Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Andúð á gyð-ingum fervaxandi í Evrópu og birtist hún með ýmsum hætti, árásum á gyðinga á almanna- færi og skemmd- arverkum á bænahúsum og graf- reitum. Það vekur sérstakan óhug þegar leiðtogi gyðinga í Þýskalandi varar gyðinga þar í landi við því að sýna sig á al- mannafæri með kollhúfur vegna hættu á að þeir verði fyrir að- kasti. Í liðinni viku réðst nítján ára sýrlenskur hælisleitandi á tvo unga menn með kollhúfur, kippa, á höfði og hrópaði „Gyðingar, gyðingar“ á arabísku. Annar ungu mannanna tók árásina upp á símann sinn. Upptakan fór sem eldur í sinu um félagsmiðla og vakti mikinn óhug. Josef Schuster, forseti al- mennra samtaka gyðinga í Þýskalandi, sagði eftir árásina að fjöldi slíkra atburða í landinu sýndi að gyðingar þyrftu að vera varir um sig. Í grunninn væri rétt að bera höfuðið hátt og bera sín einkenni. „Engu að síður myndi ég ráða fólki gegn því að vera með kippa í þýskum stór- borgum,“ sagði hann. Schuster sagði einnig að Þjóð- verjar yrðu að sýna samstöðu gegn gyðingahatri, annars væri lýðræðið í hættu: „Þetta snýst ekki aðeins um andúð á gyð- ingum, það helst í hendur við rasisma, við útlendingahatur.“ Ummæli Schusters hafa mætt gagnrýni. Rabbíninn Margolin, sem leiðir Evrópusamtök gyð- inga, skoraði á Schuster að draga þau til baka. Hvorki ætti að hvetja gyðinga né neina aðra trúarhópa til að láta af hendi merki um trú sína. Óttinn við andúð gegn gyðingum mætti ekki verða til að uppfylla óskir þeirra sem hefðu andúð á gyðingum í Evrópu. Þýskaland er ekki sér á parti í þessum efnum. Í Frakklandi hefur um skeið verið mikið um óhæfuverk, sem beinast gegn gyðingum. Nánast daglega eru framin spellvirki og gerðar árás- ir, sem bera vitni andúð á gyð- ingum. Í fréttum hefur verið greint frá því að gyðingum í Frakklandi sé ekki rótt og marg- ir hafa flúið landið vegna þess að þeir hafa ekki talið sér vært þar. Einnig má nefna Svíþjóð, Bret- land, Pólland og Ungverjaland. Í málflutningi Victors Orbans, for- sætisráðherra Ungverjalands, gegn auðjöfrinum George Soros má heyra óm af áróðri þýskra nasista um samsæri gyðinga á sínum tíma. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árás- ir á gyðinga í landinu. Í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð sagði hún að fram væri komið nýtt af- brigði andúðar á gyðingum í Þýskalandi, sem komið hefði með flóttamönnum, sem margir væru af arabískum uppruna. Það væri til viðbótar við hatur heimarækt- aðra öfgahópa. Öryggi gyðinga og Ísraels væri lykilatriði fyrir Þýskaland vegna hinnar „eilífu ábyrgðar“ á helförinni þar sem nasistar myrtu sex milljónir gyðinga. Fordómar og hatur eiga engan rétt á sér. Það er grátlegt að það sé aftur að gerast í Evrópu að gyðingar eigi á hættu að verða fyrir aðkasti og árásum á götum úti. Það þarf að bregðast við and- úð á gyðingum og kynþáttahatri í öllum sínum birtingarmyndum af ákveðni og sýna svo ekki verði um villst að slíkt verði ekki liðið. Það boðar ekki gott þegar gyðingar geta ekki verið öruggir á götum úti í Evrópu} Óhugnanleg þróun Frakkland ogBandaríkin eiga merka sameig- inlega sögu sem nær aftur til sjálfstæð- isbaráttu Bandaríkj- anna. Á þeim tíma var Frakkland mik- ilvægasti bandamaður og vopna- bróðir þeirra. Nú er oftast litið svo á að Bret- ar og Bandaríkjamenn, þessar tvær enskumælandi þjóðir, séu hvað nánastir. Þegar lagt var í leiðangur gegn Saddam Hussein stóð leiðtogi Verkamannaflokks- ins, Tony Blair, með George W. Bush en Chirac, forseti Frakk- lands, gekk óvænt úr skaftinu. Chirac var lengi einn helsti for- ystumaður hægriflokka í Evrópu. (Hann var þó mörg fyrstu ár sín í stjórnmálum flokksbundinn í kommúnistaflokknum!) Þeir Macron forseti og Trump hafa náð mjög vel saman og í glæsi- heimsókn til Bandaríkjanna var ekkert til sparað. Fundir forset- anna hófust í Mount Vernon, hinu sögufræga heimili fyrsta forseta Bandaríkjanna. Fréttamyndir sýndu slík blíðmæli og vinahót á milli for- setanna tveggja, þar sem í Hvíta húsinu, að vera má að stuðningsmönnum Macrons hafi þótt nóg um. Forsetinn leitaðist svo við að rétta kúrsinn af í hátíðarræðu í bandaríska þinginu. Þar bar hann blak af Íranssamningnum við klerkastjórnina í Íran, sem Trump fordæmir hvenær sem hann má. Macron gaf þó til kynna að samninginn mætti styrkja. Jafnframt lagði Macron þunga áherslu á Parísarsamninginn um loftslagsmál. Eitt af fyrstu verk- um Trumps í embætti var að segja Bandaríkin frá þeim samn- ingi með einu pennastriki. Það gat hann gert því að Obama for- veri hans guggnaði á að leggja samninginn fyrir þingið, þar sem hann hafði lítinn stuðning í báð- um flokkum. Margvísleg blíðuhót, kossar og kjass, í opinberri heimsókn, komu á óvart} Blíðuhót í Bandaríkjunum H vað eigum við að gera, ef það snjóar einhverntíma aftur?“ Enginn eldri en tvævetur hér á Íslandi spyr slíkrar spurningar. Allir vita að hversu langt hlý- indaskeið sem koma kann þá kemur alltaf aft- ur frost, fyrr eða síðar. Þau sem stjórna Reykjavík eru ekki svo skyni skroppin að þau viti ekki um veðursveiflur, en í fjárhagsáætlun meirihlutans er hagsveiflunum afneitað. Undanfarin fimm ár hefur verið samfelldur hagvöxtur á Íslandi og höfuðborgin hefur auð- vitað notið hans eins og aðrir landshlutar. Samt gerir fjárhagsáætlun Reykjavíkur ráð fyrir því að í árslok 2018 verði skuldir og skuld- bindingar borgarinnar meiri en fyrir fimm ár- um. Margir gerðu lítið úr Besta flokknum, en hann sýndi þó að hann þorði að taka ákvarð- anir sem ekki voru vinsælar, til dæmis með því að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar þegar allt stefndi í óefni á þeim bæ. Besti flokkurinn hvarf af sjónarsviðinu og skuldirnar hækkuðu aftur. „Bíddu, bíddu“, gæti einhver sagt. „Sérðu ekki að í fjár- hagsáætlun Reykjavíkur á einmitt að lækka skuldirnar.“ Og mikið rétt. Víst stendur það í áætluninni að skuldir verði lækkaðar. Seinna. Og ekkert mjög mikið. Hvaða vit er í því að tala um að draga úr fjárfestingum árin 2021-22? Tvö síðustu ár kjörtímabilsins? Einmitt þá á að ráðast á skuldirnar. Allir sjá að ekkert vit er í slíkum áætlunum. Vinstri stjórnin í borginni telur, rétt eins og vinstri stjórnin á Íslandi, að best sé að eyða sem mestu þegar best árar. Þegar tekjur dragast saman á ný er alltaf hægt að leggjast á bæn eða kenna ytri aðstæðum um. Því miður virðist áhugi stjórnenda borg- arinnar fyrst og fremst einkennast af því að halda kerfinu gangandi með einhverjum hætti. Fjárhagsáætlun er fyllt út með tölum án þess að þess sé gætt að þær séu í rökréttu samhengi við raunveruleikann. Flestum væri sama þótt skuldirnar hafðu vaxið aðeins ef borgin væri hrein og snyrtileg, hér væri viðunandi þjónusta fyrir barnafólk, nóg framboð af lóðum og gatnakerfið annaði allri umferð. Ef það væri auðvelt og einfalt að eiga við borgarkerfið. Í stuttu máli að Reykja- vík væri stjórnað af áhuga og með metn- aðarfulla framtíðarsýn. Lítil saga varpar ljósi á stöðuna í Reykjavík. Fjölskylda í Vesturbænum hafði samband við borgina og bað um að bláa sorptunnan yrði fjarlægð. Sama dag pant- aði hún græna tunnu frá einkafyrirtæki. Daginn eftir kom græna tunnan. Sú bláa var enn á sama stað tveimur mán- uðum seinna. Reykvíkingar eiga það skilið að borginni sé stjórnað af bæði metnaði og ábyrgð. Því miður virðist skorta á hvort tveggja hjá núverandi borgarfulltrúum. Við þurfum að einfalda stjórnkerfið, fara jafnt og þétt í fjárfestingar, hætta að ausa fé í notað íbúðarhúsnæði og borga niður skuldir. Þannig verður borgarlífið einfaldara. Benedikt Jóhannesson Pistill Borgin sem borgar ekki Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þetta er búið að vera alvegóvenjudauft núna undan-farið og man ég í raun ekkieftir svo mikilli deyfð í að- draganda kosninga,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið. Vísar Grétar Þór í máli sínu til þess að í dag er sléttur mánuður í sveitarstjórnarkosningar, en kosið verður 26. maí nk. Þrátt fyrir það fer lítið fyrir kosningaauglýsingum og fjörugum umræðum um stefnumál. „Það er svoldið erfitt að benda á eitthvað eitt sem veldur þessari deyfð, en kannski er uppi almenn þreyta í þjóðfélaginu á kosningum og stjórnmálum. Það má ekki gleyma því að þjóðin hefur gengið að kjör- borðinu 16 sinnum frá aldamótum,“ segir Grétar Þór. „Þetta gerir næst- um því einar kosningar á ári.“ Þá segir hann einnig mögulegt að minni fjárráð stjórnmálaflokka hafi áhrif á kosningabaráttu þeirra. „Þeir hafa sennilega margir minna úr að spila en oft áður vegna síend- urtekinna kosninga. Og vegna þessa eru þeir ef til vill að þjappa kosninga- baráttu sinni saman þannig að hún taki styttri tíma en oft áður,“ segir Grétar Þór og von á „meira trukki“ í maí. Borgarlínan efst á blaði? – En um hvað verður einna helst kosið í borginni? „Það sem við höfum séð hingað til er borgarlínan. Það verður því kosið um hvort gera eigi eitthvert risaátak í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu undir forystu Reykjavíkurborgar. Svo er það hús- næðisskorturinn, sem hefur verið til- finnanlegur, og þétting byggðar,“ segir Grétar Þór. „Málefnum grunn- og leikskóla má svo bæta við þetta.“ Aðspurður segir Grétar Þór ljóst að Samfylking, sem nú leiðir stjórnarsamstarfið í Reykjavík, muni verða í eins konar varnarstöðu í kom- andi kosningum. Sjálfstæðisflokkur virðist hins vegar ekki hafa náð neinni stórsókn heldur. „Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki vera að ná þeirri stórsókn sem þeir vonuðust eflaust eftir. Þó þeir séu að narta í 30 prósentin í ein- hverjum könnunum ætluðu þeir sjálfsagt að komast lengra.“ – Hvaða áhrif virðast nýir flokk- ar hafa á stöðuna í Reykjavík? „Nýjustu mælingar, svo sem mæling Fréttablaðsins, sýna að inn á sviðið eru að koma fleiri flokkar og eru þeir að ná einum til tveimur mönnum í borgarstjórn. Það er í raun helsta ógnin við meirihlutann í borginni,“ segir Grétar Þór og held- ur áfram: „Framsóknarflokkur gæti jafnvel náð inn manni, Miðflokkurinn er að fá einn til tvo og Viðreisn líka. Botnbaráttan er því mjög spennandi enda getur hún fellt meirihlutann og flækt mjög myndun nýs meirihluta eftir kosningar.“ Spurður hvort hann telji ein- hverjar líkur á samstarfi Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar að loknum kosningum kveður Grétar Þór nei við. „Eins og staðan er núna þá finnst mér það ósennilegt. Flokkana greinir svo mikið á í mjög stórum málum og Sjálfstæðisflokkurinn hefur beinlínis stillt sér upp á móti helstu málum meirihlutans. Og það torveldar slíkt bandalag eftir kosningar. Þetta verð- ur því örugglega þriggja flokka meirihluti eða meira,“ segir hann. Sveitarstjórnarkosn- ingar í lausagangi Fylgi flokkanna í Reykjavík Fulltrúum í borgarstjórn mun fjölga úr 15 í 23. Til að mynda meirihluta þarf 12 fulltrúa. 30% 25% 20% 15% 10% 5% Könnun Fréttablaðsins 25. apríl 2018 0,3% 0 3,6% 0 7,2% 2 30,2% 8 1,0% 0 7,6% 2 10,7% 2 25,7% 7 7,6% 2 6,1% Könnun Gallup 6. apríl 2018 - - 3,1% 0 7,7% 2 26,3% 7 3,2% 0 6,1% 1 11,0% 3 31,5% 8 10,5% 2 0,5% Könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 29. mars 2018 - - 2,7% 0 7,3% 2 27,4% 7 3,1% 0 5,0% 1 7,7% 2 31,7% 8 12,8% 3 2,3% Niðurstöður kosninganna 31. maí 2014 15,6% 2 10,7% 2 - - 25,7% 4 - - - - 5,9% 1 31,9% 5 8,3% 1 1,8% Björt framtíð Framsóknar- flokkur Viðreisn Sjálfstæðis- flokkur Flokkur fólksins Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Önnur framboð Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa 0 2 8 2 2 7 2 0 2 7 0 1 3 8 2 0 2 7 0 1 2 8 3 2 2 4 1 5 1 8,3% 7,6% 31,9% 25,7% 5,9% 10,7% 7,6% 1,0% 25,7% 30,2% 7,2% 10,7% 3,6% 15,6% 0,3% 0 0 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.