Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Hlífar og undirföt Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu og hlýjum án þess að valda kláða. Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið. Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki Y L F A ANGÓRA Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is n þess að m þurrum íþrótta, Þjóðkirkja Íslands er lýðræðisleg stofnun og fer kirkjuþing með æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Dagana 2.-7. maí fær sóknarnefndarfólk um allt land að taka þátt í rafrænum kosningum til kirkjuþings. Mynd- arlegur hópur reynslubolta sem fengið hafa að móta þjóðkirkju Ís- lands síðustu ár gefur kost á sér til setu, en einnig stór hópur ungs fólks úr kirkjunni sem aldrei hefur setið á kirkjuþingi áður. Við höfum hinsvegar reynslu af því að starfa í grasrót kirkjunnar, í barnastarfi, sunnudagaskólum og æskulýðsstarfi. Við sem störfum með kirkju framtíðarinnar viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa þjóð- kirkjunni að stíga inn í 21. öldina og þora að mæta breyttu samfélagi. Við sem einstaklingar erum með ólíkar áherslur en munum sameinast um þrennt náum við kjöri til kirkju- þings. Barna- og æskulýðsstarf: Samkvæmt reglum kirkjunnar þurfa fjölmennir söfnuðir að halda úti sunnudagaskóla, það skal líka verða skylda að söfnuðir bjóði upp á æsku- lýðsstarf, hvort sem það er í eigin kirkju eða í samstarfi við annan söfn- uð. Tryggja ætti öllum ungmennum aðgang að öflugu æskulýðsstarfi í sínu nærumhverfi. Það þarf að fjölga heilum stöðu- gildum í barnastarfi og sýna þannig í verki að barna- og æskulýðsstarf skipti kirkjuna sannarlega máli. Biskupsstofa þarf að koma til móts við prófastsdæmin og tryggja að æskulýðsfulltrúar starfi í söfnuðum um allt land. Börnin eru framtíð kirkjunnar, ef við kynnum þau ekki fyrir trúnni og kirkjunni, hver á þá að gera það? Umhverfisstarf kirkjunnar: Kirkjan sem fjöldahreyfing sem vill taka þátt í að gera heiminn að betri stað þarf að fara fram með góðu fordæmi í umhverfismálum. Bæði sem stofnun og hluti af nær- samfélagi fólks þarf kirkjan að leggja áherslu á að við göngum af virðingu um jörðina. Siðferðisboðskapur krist- innar trúar hefur margt að segja um samskipti okkar við náttúruna, sú áhersla þarf að lita boðun kirkjunnar og fræðslu í fermingar- og barna- starfi. Samkvæmt Parísarsamkomulag- inu þurfa allir í samfélaginu að takast á við vandann og vinna að betri fram- tíð, líka kirkjur og trúarsamfélög. Sterkari kirkju um allt land Við viljum styrkja stöðu djákna í söfnuðum um allt land. Til að mæta nýjum áskorunum þarf kirkjan fjöl- breytt starfslið með styrkleika á ýmsum sviðum mannlífsins, t.d. í sorgarvinnu, kyrrðarstarfi, barna- starfi og kennslu. Við viljum að mörkuð verði starfs- manna- og fjölskyldustefna fyrir kirkjuna sem miði að því að gera kirkjuna að betri vinnustað. Útkeyrt starfsfólk brennur hratt út í starfi og það leiðir til þess að kirkjustarf drabbast niður. Það þarf að vinna gegn einangrun presta, efla samvinnu og fjölga starfsfólki kirkjunnar um allt land svo að hægt sé að bjóða upp á öflugt starf í öllum landsfjórðungum. Einn- ig er þörf á að efla þróunarstarf og nýsköpun í kirkjustarfi til að mæta nýjum tímum og áskorunum. Boð- skapurinn er sá sami en tímarnir breytast og við þurfum að taka tillit til þess. Við minnum á að þjóðkirkjan hefur samþykkt að hún vilji efla aðild ungs fólks að ákvarðanatöku innan kirkj- unnar. Nú biðjum við um traust til að fá að hafa áhrif, til að fá að tala máli kynslóðanna sem eru að stíga sín fyrstu skref í kirkjustarfi og til að fá að móta kirkjuna sem við störfum fyrir og er okkur kær. Nöfn okkar og kjördæmið sem við bjóðum fram í: Benjamín Hrafn Böðvarsson, guð- fræðingur, kirkjuvörður og starfs- maður í sunnudagaskóla Áskirkju. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Berglind Hönnudóttir, BA-próf í guðfræði, áheyrnarfulltrúi kirkju- þings unga fólksins á kirkjuþingi 2014-2017. Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Dagur Fannar Magnússon, BA- próf í guðfræði og guðfræðinemi á framhaldsstigi, starfsmaður sunnu- dagaskóla Áskirkju. Kjalarnesspró- fastsdæmi. Daníel Ágúst Gautason, guð- fræðinemi, æskulýðsfulltrúi í Grens- áskirkju og umsjónarmaður æsku- lýðsstarfs í Bústaðakirkju. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra og fomaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurkjördæmi. Sr. Jóhanna Gísladóttir, æskulýðs- prestur Langholtskirkju. Reykjavík- urkjördæmi. Jónína Ólafsdóttir, guðfræðingur, íslenskufræðingur og starfsmaður í Laugarneskirkju. Reykjavíkur- prófastdæmi vestra. Sindri Geir Óskarsson, guðfræð- ingur og starfsmaður í sunnudaga- skóla Akureyrarkirkju. Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi. Sr. Þuríður Björg Wiium Árna- dóttir, sóknarprestur Hofs- prestakalls. Hólakjördæmi. Eftir hóp ungs fólks sem starfar í þjóðkirkjunni »Hópur ungs fólks sem starfar í grasrót kirkjunnar biður um traust til að fá að hafa áhrif og móta kirkjuna sem þau starfa fyrir. Höfundar eru frambjóðendur til kirkjuþings. Vor á kirkjuþingi Morgunblaðið/Golli Æskulýðsstarf Það var sungið af hjartans lyst í sunnudagaskólanum í Laugarneskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.