Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 ✝ Guðrún Þ.Stephensen fæddist í Reykjavík 29. mars 1931. Hún lést 16. apríl 2018. Hún var dóttir hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þor- steins Ö. Stephen- sen. Systkini henn- ar eru Ingibjörg (látin 2001), Stefán, Kristján Þorvaldur, eiginkona hans er Ragnheiður Heiðreksdóttir, og Helga. Eft- irlifandi eiginmaður er Hafsteinn Austmann Kristjánsson og dætur þeirra eru a) Dóra, maki Sig- urður Ingi Margeirsson, börn syni og þeirra synir eru Viktor Ingi og Þorsteinn Bragi. 3) Haf- steinn. Að loknu stúdentsprófi frá MR 1950 tók Guðrún kennarapróf og sótti sér framhaldsmenntun í sér- kennslufræðum við Árósahá- skóla 1967-68. Lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starf- aði í tvo áratugi. Meðfram leik- listinni starfaði Guðrún við barnakennslu, lengst af í Kárs- nesskóla. Frá árinu 1976 og til starfsloka starfaði hún að list sinni við Þjóðleikhúsið. Hún sat í Þjóðleikhúsráði um árabil. Hún leikstýrði hjá áhugaleikhópum víðsvegar um landið. Guðrún lék fjöldann allan af hlutverkum í út- varpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 26. apríl 2018, klukkan 13. þeirra eru 1) Haf- steinn Gunnar Sig- urðsson, í sambúð með Valgerði Rún- arsdóttur, dóttir þeirra er Lára Ísa- dóra. 2) Margeir Gunnar Sigurðsson, kvæntur Mörtu Goðadóttur, synir þeirra eru Óðinn og Þorlákur. 3) Stefán Gunnar, í sambúð með Bergrúnu Mist Jóhannes- dóttur. b) Kristín Hafsteinsdóttir, áður í sambúð með Ólafi Hirti Sigurjónssyni, börn þeirra eru 1) Sigurjón Auðunn. 2) Guðrún, í sambúð með Andra Erni Erlings- Hvenær eigum við að fara til Afríku amma? Það var reyndar alltaf sól og blíða í minningunni á Hörpugöt- unni hjá ykkur afa. Ég minnist þess þegar ég var yfirgefinn af kjarnafjölskyldunni hjá ykkur, barnungur. Þau höfðu reyndar bara farið til Vínarborg- ar. Ég hafði nú oft gist hjá ykkur en mér fannst ekkert eins spenn- andi og útlönd og þótti hlutskipti mitt heldur dapurlegt. Við vorum nú fljót að gleyma því og ferðuðumst miklu víðar á stofugólfinu og á frystikistunni en þau hin. Ég var aðstoðarmaður galdrameistarans, þú varst kúst- urinn og meistarinn. Þú skamm- aðir samt lærisveininn ekki, enda göldrótt sjálf og skildir löngun annarra til þess að töfra. Hvað er langt til Afríku amma? Það var alltaf bjart og hlýtt í kringum þig, og þegar þú dvaldir, núna nýlega, á þeim svosem ágætu stofnunum ætluðum eldri manneskjunum okkar fannst mér það notalegasti staður þessa heims. Stysta leiðin til Afríku er lík- lega bara í þriðja gír á rauðri Lödu. Þú ert mesti töffari sem ég hef kynnst, og ég veit að hvössustu hliðarnar mínar hef ég frá þér. Þú varst samt aldrei hvöss; líkt og abstrakt landslagsmynd mynda hvassar línur rúnnaða heild. Hver manneskja er mósaíkmynd minn- inga, þín er stórbrotið meistara- verk. Stysta leiðin til Afríku er lík- lega bara í gegnum suðurglugg- ann á Hörpugötunni. Við erum öll svo heppin að hafa átt þig að. Átt svona góða ömmu, mömmu, frænku, vinkonu, tengdamóður, leikkonu og svo framvegis. Heppin að hafa kynnst svona miklum hugsuði, djúpvit- urri manneskju með yfirnáttúr- legt innsæi, með sterkasta, hlýj- asta hjarta sem slegið hefur í þessum núna tilfinnanlega napur- lega heimi. Ég er heppinn að hafa átt þennan mikla sálufélaga sem ég átti í þér. Sem ég á í þér. Stysta leiðin til Afríku er lík- lega bara á frystikistuskipinu okkar. Og hjartað mitt slær fyrir þitt núna. Og það slær af krafti. Það er sterkt eins og þitt fyrir þitt til- stilli. Og er einhver farinn í raun ef hann knýr þá sem eftir standa, sem eldsneyti hjartans, sem lífs- orkan? Stysta leiðin til Afríku er lík- lega bara yfir fjalirnar á stofu- gólfinu. Mögulega er stórtækasta hrós sem manneskja getur hlotið ást og virðing málleysingja. Þú varst dýrkuð af öllum, sérstaklega varstu þeim góð sem minna mega sín. Falleg jafnt að innan sem ut- an og ég sakna þín meira en ég hélt áður mögulegt. Ég sakna þess að halda í höndina þína á meðan heimurinn æddi áfram ut- an við okkur, við gátum setið sam- an klukkutímum saman sem liðu líkt og mínútur. Stórvinur minn, elsku hjartað mitt. Stysta leiðin til Afríku er lík- lega bara hönd í þykka hönd. Ein- hvern tímann seinna. Hafsteinn Ólafsson. Amma Gunna var einstök. Ein- stök manneskja, einstök amma. Hún var ljónskörp, bjó yfir miklu næmi og hafði sterkar skoðanir á hlutunum sem erfitt var að hagga. En hún var líka húmoristi og þoldi enga tilgerð. Hún hafði mikil áhrif á líf okkar bræðra og kenndi okk- ur svo ótrúlega margt. Við eldri bræðurnir vorum svo heppnir að alast upp í kjallaran- um á Hörpugötunni þar sem amma bjó lengstan part ævi sinn- ar. Á þeim tíma voru engin frí- stundaheimili þannig að amma Gunna var okkar eigið prívat frí- stundaheimili. Eftir skóla fóðraði hún okkur á jarðarberjagraut eða heimagerðum pítsum en til hátíð- arbrigða var farið á kjúklinga- staðinn Suðurveri. Síðan var ým- islegt brallað. Amma var frábær í höndunum og við bræðurnir tók- um virkan þátt í að hanna peysur og búninga sem hún prjónaði eða saumaði á okkur. Hún var líka mjög virk í íþróttaiðkun okkar drengjanna, var bæði mjög inn- blásinn lýsandi sem magnaði alla stemningu í boltaleikjum og svo var hún líka liðtækur markvörður – stóð ósjaldan úti á Krissatúni og lét okkur bræður dúndra boltan- um í sig hvað eftir annað. Margt af því sem hún lét eftir okkur er sennilega óhugsandi að ömmur gerðu í dag. Til að mynda ferðirnar á BSÍ þar sem hún leyfði okkur að spila í kössunum. Ef leigubílstjórarnir voru búnir að vera of lengi að spila rak hún þá í burtu og bað þá vinsamlegast að hleypa strákunum að. En það var tvennt sem hún tók ekki í mál. Hún var mikill friðarsinni þannig að vopn voru algjörlega bönnuð í öllum leikjum og síðan var það vigtin. Á tímabili í kringum fimm ára aldur var Maggi mjög upptek- inn af að fá að vita hvað amma sín væri þung og var stöðugt að biðja hana að fara á baðvigtina. En það tók amma hins vegar ekki í mál. Eitt sinn lá Maggi fárveikur með háan hita hjá ömmu Gunnu og amma spurði hvað hún gæti gert fyrir hann, hún skyldi gera hvað sem er. Maggi nær að stumra upp úr mókinu: „Farðu á vigtina.“ En þar dró hún mörkin. Það var alltaf stutt í kennarann í ömmu Gunnu. Ást hennar á tungumálinu fölnaði aldrei og hún lagði mikið upp úr að við töluðum gott og skýrt mál. Eftirminnileg- ar eru ferðirnar á Lödunni upp í sumarbústaðinn við Elliðavatn þar sem amma miðlaði alls kyns fróðleik. Hún var langt á undan sinni samtíð í núvitundarpæling- um og eitt af því sem hún kenndi okkur var að hlusta á þögnina. Þá fundum við okkur góða laut í grennd við bústaðinn og hlustuð- um á þögnina. Á þetta lagði hún mikla áherslu – að hlusta á þögn- ina. Í seinni tíð áttum við oft eft- irminnileg stefnumót við ömmu á Jómfrúnni. Þar hlustaði hún af áhuga á hvað við værum að fást við og pæla. En sú mynd sem sit- ur hvað sterkast eftir er amma Gunna í eldhúsglugganum á Hörpugötunni þar sem henni þótti gott að standa og reykja Sa- lem meðan hún ræddi við okkur um lífið og listina. Elsku amma Gunna, takk fyrir allt sem þú kenndir okkur og allt sem þú gafst okkur. Þótt þú kveðjir okkur núna og haldir inn í þögnina eilífu þá kunnum við enn að hlusta og rödd þín og allar góðu minningarnar um þig munu alltaf lifa með okkur. Hafsteinn Gunnar Sigurðs- son, Margeir Gunnar Sigurðsson, Stefán Gunnar Sigurðsson. „Að kveðja er að deyja agnar- ögn,“ sagði franska skáldið Jac- ques Prévert og það var auðvitað rétt hjá honum. Þegar manneskja fer, þá fer með henni brot af manni sjálfum. En þessi mann- eskja verður eftir í hugum og hjörtum okkar sem eftir stöndum, vegna þess að hún var okkur dýr- mæt. Líf hennar snerti okkar og það verður aldrei frá okkur tekið. Guðrún Þ. Stephensen, eða Gunna frænka eins og móðursyst- ir mín var alltaf kölluð á mínu æskuheimili, var þannig mann- eskja. Kona sem var alltaf mik- ilvægur hluti af lífi okkar bræðr- anna og mömmu. Það gerir tímann sem við eigum í minning- unni dýrmætan og þaðan er margt sem á eftir að fylgja okkur alla tíð. Þaðan mætti rifja upp margar skemmtilegar sögur og góðar stundir sem mótuðu líf okk- ar með einum eða öðrum hætti, en eitt hefur þó sótt til mín umfram annað allt frá því að ég kvaddi Gunnu frænku á Droplaugarstöð- um fyrir skömmu. Gunna frænka var, eins og allir vita, góð og mikil leikkona og um list hennar á ég margar góðar minningar. Það sem færri þekkja þó var hversu bókelsk hún frænka mín var og hversu góðan smekk hún hafði á fallegum skáldskap. Því fékk ég að kynnast ungur að aldri þegar ég naut þess láns að Gunna kynnti mig fyrir verkum Williams Heinesen og beindi því til mín að lesa hann bara hægt og rólega. Njóta hverrar sögu, setn- ingar og orðs. Ég fór heim með bók undir hendinni og reyndi að gera eins og Gunna frænka sagði. „Það er komið rökkur og stjörnurnar fara að kvikna ofan við hnattskriflið gamla þarsem við stöndum traustum fótum gagn- vart alheiminum: Jörðina, þennan kulnaða meðreiðarhnött sólar þarsem mannskepnan bíður í fjötrum þyngsla sinna og rýnir í þrotlausar eilífðargátur himin- djúpsins.“ Það er ekki amalegt að vera leiddur að svona orðum eins og er að finna í Töfralampa Heinesens, í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar, og það þótt maður sé bara strákpjakkur. Ég valdi þessi orð núna vegna þess að Gunna frænka áminnti mig líka um það að í verkum Færeyingsins væri miðja heimsins í Þórshöfn og að veröldin snerist í raun um fólkið í sögunum hans. Að í þessu fólki, sögum þess, ástum og örlögum, væri allt sem skiptir máli. Kjarni tilverunnar. Þessi uppljómun sem Gunna frænka færði mér hefur verið mér hugleikin alla tíð og fyrir hana er ég þakklátur. Og núna, eftir að hún er farin til móts við stjörn- urnar og himindjúpin, hef ég hugsað um það hver var miðjan í hennar veröld. En eins og miðja heimsins í verkum Heinesens var í fólkinu í Þórshöfn þá var miðja alls í lífi Gunnu frænku í stelp- unum hennar og fjölskyldunni. Dætur Gunnu, þær Dóra og Kristín, ásamt fjölskyldum þeirra reyndust henni ómetanlegt skjól og uppspretta gleði. Kærleikur þeirra og atlæti við móður sína var alla tíð einstakt. Vissulega gerir það kveðjustundina þung- bærari, en að sama skapi allt sem eftir verður í hugum og hjörtum svo margfalt dýrmætara. Hugur okkar allra, fjölskyldna okkar bræðra; Þorsteins og Stefáns Þorvaldar og móður okkar Helgu Þ. Stephensen, er því hjá þeim systrum og þeirra fólki. Þeim öll- um sendum við hugheilar samúð- arkveðjur. Magnús Guðmundsson. Við Guðrún Stephensen kynnt- umst á táningsárunum og á vin- áttu okkar hefur aldrei fallið skuggi. Þekktust er Guðrún sem frábær leikkona. Um leiklistar- feril hennar eru aðrir mér færari að skrifa, en hennar minnist ég umfram allt sem einstaklega traustrar og góðrar konu. Sem dæmi um það langar mig til að segja frá atburði sem átti sér stað fyrir meira en sextíu árum. Að loknu stúdentsprófi fór Guðrún í kennaraskólann og að því námi loknu gerðist hún kenn- ari í Laugarnesskóla. Um jólin þennan vetur var ég að blaða í jólakortum sem nemendur henn- ar höfðu sent henni. Tók ég þá eft- ir kveðju sem mér fannst undar- leg. Hún var á þessa leið: „Gleðileg jól Guðrún og takk fyrir matinn.“ Þegar ég spurði um þetta trúði hún mér fyrir því að hún hefði fljótlega orðið vör við að einn drengur í bekknum kom ekki með nesti í skólann. Sat hann að- gerðarlaus þegar allir aðrir í bekknum borðuðu nestið sitt. Fór hún þá á fund við móður hans sem bjó ein með honum í hrörlegum bragga þarna í Laugarneshverf- inu. Móðirin kvaðst vera svo fá- tæk að hún gæti ekki keypt al- mennilegan mat handa þeim mæðginum. Daginn eftir kallaði Guðrún á drenginn og sagðist ætla að trúa honum fyrir leynd- armáli sem hann mætti alls ekki segja skólasystkinum sínum. Leyndarmálið var að upp frá því smurði hún á hverjum morgni samlokur og fann til ávöxt sem hún laumaði í hilluna undir borð- inu hans áður en nemendurnir kæmu inn í skólastofuna. Svona var Guðrún. Nú langar mig til að kveðja hana með svip- uðum orðum og litli drengurinn notaði forðum. Vertu sæl Guðrún og takk fyrir vináttu þína. Jóhann Pálsson. Mig langar stuttlega til að minnast frænku minnar en við berum bæði nafnið hennar ömmu, Guðrúnar Bjarnadóttur, hvort okkar á sinn hátt. Þannig bar við eitt sinn að börn okkar Elínar höfðu hlaupið af hræðslu upp á háaloft í sam- kvæmi sem amma þeirra og afi (Ólafía og Agnar) héldu. Það kom fljótlega í ljós að ástæðan fyrir því var sú að Soffía frænka frá Þjóð- leikhúsinu hafði mætt óboðin í veisluna á Laugateigi 27. Svona góð leikkona var hún Guðrún Þ. Stephensen. Gunnar Breiðfjörð. Í lífi flestra birtast einstakar persónur sem reynast áhrifavald- ar og þar með örlagavaldar, jafn- vel þótt þær séu ekki alltaf í aug- sýn. Guðrún Stephensen var einn slíkra áhrifavalda í mínu lífi þegar hún leiddi mig tólf ára gamlan inn í töfraheim leikhússins, þar sem heimsbókmenntirnar, heimssag- an og örlög og kjör hinnar marg- litu þjóðahjarðar heimsins eru gædd lífi til þess að auðga anda leikhúsgesta. Sviðsetning Vesa- linganna eftir Hugo í gömlu Iðnó 1953 var afreksverk. Gunnar Hansen handritshöfundur og leikstjóri taldi hlutverk götu- drengsins fela í sér mikilvæg skilaboð um þann þjóðfélagshóp, sem stórborgir heimsins væru að gera stærstan meðal þeirra sem minnst máttu sín af jarðarbúum og lét því þátt í sýningunni eftir hlé byrja á þrumuræðu Gavroche uppi á götuvígi byltingarmanna í París. Guðrún kenndi þá við Laugarnesskóla þar sem ég var í tólf ára bekk og Þorsteinn Ö., fað- ir hennar, lék Jean Valjean í Vesalingunum. Þorsteinn, Gunn- ar Hansen og Einar Pálsson að- stoðarmaður hans veittu ungum dreng ómetanlega leiðsögu sem átti eftir að verða leiðarljós hans alla ævi. Guðrún var aldrei langt undan á leikhúsferlinum eða í líf- inu, – hún, með sinni miklu hlýju og ástúð, var bæði sýnilegur og ósýnilegur verndarvættur minn. Og verður það áfram í mínum huga. Fyrir það er ég þakklátur, lýt höfði í virðingu og votta henn- ar nánustu samúð mína. Ómar Ragnarsson. Við Guðrún vorum nágrannar í Kópavoginum þegar ég var ung- lingur en kynntumst ekki fyrr en ég fór að starfa í leikhúsinu. Ég var svo lánsamur að hún lék hjá mér í fyrstu verkefnum mínum að loknu námi: Fótataki eftir Nínu Björk hjá Leikfélagi Reykjavíkur og skömmu síðar Kertalogi Jök- uls Jakobssonar, hvorttveggja í Iðnó, þar sem hún hafði starfað í tæp tuttugu ár frá útskrift úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1954. Þetta voru ekki stór hlut- verk en Guðrún gaf þeim líf og lit og gerði þau minnisstæð. Hún hafði þá leikið fjöldann allan af eftirminnilegum hlutverkum í Iðnó, mig langar að nefna hina al- vörugefnu Madge í Tíminn og við, Magdalenu í Húsi Bernörðu Alba, hina ógleymanlegu Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og seinna sí- kátu konuna í Dómínó Jökuls og Marisku í ungverska leikritinu Það er kominn gestur. Hún er mér líka minnisstæð sem fóstran Marina í Vanja frænda og senni- lega hefur engin íslensk leikkona leikið jafnmargar rússneskar fóstrur, því seinna lék hún Sösju í Sumargestum í Þjóðleikhúsinu og Anfísu í Þrem systrum; auk þess eina sænska, hið kröfuharða hlut- verk fóstrunnar í Föðurnum eftir Strindberg í gestaleik í Iðnó. All- ar fengu þær sín persónulegu sér- kenni í meðförum Guðrúnar. Hún lagði nefnilega alúð við allt sem hún gerði. Guðrún réðst til starfa við Þjóðleikhúsið 1974 og starfaði þar allan síðari hluta ferils síns. Alls lék hún á níunda tug hlutverka. Meðal eftirminnilegustu hlut- verka hennar eru Kerlingin í Gullna hliðinu, kona Arneusar í Íslandsklukkunni, Soffía frænka í Kardemommubænum, Stella í Sólarferð og Begga í Týndu te- skeiðinni svo fátt eitt sé nefnt en mig langar líka að minna á móð- urina syrgjandi í írska leikritinu Þeir riðu til sjávar, prestinn í Stund gaupunnar, ekkjuna Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Fríðu í Manni í mislitum sokkum, sem varð hennar síðasta hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Við unnum oft saman og mér hlotnaðist sá heiður að vinna með henni eitt hennar stærsta hlut- verk, Sólveigu í Lúkasi Guðmund- ar Steinssonar. Þar léku hún og Árni Tryggva indæl og alþýðleg hjón sem heimilisgesturinn Lúk- as brýtur niður með andlegu of- beldi. Hún hlaut einróma lof fyrir eftirminnilega túlkun sína. Guðrún sat í þjóðleikhúsráði um árabil og um hríð í verkefna- valsnefnd leikhússins og nutum við góðs af glöggskyggni hennar og góðri dómgreind í þeim störf- um sem öðrum. Sem leikkona gat hún birst sem bæði skelegg og skörugleg, svo oft stóð ógn af, eða bráðfyndin, sprúðlandi og sprell- fjörug í gríninu, því hún var fjöl- hæf leikkona. Það var alltaf gam- an að vinna með henni, hún var skemmtileg og skarpgreind með ríka kímnigáfu og bjó yfir hlýju og persónutöfrum bæði á sviðinu og utan þess. Við söknum hennar Gunnu úr leikhúsinu og við Tóta og fjöl- skyldan sendum dætrum hennar, Dóru og Kristínu, Hafsteini, Helgu og bræðrum hennar og af- komendum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessarar merku lista- konu. Stefán Baldursson. Látin er í Reykjavík ein af önd- vegisleikkonum okkar og góður Guðrún Þ. Stephensen Elsku amma. Það sem stendur okkur barnabörnunum þínum alltaf efst í minni þegar við hugsum um þig er brosið þitt. Amma Laufey var alltaf brosandi fallega brosinu sínu og alltaf var stutt í hláturinn. Henni tókst alltaf að smita fólkið í kringum sig af glaðværð sinni. Þegar hún hló hló heimurinn með henni. Það var alltaf svo gott og gaman að heimsækja ömmu og kúra hjá henni og í ömmufangi var alltaf pláss fyrir mann. Alltaf þegar við komum í heimsókn varð hún svo hissa á því hversu stór við værum því að henni fannst hún alltaf vera bara 35 ára. En amma var ekki bara fyndin Laufey J. Sveinbjörnsdóttir ✝ Laufey J.Sveinbjörns- dóttir fæddist 2. júlí 1959. Hún lést 2. apríl 2018. Útför Laufeyjar fór fram 7. apríl 2018. og skemmtileg held- ur rosalega flink, sérstaklega í hönd- unum. Við vorum alltaf svo hrifin af handverkinu henn- ar. Hún bjó til svo fallega lampa og kertastjaka úr gleri og svo saumaði hún líka flottar myndir, við áttum bágt með að trúa því að hún hefði gert þetta. Amma Laufey var líka alltaf mesta skvísan. Við munum svo vel eftir því þegar við heimsóttum hana eftir klippingu og hún var alltaf að flaksa hárinu um og sýna okkur hvað hún væri flott. Það sem stendur eftir er þakk- læti fyrir að hafa kynnst þessari stórkostlegu, fyndnu og sterku konu. Minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Við elskum þig, elsku amma. Þín Laufey Helga, Valdís Una, Katrín Katla, Danielius Helgi, Ólíver Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.