfélagsins vegna þess að nemendur eiga erfitt með að vita hvað þeir vilja? Þarf ekki nýja nálgun og aðferðir í kennslunni fyrr í ferlinu? Er hægt að endurskipuleggja menntaskólanám með því að lengja skólaárið með verk- legu ívafi, beinni atvinnuþáttöku, án þess að gæði menntunarinnar séu skert? Hver yrðu áhrif þess? Sparn- aður, hagræðing eða betri fjárfesting þar eð nemendur kæmust fyrr út á vinnumarkað framtíðarinnar eða til frekara náms? Vantar aukna grein- ingu á getu og hæfileikum þeirra sem hefja menntaskólanám? Þekking hefur ekkert gildi nema hægt sé að fá eitthvað út úr henni til að ná verðugu takmarki. Þetta er eina ástæðan fyrir því hve lítils mennta- skólagráða er metin. Hún nær til svo bland- aðrar þekkingar. Margir telja að þeir, sem fari á mis við skóla- vist, séu ómenntaðir. Þeir sem þannig hugsa skilja ekki raunveru- lega merkingu orðsins „menntun“. Sagan geymir ótal mörg dæmi um einstaklinga, sem náð hafa miklum ár- angri og háleitum markmiðum án þess að hafa langa skólavist eða nokkra að baki. Enska orðið „educa- tion“ er dregið af latneska orðinu educo, sem þýðir „að leiða fram“ eða „að þróa innan frá“. Menntaður maður er ekki endilega sá, sem býr yfir gnótt almennrar eða sérhæfðrar þekkingar. Menntaður maður er sá, sem hefur þróað hugsun sína þannig, að hann getur öðlast allt, sem hann óskar sér eða hliðstæðu þess, án þess að ganga á rétt annara. Til þess þarf hann að vita hvað hann vill, að hvaða marki hann vill stefna og ná. Sérhver maður telst menntaður, sem veit hvar afla skal þekkingar, þegar hann þarfnast hennar og veit hvernig skipuleggja skal þá þekkingu með hjálp nákvæmra framkvæmda- áætlana og kemur sér upp „ráð- gjafateymi“, sem samanstendur af einstaklingum, sem hver og einn búa að sérhæfðri þekkingu, sem viðkom- andi þarf á að halda til að honum sé kleift að ná endanlegu markmiði sínu. Það er ekki nauðsynlegt að búa sjálfur að allri þessari þekkingu í eig- in huga. Það er hins vegar nauðsynlegt hverjum og einum að afla sér sér- hæfðrar þekkingar á því sviði sem hann hyggst hasla sér völl á og nýta hana í þágu markmiðs síns. Skorti á hæfileika eða löngun til að afla slíkrar sérhæfingar er hægt að bæta úr þeim veikleika með aðstoð einstaklinga úr „ráðgjafateyminu“. Sá sem getur skipulagt og stjórnað „teymi“ manna, sem hafa til að bera þekkingu, sem gagnast markmiði hans, er jafnmikill menntamaður og hver og einn í þeim hópi. Er hugsanlegt að aukin áhersla á starfsþjálfun eða starfskynningu sé rétta leiðin til aukinnar „framleiðni“ skólanna? Auðveldar það nemendum „að finna sér farveg til framtíðar“? Gæti hugsast að meiri og markviss- ari tenging menntaskólanna við at- vinnulífið, þar sem hluti námsins allt frá og með öðru ári í menntaskóla fæl- ist í beinni atvinnuþáttöku (td. að hluta í sumarleyfum), gæti leitt til þess að mun hærra hlutfall nemenda en nú er öðlaðist fyrr sína framtíðarsýn? Hvert þeir vilja stefna í lífi sínu? Mætti hugs- anlega biðja þá að velja sér framtíð- arvettvang áður en að stúdentsprófi kæmi eftir þessa fengnu reynslu af þátttöku í atvinnulífinu? Menntaskólar og háskólar verða að horfast í augu við þá staðreynd að í nánast alla atvinnu er nú krafist sér- fræðinga. Þeim ber að leiðbeina nem- endum til framtíðarstarfa við hæfi. Aðsókn í kennaranám hefur dregist saman eftir að námið var lengt í 5 ár og stefnir í óefni. Mætti gera þetta háskólanám fýsilegra með því að hafa kennaranemana á fullum launum síð- ustu tvö árin? Nýta þau ár meira til beinnar verklegrar þjálfunar? Ef til vill stytta námið um eitt ár? Geysilegt fjármagn hefur verið fest í skólahúsnæði og aðgengi nem- enda stórbætt frá fyrri tíð. Kostn- aður við rekstur kerfisins kallar sí- fellt á aukið fjármagn. Nýting fjárins verður að batna. Gæði kennslunnar verða aukast. Framleiðnin verður að aukast. Menntun okkar ungmenna verður að batna – bæði bókleg og verkleg – til að íslenskt samfélag verði samkeppnisfært við umheiminn í framtíðinni. (Greinin er rituð með hliðsjón af hugsun Napo leon Hill í: „Think & Grow Rich“ útg. 1937) Eftir Jón Hermann Karlsson » Almenn þekking gagnast lítt við að ná ákveðnu markmiði eða takmarki, sama hversu mikil eða fjölbreytileg hún er. Jón Hermann Karlsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Vangaveltur um menntun, al- menna og sérhæfða þekkingu Utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins skiptir þjóðum heims í vina- og óvinaþjóðir. Þess vegna þarf aldrei að sanna ásökun á hendur óvinaþjóð ef hún er borin fram af leyniþjónustu vina- þjóðar. Þetta er ekki ný regla og því síður óbrigðul sbr. Írak og Libýu. Því er ekki úr vegi að spyrja: Hvað þarf ein þjóð að gera til þess að öðlast þá upphefð að kallast vinaþjóð Íslands í munni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra? Bretar gerðu leynisamning árið 1901 við Dani um að fá að veiða allt að þremur mílum í fjörðum og flóum Íslands.Árið 1938 knúðu bresk stjórnvöld íslensku rík- isstjórnina til að reka Einar M. Ein- arsson skipherra á Ægi og halda því leyndu fyrir þingi og þjóð. Málið var samt upplýst árið 1958 af Bjarna Benediktssyni, sem þá var ritstjóri Morgunblaðsins. Árið 1940 gerðu þeir innrás og hernámu Ísland. Árið 1952 settu þeir lönd- unar- og viðskiptabann á Ísland, sem hefði haft skelfilegar afleiðingar fyrir þjóðina nema vegna þess að Rússar björguðu Íslendingum og skáru þá úr snöru Breta. Eftir þetta sendu Bretar þrívegis herskip og dráttarbáta í íslenska lögsögu til að ráðast á íslensk varð- skip. Rússar ásamt Afr- íku og S-Ameríkuríkj- um studdu Íslendinga dyggilega og munaði þar mest um stuðning Sov- étríkjanna þar sem Rússar réðu mestu. Í bankahruninu lentu Íslend- ingar í miklum vanda. Rússar buð- ust til að veita Íslendingum stuðning en Bretar settu hryðjuverkalög á Ís- lendinga. Kannski má að einhverju leyti hafa ofanrituð dæmi til hlið- sjónar til að skilja skilgreiningu ut- anríkisráðherrans? Eftir Sigurð Þórðarson Sigurður Þórðarson »Utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins skiptir þjóðum heims í vina- og óvinaþjóðir. Höfundur er fv. stýrimaður hjá Land- helgisgæslunni. Kysst á vöndinn?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.