Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Listahátíð barna hefst í Reykja-
nesbæ í dag og er hátíðin sam-
vinnuverkefni Listasafns Reykja-
nesbæjar, allra leikskóla og
grunnskóla bæjarins, tónlistarskól-
ans, dansskólanna Bryn ballett aka-
demíunnar og Danskompanís og
listnámsbrautar Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Í Duus safnahúsum verða listsýn-
ingar leik-, grunn- og listnáms-
brautar framhaldsskólans sem hafa
unnið stóran hluta veturs að verk-
efnum sínum og er yfirskrift sýn-
inganna í ár Börn um víða veröld.
Börnin hafa sökkt sér í viðfangs-
efnið og skoðað hvað börn um allan
heim eiga sameiginlegt.
Á laugardaginn, 28. apríl, verður
svo boðið upp á fjölskyldudag á
svæðinu í kringum Duus safnahús
með alls kyns listasmiðjum og
uppákomum og má þar nefna að
skessan í hellinum býður upp á
lummur, Sirkus Íslands kemur í
heimsókn og í lok dags verður
gleðistund með dýrunum í Hálsa-
skógi. Á sunnudag verða haldnir
fjölskyldutónleikar með poppívafi í
Stapa.
Fleiri viðburðir eru á dagskrá
hátíðarinnar sem stendur til 13.
maí og má nálgast upplýsingar um
þá á Facebook-síðunni Listahátíð
barna í Reykjanesbæ og á vefsíð-
unni reykjanesbaer.is.
Vinaleg Skessan í hellinum með
aðdáanda sínum í Reykjanesbæ.
Listahátíð
barna hefst í
Reykjanesbæ
A Gentle Creature byggistlauslega á samnefndrismásögu eftir Fjodor Dostojevskí. Réttast er að
segja að myndin sæki innblástur til
sögunnar frekar en hún sé hrein og
bein aðlögun, því myndin er gjörólík
sögunni.
Söguhetja myndarinnar er nafn-
laus kona frá Rússlandi, „veran
blíða“ sem titillinn vísar til. Eigin-
maður hennar er í fangelsi og hún
sendir honum reglulega pakka. Dag
einn fær hún pakka sendan til baka
án nokkurra skýringa. Hún fer á
pósthúsið og reynir að leita svara
við því af hverju það var ekki tekið
við pakkanum. Enginn vill svara
henni þannig að hún heldur af stað í
ferðalag til fangelsisins, sem er í
öðrum bæ, í leit að svörum.
Myndin er sterk ádeila á opinber-
ar stofnanir í Rússlandi og rúss-
neskt samfélag yfirleitt. Líkt og
persóna í kafkaísku skrifræðis-
völundarhúsi rekst konan á vegg
hvert sem hún leitar. Enginn vill
svara fyrirspurn hennar og þeir
sem bjóðast til að rétta henni
hjálparhönd eru ýmist vanhæfir eða
sigla undir fölsku flaggi. Þegar ekk-
ert gengur í samskiptum við yf-
irvöld leitar hún á náðir glæpa-
manna, sem eru auðvitað jafn
spilltir og allir aðrir. Hún reynir
einnig af veikum mætti að fá áheyrn
á skrifstofu mannréttindasamtaka
en það skilar litlu. Skrifstofan er
undirlögð af pappírum og drasli og
starfsfólkið er að drukkna í ótelj-
andi erindum. Ein skemmtilegasta
persónan í myndinni er starfsmaður
samtakanna, eldri kona sem blaðrar
endalaust, þylur upp lýsingar á
skelfilegu ofbeldi og barmar sér yfir
ástandinu í heiminum.
Það gengur sem sagt hvorki né
rekur, hvað sem hetjan okkar reyn-
ir. Að lokum leysist þetta martrað-
arkennda brölt upp í alvörumartröð
og síðasti hluti myndarinnar á sér
stað í súrrealískri veislu sem kallar
fram tengingar við La charme
dicret del la bourgeosie (1972) eftir
Luis Buñuel.
Sagan er virkilega góð. Það er
mikið talað og samtölin eru full af
undirtexta og lymskulegum húmor,
líkt og þekkist úr verkum rúss-
neskra meistara á borð við Dostoj-
evskí og Tsjekhov. Kvikmyndatak-
an er stórkostleg, í orðsins fyllstu
merkingu, endurtekið lá við að ég
gripi andann á lofti, ég var svo hrif-
in. Kvikmyndin er þess virði að sjá
bara til þess að berja myndatökuna
augum. Á rússneska vísu er mikið
um glæsilegar, langar tökur þar
sem mikið gengur á án klippinga.
Víðum römmum með einfaldri
myndbyggingu er blandað við krað-
aksleg skot með miklum mynda-
vélahreyfingum. Allt endurspeglar
þetta örvæntingu og einangrun
aðalpersónunar, sem er algjörlega
ein á báti, hvort sem hún er ein úti í
móa eða í biðröð með hundrað
manns.
A Gentle Creature er nokkuð
löng og krefjandi og mig grunar að
hún falli ekki í kramið hjá öllum. En
áhugafólk um eðalkvikmyndir í
framúrstefnulegri kantinum ætti
ekki að láta hana framhjá sér fara.
Framúrstefnuleg Áhugafólk um eðalkvikmyndir í framúrstefnulegri kantinum ætti ekki að láta rússnesku myndina Krotkaya, eða A Gentle Creature
eins og hún heitir á ensku, framhjá sér fara, að mati gagnrýnanda. Aðalleikkona myndarinnar, Vasilina Makovtseva, sést hér fyrir miðju.
Bíó Paradís
Krotkaya/A Gentle Creature
bbbbm
Leikstjórn og handrit: Sergey Loznitsa.
Kvikmyndataka: Oleg Mutu. Klipping:
Danelius Kokanauskis. Aðalhlutverk:
Vasilina Makovtseva, Valeriu Andriutã
og Liya Akhedzhakova.
Rússland, 2017. 143 mín.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Í völundarhúsi tómlætis
Listakonurnar Linn Björklund og
Vala Björg Hafsteinsdóttir opna
myndlistarsýninguna Tröll í and-
dyri Norræna hússins í dag kl. 17.
Um sýninguna segir í tilkynningu:
„Áður fyrr hélt fólk að ákveðnar
kryddjurtir væru vörn gegn tröll-
um. Brauð og salt var gjarnan inn-
flutningsgjöf til að varna hungri.
Langafi gat stoppað blæðingar
með því að fara með þulu. Illt
skyldi með illu út kveða. En það
heyrir sögunni til að nota galdra
gegn því sem vekur ugg og ótta.
En óttinn er enn til staðar, þrátt
fyrir allar heimsins tækniframfarir
og þekkingu. Kannski er þetta
sami ótti, í nýjum búningi. Við
hræðumst það sem við skiljum
ekki.
Það hlýtur að vera einhver leið
til að verjast tröllunum.“
Sýningin stendur yfir til 15. maí.
Litskrúðugt Eitt af verkunum á Tröllum.
Sýningin Tröll í Norræna hússinu
Listasafn Reykjavíkur býður upp á
dagskrá í kvöld kl. 20 í tengslum
við sýninguna Tak i lige måde:
Samtímalist frá Danmörku sem nú
stendur yfir í Hafnarhúsi en á henni
má sjá verk fjögurra listamanna
sem fjalla hver með sínum hætti um
nýlendustefnu, fólksflutninga,
þjóðarsjálfsmynd og landamæri.
Heimildarmyndin Concerning
Violence eftir Göran Olsson, frá
árinu 2014, verður sýnd í Hafnar-
húsi en hún fjallar um þjóðernis- og
sjálfstæðishreyfingar í Afríku á sjö-
unda og áttunda áratug síðustu ald-
ar sem ögruðu valdi hvíta minni-
hlutans og herraþjóðanna, eins og
segir í tilkynningu.
Myndin er byggð á ritgerðinni
Concerning Violence eftir Frantz
Fanon sem kom út 1961 í bókinni
The Wretched of the Earth.
Kvikmyndin er samframleiðsla
Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur
og Bandaríkjanna.
Í Afríku Stilla úr Concerning Violence.
Concerning Violence sýnd í Hafnarhúsi
ICQC 2018-20
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagins 7. maí
SÉRBLAÐ
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar,
skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið,
litir og lýsing ásamt mörgu öðru.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heimili &
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí