Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklands- forseti, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann yfirgaf Elyseehöll vorið 2012. Hvert mál- ið af öðru á hendur honum hefur verið tekið til rannsóknar í dómskerfinu. Í þeim sem lokið er hafa ásakanir á hendur honum verið felldar niður sakir aðildarskorts. Hið nýjasta og ef til vill það alvarlegasta er að Sarkozy hefur verið ákærður fyrir að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína 2007 með gjafafé frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra í Líbíu. Það mál telja málsmet- andi menn reyndar að sé í raun líbísk hefnd- araðgerð. Rannsóknardómarar hafa frá 2013 kannað hvort og hvað hæft er í ásökunum þess efnis að stjórn Gaddafis hafi veitt fé til kosningabar- áttu Sarkozy sem kjörinn var forseti 2007. Upphaflegu ásakanirnar komu fram 2011 frá Seif al-Islam, syni Gaddafis, sem krafðist end- urgreiðslu frá Sarkozy. Ári seinna birti rann- sóknarfjölmiðillinn Mediapart skýrslu sem blaðið sagði undirritaða af yfirmanni líbísku leyniþjónustunnar, en þar sagði að Gaddafi hefði samþykkt að styðja Sarkozy um allt að 50 milljónir evra. Á síðari stigum hafa fyrrver- andi leyniþjónustustjórinn Abdullah al- Senussi, lögmaður fyrrverandi forætisráð- herra Líbíu, einn af frændum Gaddafis og fyrrverandi túlkur hans allir borið um hina ólögmætu fjármögnun kosningabaráttu Sar- kozy. Skjöl sem tilheyrðu fyrrverandi olíu- ráðherra Líbíu, Shukri Ghanem, vitna um þrjár greiðslur árið 2007. Rannsóknardóm- ararnir hafa einnig undir höndum upptöku af málflutningi líbísks kaupsýslumanns sem hélt því fram að hann hefði í eigin persónu afhent töskur fullar af reiðufé, eða fimm milljónir evra. Allt þetta þykir halla á Sarkozy. Þá komu í ljós við rannsóknina gögn er sýna 500.000 evra greiðslu frá ótilgreindu erlendu ríki árið 2008 til Claude Gueant, eins af nánustu samverka- mönnum Sarkozy, sem hann keypti fasteign í París fyrir. Ennfremur hefur sala á höll í Suð- ur-Frakklandi verið rannsökuð í tengslum við þessi mál en hún var seld líbískum fjárfesti fyrir uppsprengt verð. Harðneitar ásökunum Franski forsetinn fyrrverandi hefur harð- neitað ásökunum og segir um hefndargjörð fyrrverandi ráðamanna í Líbíu að ræða, sem hann átti stóran ef ekki stærstan þátt í að velta af valdastóli með herför NATO-ríkjanna á hendur Gaddafi 2011. Sarkozy segir ábornar sakir í máli þessu haldlausar. „Ég er sakaður án nokkurra hald- bærra sannanna vegna yfirlýsinga Gaddafis, sonar hans, frænda hans, talsmanna hans og fyrrverandi forsætisráðherra hans,“ sagði Sar- kozy í viðtali á TF1-stöðinni daginn eftir að hafa verið sleppt úr tveggja daga gæslu- varðhaldi. „Líf mitt hefur verið helvíti vegna þessa rógs sem byrjaði 11. mars árið 2011,“ segir Sarkozy en þann dag setti Gaddafi fyrst fram sínar ásakanir í málinu. Sarkozy heldur því fram að hann sé hundelt- ur af aðilum innan franska dómskerfisins, en hann átti erfið samskipti við kerfið í forsetatíð sinni. Fjölmiðlar taka ekki undir þetta. Blaðið Le Monde segir að ekki sé hægt að segja fyrir um niðurstöðu rannsóknar meðan staðreyndir máls eru ókunnar. „En fyrst þrír reyndir rann- sóknardómarar taka á sig þá ábyrgð að kæra hann á grundvelli málsgagna, hljóta þau að vera mjög sannfærandi.“ Titrandi af reiði Sarkozy hefur áfrýjað kærunni vegna Líbíu- greiðslnanna. Árið 2014 varð hann fyrsti fyrr- verandi forseti Frakklands til að sæta gæslu- varðhaldi, á fyrstu stigum rannsóknarinnar á máli þessu. Hann er þó ekki fyrsti fyrrverandi forsetinn sem sóttur er til saka fyrir spillingu. Forveri hans á forsetastóli, Jacques Chirac, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi 2011 fyr- ir spillingu og misnotkun almannafjár meðan hann var borgarstjóri Parísar. Sarkozy kveðst saklaus í öllum málum á hendur honum en hann hefur stöðugt haldið því til streitu að að baki þeim standi pólitísk öfl. Hann heitir því að hreinsa sig af ásökununum. „Það gæti tekið eitt ár, tvö eða 10, en ég ætla að mylja þennan hóp og endurreisa orðstír minn,“ sagði hann titrandi af reiði í tilfinninga- þrungnu áðurnefndu viðtali í kvöldfréttum stærstu sjónvarpsstöðvar Frakklands 22. mars. „Ég mun ekki gefa tommu eftir.“ Hann sagðist aftur á móti búinn að vera í pólitík. Áfram nýtur hann þó mikilla áhrifa í Lýðveld- isflokknum. Dýr kosningabarátta 2012 Sarkozy hefur verið kærður í tengslum við ólöglega fjármögnun kosningabaráttunnar er hann barðist fyrir endurkjöri 2012. Varð kostnaður hennar langt umfram leyfileg mörk en hún byggðist m.a. á risafjölmennum sam- komum eins og tíðkast í Bandaríkjunum. Gjöld umfram hið leyfilega námu meira en 10 millj- ónum evra en í bókhaldi var sá kostnaður fal- inn með fölskum reikningum og kvittunum. Sarkozy hefur frá upphafi neitað vitneskju um hin meintu svik. Í febrúar 2017 sendi rann- sóknardómari málið til dómstóla en Sarkozy og 13 aðrir sakborningar hafa áfrýjað þeirri ákvörðun og þar stendur málið nú. Meira er lagt á Sarkozy, en hann hefur verið kærður fyrir spillingu og tilraun til að beita valdi sínu til að hafa áhrif á störf dómara vegna meintra tilrauna lögmanns hans til að afla upplýsinga hjá dómara sem rannsakaði mál á hendur Sarkozy. Í upptöku úr farsíma sem var hleraður á laun ræðir lögmaðurinn þann möguleika við dómarann, Gilbert Azi- bert, að honum verði veitt hátt embætti í Mónakó í skiptum fyrir upplýsingar um Bet- tencourt-rannsóknina. Forsetinn fyrrverandi segir að hann sé ekki sekur um neitt í þessu máli þar sem aldrei hafi orðið neitt úr starfs- frama dómarans. Rannsakendur telja að ekk- ert hafi orðið úr plottinu þar sem Sarkozy og lögmaður hans komust á snoðir um að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Karachi-málið langdregið Svonefnt Karachi-mál hefur einnig verið dregið fram eftir að Sarkozy hvarf úr starfi. Þar koma við sögu tveir fyrrverandi aðstoðar- menn hans sem sakaðir hafa verið um mútu- þægni í tengslum við vopnasölu til Pakistans en gengið var frá samningnum í tíð Sarkozy sem fjármálaráðherra í stjórn Edouard Bal- ladur. Ákæruvaldið heldur því fram að skúffu- fyrirtæki hafi verið brúkað til að taka við fjár- munum er síðan runnu til að fjármagna misheppnaða kosningabaráttu Balladurs í for- setakjörinu árið 1995. Sarkozy var einn af stjórnendum hennar. Hann hefur nýverið ver- ið yfirheyrður sem vitni í málinu en ekki sak- borningur. Balladur er aftur á móti ákærður fyrir spillingu. Í tengslum við þetta mál kanna rannsóknardómarar hvort sprengjutilræði í Karachi árið 2002 sem kostaði 11 franska verk- fræðinga lífið hafi verið hefndaraðgerð pakist- anskra embættismanna sem aldrei fengu leynilegar mútugreiðslur sem þeim hafði verið lofað í tengslum við vopnasölusamninginn. Sex manns hafa verið kærðir vegna um- deildrar 400 milljóna evra greiðslu úr ríkis- sjóði til fyrrverandi athafnamannsins Bernard Tapie árið 2008, til að ljúka máli vegna yfir- töku banka á fyrirtækjum hans. Rannsakað er hvort hinn fyrrverandi eigandi Adidas- fyrirtækisins franska hafi notið hliðhollrar meðferðar í málinu fyrir stuðning sinn við Sar- kozy í kosningunum 2007, en Tapie var áhrifa- mikill vinstri maður og á sínum tíma ráðherra í stjórn Francois Mitterrands. Inn í málið dróst forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, sem sakfelld var 2016 fyrir gáleysi með því að heimila greiðslu til Tapie á grund- velli ráðleggingar sérstaks einkagerðardóms í stað dómstóla. Sjálfur var Sarkozy ekki sóttur til saka í þessu máli. Virktavinum falin verk Þá naut hann friðhelgi er rannsakað var mál þar sem þrír fyrrverandi ráðgjafar hans voru sakaðir um að hafa þegið greiðslur í tengslum við samninga um framkvæmd skoðanakann- ana fyrir forsetaembættið 2007 til 2012. Fyrir frumkvæði stofnunar er rannsakar spillingu í starfsemi hins opinbera, Anticor, var hafin dómsrannsókn á málinu. Niðurstaða Anticor var að pólitískir virktavinir forsetans hefðu fengið samninga um skoðanakannanir án und- anfarandi útboðs og að almannafé hefði verið brúkað til að fjármagna pólitíska rannsókn- arvinnu stjórnmálaflokks. Sem fyrr segir naut Sarkozy friðhelgi í máli þessu sem lauk í maí. Til viðbótar við Bettencourt-málið hafa nokkur önnur mál sem rannsökuð voru með tilliti til saknæms athæfis af hálfu Sarkozy verið felld niður. Má þar nefna ferðalög í einkaerindum með einkaþotu sem rukkað var fyrir hjá viðskiptaveldinu Lov Group sem er í eigu vinar Sarkozy, Stéphane Courbit, og greiðslur frá UMP-flokknum sem notaðar voru til að þurrka upp skuldir vegna kosninga- baráttunnar 2012. Efast ekki um sakleysi Heimspekingurinn Bernard Henri-Lévy átti talsverðan þátt í þeirri ákvörðun Frakka að fara í hernað gegn Muammar Gaddafi árið 2011. Eftir að máli Sarkozy var formlega vísað til dómstóla og hann kærður fyrir meðsekt í spillingu og að leyna tilvist líbísks fjár, sagðist Henri-Lévy „ekki í minnsta vafa“ um sakleysi forsetans fyrrverandi. „Ég er ekki aumasta vitnið að þáverandi at- burðum og mér dettur ekki í hug að Nicolas Sarkozy geti verið sekur um það sem hann er nú ásakaður um. Líbía Gaddafis, eins og Sýr- land Bashar El-Assad, eru eins og litlar Ljú- bjönkur (fyrrum höfuðstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar KGB) í eyðimörkinni þar sem linnulaust eru spunnar falskar ásakanir og gölnum orðrómi fengnir vængir,“ sagði Bernard Henri-Lévy. Hann bætti því svo við, að herförin gegn Líbíu hefði verið rétt og sömu leið hefði átt að fara gegn Sýrlandi fyrir löngu. Hefnd Gaddafis? Var það markmið Sarkozy með herförinni gegn Líbíu fyrir sjö árum, sem hann átti frum- kvæðið að, að koma einræðisstjórn Gaddafis fyrir kattarnef? Þeirri spurningu var varpað fram í umræðuþætti á sjónvarpsstöð franska þingsins í lok mars, tveimur dögum áður en rannsóknardómarinn Serge Tournaire kærði Sarkozy vegna hins meinta framlags Gaddafis í kosningasjóð hans. Eftir vinsamleg samskipti reiddist Sarkozy Gaddafi er sá síðarnefndi neitaði að taka þátt í stofnun Miðjarðarhafssambandsins í júlí 2008, sem er samstarfsvettvangur 28 ESB-ríkja og 15 arabaríkja um að tryggja stöðugleika á svæði sambandsins. Sarkozy átti frumkvæðið að stofnuninni og þótti sjálfkjörinn til að leiða sambandið. Gaddafi var hins vegar á því að hann væri sjálfkjörinn í hlutverkið og reri und- ir niðri gegn Sarkozy. Við það urðu vinslit og mörg arabaríki kunnu heldur ekki að meta af- stöðu Gaddafis. Völdu Frakkar á endanum að koma Gaddafi frá án þess þó að vera með áætl- anir um varanlega og trausta pólitíska framtíð Líbíu. Var það mat flestra í umræðuþættinum að vinslit Sarkozy og Gaddafi væru ástæðan fyrir því að forsetinn fyrrverandi hefur verið borinn þeim sökum að hafa fjármagnað kosningabar- áttu sína 2007 með gjafafé frá Líbíuleiðtog- anum 2007. Á þetta lagði Axel Poniatowski, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi formað- ur utanríkisnefndar þingsins, sérstaka áherslu. Sagði hann að plottið gegn Sarkozy væri hefndarráðstöfun Gaddafis og nánustu samverkamanna hans, eftir að hafa tapað titla- toginu vegna Miðjarðarhafssambandsins og verið hraktir frá völdum 2011. Hvað býr að baki Mediapart? Franska rannsóknarvefsetrið Mediapart hefur komið mjög við sögu í málaferlum á hendur Sarkozy og fyrst birt ýmsar ávirðingar á hann og fleiri valda- og áhrifamenn. Vefsetr- ið varð til fyrir tíu árum þegar hópur vonsvik- inna blaðamanna á Le Monde sögðu upp til að hefja eigin rannsóknarmiðil. Miklar efasemdir um ágæti þess spruttu fram á vettvangi fjöl- miðla. Almenningur myndi aldrei borga fyrir fréttir á tímum ókeypis fjölmiðla og síðan myndi fara á hausinn. Áratug seinna er öldin önnur og Mediapart leiðandi miðill sem hvað eftir annað hefur ráðið ferðinni í frönskum fréttum. Hefur síðan flett ofan af spillingu í iðnaðarstarfsemi, leitt til sakfellingar fyrrver- andi ráðherra Sósíalistaflokksins fyrir undan- skot frá skatti og nú síðast komið því í kring að Sarkozy sætir formlegri réttarrannsókn sem sakborningur. Ef þetta er ekki nóg þá er hagnaður af starf- semi Mediapart-vefsetursins en það er ein- stakt á tímum ókeypis frétta á netinu. Titlatog ástæða plotts gegn Sarkozy  Hvert málið af öðru hefur verið tekið til rannsóknar í Frakklandi gegn Nicolas Sarkozy, fyrrver- andi forseta landsins, frá því hann lét af embætti árið 2012  Harðneitar öllum ásökunum AFP Handaband Nicolas Sarkozy og Muammar Gaddafi takast í hendur utan við Elysee-höll í París fyrir fund þeirra í desember 2007. Sarkozy er sakaður um að hafa þegið fé frá leiðtoga Líbíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.