Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar félagsins Starrahæðar
segja þeim fara fjölgandi sem vilja
reka hótel sem félagið er að byggja á
Selfossi. Áhuginn fari vaxandi.
Starrahæð ehf. keypti lóðina undir
fyrirhugað hótel í fyrravor. Það
verður við Eyraveg 11-13, á ská á
móti Hótel Selfossi. Lóðin var auð
þegar Starrahæð keypti hana.
Fulltrúar félagsins báðust undan
viðtali. Hótelið verður fjögurra
stjörnu. Mikið er lagt upp úr hönnun
sem er á herðum Guðna Pálssonar
arkitekts.
Yfir 3.000 fermetrar
Hótelið við Eyraveg verður fjórar
hæðir auk kjallara. Á baklóð verða
stæði fyrir 26 bíla. Tíu herbergi
verða á fyrstu hæð en 20 herbergi á
hæðum 2 til 4, samtals 70 herbergi.
Hótelið verður um 3.100 fermetrar.
Eyravegur er ein af aðalgötum
Selfoss. Hönnunin er nútímaleg og
mun hótelið setja svip á bæinn.
Spa verður í hálfum kjallaranum.
Morgunverðarhlaðborð verður á
jarðhæð og verður mögulegt að opna
þar veitingahús. Hótelið er steypt á
staðnum. Uppsteypu á kjallara er
lokið. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins kostar á annan milljarð
að byggja svona hótel. Til saman-
burðar kemur fram í kaupsamningi
að kaupverð lóðar var 30 milljónir.
Áformað er að hótelið verði tilbúið
vorið 2019.
Hótelherbergjum fjölgar
Þjónustustigið í ferðaþjónustu fer
hækkandi á Suðurlandi.
Fyrir um tveimur árum var lokið
við að stækka Hótel Selfoss. Þá er
verið að leggja lokahönd á stækkun
Hótels Arkar í Hveragerði. Með
nýrri álmu á Hótel Örk bætast við 78
herbergi. Fyrir eru 79 herbergi og
verða því alls 157 herbergi á hótel-
inu. Með stækkun Hótels Selfoss
fjölgaði herbergjum um 40 í 139.
Ragnar Bogason, framkvæmda-
stjóri Hótels Selfoss, segir ekki
áformað að fjölga herbergjum að
sinni. Hins vegar sé í skoðun að
stækka veitingarými.
Jakob Arnarson, hótelstjóri á
Hótel Örk, segir nýju álmuna verða
tekna í notkun mánaðamótin maí og
júní. Hefur Örkin öll verið endur-
nýjuð á síðustu misserum.
Margir vilja reka hótel
Áformað að opna 70 herbergja hótel á Selfossi vorið 2019
Fulltrúar húsbyggjanda segja marga vilja reka hótelið
Teikning/GP arkitektar.
Drög að hóteli Lokahönnun hótelsins stendur nú yfir. Hótelherbergjum fjölgar mikið á Suðurlandi.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Aðalfundur Eflingar – stéttarfélags
2018 verður haldinn á Grand hóteli í
kvöld. Fundurinn hefst kl. 20. Nýr
formaður félags-
ins, Sólveig Anna
Jónsdóttir, mun
taka við af Sig-
urði Bessasyni,
fráfarandi for-
manni, á fund-
inum.
Sólveig Anna
var í gær spurð
hvort hún ætti
von á því að mikl-
ar breytingar
yrðu hjá Eflingu við formanns-
skiptin, t.d. á skrifstofuhaldi félags-
ins: „Það verða ekki miklar breyt-
ingar á skrifstofuhaldinu. Ég tek að
vísu með mér gamlan félaga og
samherja, Viðar Þorsteinsson, sem
verður mín hægri hönd,“ sagði Sól-
veig Anna í samtali við Morg-
unblaðið.
Sólveig Anna segist sjá það fyrir
sér að starfið innan Eflingar, á
skrifstofunni sem annars staðar,
muni fara fram í sátt og samlyndi.
„Ég er búin að hitta starfsfólkið
og fara nokkrum sinnum í heimsókn
á skrifstofuna og hef átt fundi með
hinum og þessum, auk þess sem ég
er búin að hitta allt starfsfólkið á
skrifstofunni á fundi, sem gekk
mjög vel,“ sagði Sólveig Anna.
Sólveig Anna segir að vissulega
hyggist hún koma inn í Eflingu með
ýmsar nýjar áherslur, en þau Viðar
muni gera sitt besta til þess að vinna
að þeim í sátt og samlyndi við starfs-
fólkið.
„Það sem við hyggjumst leggja
mesta áherslu á í upphafi er að fara
mjög fljótlega í uppfærslu á heima-
síðu félagsins og tryggja að allt efni
á síðunni verði einnig aðgengilegt á
ensku og pólsku, auk íslenskunnar,
því helmingur félagsmanna er af er-
lendu bergi brotinn. Við teljum að
þar sé ýmislegt hægt að bæta og er-
um þá að hugsa um að koma félag-
inu aðeins inn í nútímann,“ sagði
Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr for-
maður Eflingar – stéttarfélags.
Koma félaginu
inn í nútímann
Efni Eflingar líka á pólsku og ensku
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Menntastefna Reykjavíkur, sem nú
er í smíðum, er unnin í nánu samstarfi
við þúsundir starfsmanna leikskóla,
grunnskóla, frístundaheimila, fé-
lagsmiðstöðva og
skólahljómsveita,
fulltrúa nemenda
og foreldra í leik-
og grunnskólum
með aðkomu inn-
lendra og er-
lendra sérfræð-
inga í
menntamálum, að
sögn Helga
Grímssonar,
sviðsstjóra skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkur.
Jón Pétur Zimsen, skólastjóri
Réttarholtsskóla, gagnrýndi í Morg-
unblaðinu í gær borgina fyrir skeyt-
ingarleysi í skólamálum og sagði
þekkingu hafa verið ýtt til hliðar í
menntastefnu borgarinnar, hún væri
illa ígrunduð og þyrfti meiri vinnu.
„Mikilvægt er að hafa í huga að hér
er á ferð persónuleg sjónarmið eins
stjórnanda í skólakerfinu en stefnan
er sameign þúsunda aðila sem hafa
lagt gjörva hönd á plóginn til að móta
framsækna og skapandi mennta-
stefnu sem dregur fram það besta í
hverju barni,“ segir Helgi.
Í menntastefnunni kemur fram að
á komandi árum eigi að leggja aukna
áherslu á: félagshæfni, sjálfsþekk-
ingu, læsi, sköpun og heilbrigði í öllu
skóla- og frístundastarfi. „Þegar svo
margir koma að verki er eðlilegt að
sjónarmið séu mörg en mikill sam-
hljómur var milli fagfólks leikskóla,
grunnskóla og frístundar um að þessi
atriði ættu að fá meira vægi í skóla-
og frístundastarfi framtíðarinnar. Í
menntastefnunni er undirstrikað að
áfram eigi að vinna samkvæmt nám-
skrám og þung áhersla er lögð á læsi.
Í nútíma samfélagi skiptir miklu máli
að barn búi yfir hæfninni til að afla sér
þekkingar og skapa þekkingu, ekki
síður en að tileinka sér tiltekinn þekk-
ingarforða sem segja má að hafa verið
í forgangi í skólum á seinustu öld,“
segir Helgi. ingveldur@mbl.is
Framsækin og
skapandi stefna
Menntastefna borgarinnar í smíðum
Helgi
Grímsson
Ljósmynd/GP arkitektar.
Eyravegur 11-13 Fyrsta hæð hótelsins er tekin að mótast.
Brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins við Perluna lauk um tvö-
leytið í fyrrinótt. Ljóst er að tjónið
er töluvert en tæknideild lögreglu og
fulltrúar tryggingafélaga hófu rann-
sókn á brunanum þegar slökkvistarfi
lauk. Eldur kom upp í einangrun á
hitaveitutanki við inngang Perl-
unnar á þriðja tímanum á þriðjudag-
inn og er talið að eldsupptök megi
rekja til iðnaðarmanna sem voru að
störfum við tankinn. Þrír slökkviliðs-
menn ásamt dælubíl vöktuðu svæðið
á miðvikudagsnóttina til að tryggja
að búið væri að slökkva allan eld.
Jón Viðar Matthíasson slökkvi-
liðsstjóri segir að slökkvistarf hafi
gengið betur en búist var við í fyrstu.
„Þetta var orðið frekar mikið undir
þessum útsýnispalli en við þurftum
að rífa okkur þar niður til að komast
niður á klæðningu sem var yfir
tanknum,“ segir Jón Viðar. Hann
bætir við að slökkvistarfið hafi reynt
á en þrengsli hafi verið á þeim svæð-
um sem unnið var á og því tók tals-
verðan tíma að ráða niðurlögum
eldsins. Perlan verður áfram lokuð í
dag en unnið er að því að ná bruna-
lykt úr húsinu. „Við viljum ekki opna
meðan það er lykt í húsinu. Lyktin
hefur minnkað mjög mikið en við
viljum að húsið sé 100% áður en við
opnum,“ segir Gunnar Gunnarsson,
stofnandi og framkvæmdastjóri
Perlu norðursins. „Það er miklu
meiri brunalykt en reykur. Við erum
með vatnstjón en það er brunalyktin
sem við erum að reyna ná út með
fjörutíu blásurum og stefnum á opn-
un föstudag eða laugardag.“
Eldsvoðinn olli tölu-
verðu tjóni í Perlunni
Enn mikil brunalykt Perlan opnuð að nýju um helgina
Morgunblaðið/Valli
Tjón Töluverður mannskapur aðstoðaði við tiltekt eftir brunann í Perlunni.