Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 39
Íbúar í sveitarfélögunum á Vestfjörðum eru samtals 6.994
Stærsta sveitarfélagið er Ísafjarðarbær, en þar búa 3.707 manns
Fæstir íbúar eru í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins, 43 talsins
Í kosningunum 26. maí munu 53 frambjóðendur taka sæti í hreppsnefndum,
sveitarstjórnum og bæjarstjórnum á Vestfjörðum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
„Ef þetta laxeldi kæmi yrðum við
orðnir nokkuð sáttir í bili,“ segir
Kristján Jón Guðmundsson í Bol-
ungarvík. Hann var nýbúinn að
hífa bát sem hann á ásamt öðrum
á flot og var að skoða ástand kjal-
arins er blaðamann og ljósmynd-
ara Morgunblaðsins bar að garði.
„Við nennum alveg að vinna ef
við fáum vinnu og við getum al-
veg bjargað okkur ef við fáum
leyfi til þess. Þetta felst í því að
það séu einhver tækifæri fyrir
menn hérna, því að við erum ým-
islegt að hugsa. Þetta er það
brýnasta sem er í deiglunni.“
Kristján segir Óshlíðargöngin
hafa aukið samvinnu Bolvíkinga
og Ísfirðinga og sér fyrir sér að
hún aukist enn. „Við höfum verið
eins og aðrir, lifað í hrepparíg og
svona, en núna er það bara búið.
Það er frístundarúta á milli Bol-
ungarvíkur og Ísafjarðar, sem er
gífurleg breyting fyrir fólk sem
er með börn í íþróttum. Þó að
maður verði alltaf Bolvíkingur vil
ég að Ísafjörður lifi vel, því að ef
Ísafjörður lifir illa, þá lifum við
líka illa,“ segir Kristján Jón.
Við höfnina í Bolungarvík
Morgunblaðið/Eggert
Strandveiðar Taka þurfti bátinn á land þar sem eftirlitsmenn voru
væntanlegir til að taka út ástand kjalarins eftir vetrarlegu í höfninni.
Aukin samvinna
sveitarfélaganna
Bolvíkingur Kristján Jón
Guðmundsson á bryggjunni.
Vestfirðir skiptast í raun í þrjú
atvinnusvæði, allavega yfir vetrar-
mánuðina, sem aðskilin eru af mis-
góðum vegum. Góð og áreiðanleg
hringtenging Vestfjarða var viðmæl-
endum á norðanverðum Vestfjörð-
um ofarlega í huga, en það var á því
svæði sem Morgunblaðið stakk nið-
ur fæti og tók púlsinn.
„Mér finnst mikilvægast að við
fáum jákvæðari umfjöllun út á við og
sterkari innviði,“ segir Kristín Guð-
munda Pétursdóttir, sem rekur
gistiheimilið Litlabýli á Flateyri.
„Svo er það náttúrlega atvinnulífið.
Það þyrfti að vera áhugaverðara að
koma hingað og vinna. En mér
finnst núna vera fullt af verkefnum í
gangi sem eru mjög heillandi.“
Nefnir Kristín þar fyrst Lýðhá-
skólann á Flateyri, en þar verða
fyrstu nemendurnir teknir inn í
haust, og einnig laxeldisáform í Ísa-
fjarðardjúpi, sem hafa verið í um-
ræðunni um nokkurt skeið. „Það
yrði rosa lyftistöng fyrir þessi bæj-
arfélög varðandi atvinnu. Þetta er
svo keðjuverkandi. Þjónustan er
meiri eftir því sem það er meira að
gerast,“ segir Kristín. Hún segir þó
að það þurfi kannski ekki að setja öll
eggin í sömu körfuna og vísar þar til
laxeldisáformanna.
Vill gera meira út á lífsgæðin
Kristínu finnst sveitarfélögin á
Vestfjörðum mega gera meira í því
að markaðssetja þau lífsgæði sem
felist í því að búa í fjórðungnum.
„Ég held að það megi gera að-
eins meira út á þau. Þú hefur ein-
hvern veginn meiri tíma, það er allt
innan þessa hálftíma ramma, hvort
sem þú ert að fara á Þingeyri, Suð-
ureyri, Ísafjörð, Bolungarvík eða
Súðavík,“ segir Kristín.
Sveitarfélagið Ísafjarðarbær
varð til árið 1996 með sameiningu
sex sveitarfélaga í eitt. Kristín telur
mikilvægt að minni byggðarlögin
eigi sér allavega einn fulltrúa hvert í
sveitarstjórn eftir kosningar.
„Ég held að mörgum finnist við
skilin dálítið útundan, en ég held að
við þurfum bara að vinna betur sam-
an,“ segir Kristín.
„Þú valdir að búa hérna“
„Mannsæmandi vegir eru ofar-
lega á lista held ég hjá okkur flest-
um,“ segir tónlistarmaðurinn Örn
Elías Guðmundsson í Súðavík. Hann
segir blaðamanni frá því að þessa
dagana fari starfsmaður Vegagerð-
arinnar nokkrum sinnum á dag með-
fram hinni snarbröttu Súðavíkurhlíð
og ýti grjóti sem fallið hafi á veginn
út fyrir veg. Svo lokist Súðavíkur-
hlíðin einnig oft á veturna og það
geti verið óþægilegt fyrir íbúa.
„Maður hefur verið hræddur,
við erum með tvo stráka hérna og
þetta eru stundum tveir til þrír dag-
ar. Ef einhver dettur og meiðir sig
eða eitthvað gerist, þá er það óþægi-
leg tilfinning. En svo á ég frænda
sem er helvíti skemmtilegur og hann
segir: „Þú valdir að búa hérna,“ og
það er punktur á eftir því,“ segir
Örn Elías og hlær.
Íbúar í Súðavík eru rúmlega
130 og tæplega 200 í Súðavíkur-
hreppi öllum. Örn Elías segir ekki
barist um að taka að sér það sam-
félagslega hlutverk að sitja í sveit-
arstjórn. „En það eru nokkrir sem
hafa greinilega samfélagið sem
áhugamál, þetta er greinilega ákveð-
in týpa, svona formaður-húsfélags-
ins-týpa, sem fer í þetta. Þetta er
náttúrlega bara stórt húsfélag,“ seg-
ir Örn. Hann segir smæð sveitar-
félagsins vera mikinn kost, boðleiðir
séu stuttar á milli fólks og hægt að
koma hlutum fljótt í framkvæmd.
Það geti þó einnig verið galli.
„Þetta er allt of nálægt og
stundum vantar fagaðila eða eitt-
hvert lengra ferli í einhverjar
ákvarðanatökur,“ segir Örn, sem vill
þó ekki nefna sérstakt dæmi um
slíkt. „Ég kem mér í svo mikinn
vanda, maður. Þá kemst ég ekki í
kaffi uppi í kaupfélagi.“
Háþrýstiþvottur Bátur þveginn á bryggjunni í Bolungarvík.
Bolvíkingurinn Kristín Helga Hag-
barðsdóttir og Ísfirðingurinn Hákon
Ernir Hrafnsson frá Ísafirði eru í for-
svari fyrir nemendafélag Mennta-
skólans á Ísafirði, gjaldkeri og formað-
ur. Þau eru sammála um að fyrirhugað
laxeldi í Ísafjarðardjúpi sé mikilvæg-
asta hagsmunamál sveitarfélaga
sinna.
„Það er langmikilvægasta málið,“
segir Hákon Ernir. „Það skapast svo
mikil atvinna í kringum þetta,“ segir
hann og bætir við að lengi hafi það
verið hugsunin á Ísafirði að ekki þyrfti
að stækka skólana né bæta innviði
samfélagsins, þar sem búist hafi verið
við því að fólki myndi fækka. Fiskeldið
sé forsenda þess að hægt sé að horfa
til framtíðar með það í huga að bærinn
sé að fara að stækka.
Kristín Helga nefnir að sálfræði-
þjónustu sé verulega ábótavant á
svæðinu og Hákon samsinnir því.
„Nú er enginn sálfræðingur hér, ég
á vinkonu sem þarf á sálfræðiþjónustu
að halda og hún þarf að borga 16 þús-
und fyrir hvern tíma og þá þarf sál-
fræðingur að koma að sunnan,“ segir
Kristín Helga.
„Þetta eru samt kannski ekki
vandamál sem snerta endilega sveit-
arstjórnarkosningarnar, en þetta er
eitthvað sem bærinn þarf að berjast
fyrir og þeir sem eru að leiða bæinn
þurfa að vera sýnilegir í umræðunni,“
segir Hákon Ernir.
Morgunblaðið/Eggert
Nemar Hákon Ernir og Kristín Helga í miðrými Menntaskólans á Ísafirði.
Menntskælingar leggja áherslu
á laxeldi og sálfræðiþjónustu
Næst verður komið við á Norð-
urlandi vestra og fjallað um það
sem þar er efst á baugi fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar í maí.
Á laugardaginn
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
Verð
kr. 1.370
Lágmark 3 bakkar
+ sendingargjald
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi