Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
✝ Birna Svan-hildur Björns-
dóttir fæddist á
Akureyri 4. des-
ember 1950. Hún
lést á heimili sínu
Skálatúni 6, Ak-
ureyri, 1. apríl
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Geir-
þrúður Aðalbjörg
Brynjólfsdóttir frá
Steinsstöðum í Öxnadal, f. 29.9.
1918, d. 12.4. 2009, og Björn
Svanberg Friðriksson, f. 28.9.
1920. d. 3.12. 1975. Systkini
Birnu eru Árdís, f. 1940, Anna,
f. 1942, Bergljót, f. 1947, d.
umönnun fatlaðra. Hún giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum
Hólmgeiri Valdemarssyni, f.
13.11. 1953, á Hvítasunnu 1980.
Synir Birnu og Hólmgeirs eru:
1) Börkur Hólmgeirsson við-
skiptafræðingur, f. 15.8. 1975,
kvæntur Dagmar Hlín Val-
geirsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Börn Katrín Birna, f. 12.4.
1996, Ísak Geir, f. 28.8. 2008. 2)
Þórir Rafn Hólmgeirsson
málarameistari, f. 23.2. 1980,
kvæntur Rannveigu Ingu Óm-
arsdóttur sjúkraliða, f. 14.12.
1985. Börn Daníel Bent, f. 9.6.
2005, Aldís Marý, f. 7.9. 2007,
Alexía Kara, f. 25.4. 2011, og
Alba Björk, f. 27.2. 2014.
Birna var mikil áhugamann-
eskja um hesta og hesta-
mennsku, tók þátt í keppnum
og ferðaðist víða um landið
auk þess að stunda hrossarækt
Útför Birnu fór fram í kyrr-
þey 16. apríl 2018.
1953, og Smári, f.
1956.
Birna ólst upp á
Akureyri og eftir
nám við Gagn-
fræðaskólann á Ak-
ureyri starfaði hún
fyrst á verk-
smiðjum SÍS og
stuttu seinna við
umsjón fatlaðra á
vistheimilinu Sól-
borg. Árið 1972 hóf
hún nám í snyrtifræði og fóta-
aðgerð og lauk því 1974. Meist-
arabréf í sömu fræðum fékk
hún 1987. Milli þess að starfa
við sitt fag þá starfaði hún
einnig mikið við liðveislu og
Síðasta kveðja til þín.
Það er með tár í augunum og
brotið hjarta að ég skrifa þessi
orð. Ég hélt að þú gætir ekki
dáið!
Fyrir mér ert þú sú sem allt-
af var þarna fyrir mig. Alveg
sama hvað gekk á í mínu lífi, al-
veg frá því ég var lítil var
Didda frænka sú sem passaði
mig. Ég elskaði þær stundir
þegar ég fékk að heimsækja
þig, vera með þér í vinnunni og
þær samverustundir sem við
áttum hjá ömmu Þrúðu. Öll
símtölin sem ég átti með þér í
gegnum tíðina. Ég á svo marg-
ar minningar um þig, þær
munu koma mér í gegnum
sorgina.
Það skemmtilegasta sem ég
gerði þegar ég var lítil heima
hjá þér og Geira, var að skoða
fataskápinn þinn sem var fullur
af spennandi fötum og pelsum.
Ég man eftir í Reykjasíðunni
þegar ég, Inga Birna og Árdís
frænka vorum í heimsókn og
við fengum að klæða okkur í
fötin þín og leika tískusýningu.
Ég man eftir stundunum við
borðstofuborðið hjá þér þar
sem Börkur reyndi að kenna
mér stærðfræði, væntanlega
verið verkefni sem hann hefði
viljað sleppa við en fengið að
vita frá Diddu frænku að hann
ætti að hjálpa Dísu litlu. Það
voru ekki margir sem sögðu nei
við Diddu frænku og er lög-
reglan á Akureyri gott dæmi
um það. Þegar fleiri af vinnu-
félögum Ella í löggunni reyndu
að telja þér trú að þú ekki
mættir leggja uppi á vegi við
Hólshús, varstu fljót að benda
þeim á að þú værir í fullum
rétti til að leggja þar sem þú
vildir. Og í sömu setningu bent-
ir þú þeim á að passa vinnuna
sína og hætta að ónáða þig!
Þessi samskipti þín af lögregl-
unni bárust mér til eyrna og sá
ég mér leik á borði til að stríða.
Ég hringdi því í mág minn í
lögreglunni í Reykjavík og fékk
geisladisk lögreglukórsins
sendan norður. Ég pakkaði
diskinum inn í jólapappír og lét
sem þetta væri jólagjöf frá lög-
reglunni á Akureyri sem þökk
fyrir samskiptin á liðnu ári.
Þetta vakti mikla gleði að-
fangadagskvöld í Hólshúsum.
Ég gæti skrifað heila bók um
þig og þær minningar sem ég á
um þig.
Síðast þegar ég sá þig var í
skírninni hjá Ísaki Erni og eru
liðinn níu ár síðan, en oft hef ég
talað við þig í síma síðan, segi
þó ekki að það hefði ekki verið
ljúft að fá að faðma þig einu
sinni enn. Þegar ég fékk að vita
að þú værir dáin sagði ég við
Ella að nú hefði himinninn
fengið fallega nýja stjörnu. Elli
var fljótur að svara ég held að
Óðinn hafi kallað stærstu og
sterkustu valkyrjuna sína heim,
hann hefur þurft á henni að
halda. Okkur sem sitjum eftir í
sorginni finnst þetta ósann-
gjarnt og óréttlátt og ég get
bent á marga aðra sem hefðu
mátt fara á undan þér. En
huggun mín í öllu þessu er að
nú líður þér vel og ertu örugg-
lega búin að fara í marga reið-
túra síðan þú fórst til himna.
Elsku pabbi, Anna og Dísa,
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar vegna fráfalls
systur ykkar.
Yndislegi Hólmgeir, Börkur
og Þórir, við vottum ykkur og
fjölskyldum ykkar samúð okkar
og megi allir englar heimsins
vaka yfir ykkur á þessum tím-
um.
Ástarkveðja frá Kaupmanna-
höfn.
Ásdís, Elías og Ísak Örn.
Það var snemma að morgni
dags sem Gunnar bóndi á
Grund hringdi í mig og sagði
án formála: „Hetja er fallin“ ég
vissi þá strax að Birna hafði
kvatt þetta tilverustig. Mig
langar að kveðja hana með ör-
fáum orðum en með þeirri vissu
þó að oft á ég eftir að hugsa til
hennar eftir þessi löngu kynni
sem hófust er við vorum hópur
krakka á Akureyri sem vorum
með ólæknandi hestadellu og
hugsuðum vart um annað.
Það var snemma ljóst að
Birna var mikil hestasál og allir
sem litu til hennar á fyrstu
Gránunni sinni sáu að hún náði
sambandi sem var að mörgu
leyti óvanalegt hjá krakka. Hún
fékk hrossin til að leggja sig
fram af gleði en ekki vegna
stífra krafna. Þegar hestarnir
voru annars vegar var hvorki
séð í fyrirhöfn né tíma enda
uppskar hún eftir því og mér
finnst eins og hún hafi búið yfir
sérstökum hæfileika til að
skilja þá sem ekki gátu tjáð sig
með orðum og styð það meðal
annars með því að hún eyddi
mörgum sumrum í Fnjóskadal í
að sinna þeim skertu þegnum
sem minnst mega sín í sam-
félagi okkar og ég veit að þar
eru margir sem sakna vinar í
stað, bæði skjólstæðingar og
forráðamenn.
Birna var um margt óvenju-
leg, hún var vinur vina sinna en
hikaði þó ekki við að segja þeg-
ar henni mislíkaði, hún gerði
miklar kröfur til sjálfrar sín
ekki síður en annarra.
Að fara í rekstur með Birnu
fram í Eyjafjörð um helgar á
vetrum var magnað, hún kvart-
aði aldrei undan veðri þótt blési
stíft um okkur og ef einhver
vildi snúa við vegna veðurs eða
færðar sagði hún oft „af
hverju?“. Það kom margoft fyr-
ir að hún spurði hvort ætti ekki
að fara yfir Þverána á heimleið-
inni framan úr firði frekar en
fara yfir brúna og jafnvel þótt
einhver amlaði gegn því reið
hún ána og storkaði þar með
mörgum karlmanninum sem
hræddist klakaskarir. Þannig
var hún.
Þau Hólmgeir voru samstiga
í sinni hestamennsku og rækt-
unarárangur þeirra var afar
góður og frá þeim eru komin
mörg þekkt hross á keppnis-
brautunum og hygg ég að þar
hafi glöggt auga Birnu ekki síst
komið til. Þau tömdu mest af
sínum hrossum sjálf og ferð-
uðust mikið um landið og þar
held ég að hennar helgustu
stundir hafi verið, vel ríðandi á
fjöllum með fjölskyldu og vin-
um.
Ég hygg að hjá fleirum en
mér verði lengi til í minning-
unni Birna á hinum brúnsokk-
ótta Jörfa sínum á hraðtölti um
skógargötur Fnjóskadals, þar
var fótaburður og fas, samspil
manns og hests sem best verð-
ur.
Síðustu árin barðist hún með
ótrúlegri yfirvegun við veikind-
in sem sigruðu hana að lokum.
Hún vann nánast til síðasta
dags við að sinna gamla fólkinu
á Hlíð á Akureyri til bættrar
líðanar.
Það er ekki auðvelt að skrifa
verðug kveðjuorð en Hólmgeiri
og sonum ásamt fjölskyldum
þeirra sendum við hjón inni-
legar samúðarkveðjur en vitum
að minningin mun lina sorg og
vera huggun.
Hetja er fallin, horfin sól
hugur reikar víða,
tár á hvarmi, tapað skjól
tíminn samt mun líða.
Minning nú skal mýkja sár
og margan bæta kvíða.
Þótt um kinnar titri tár
tíminn samt mun líða.
Með vinarkveðju
Reynir og Margrét.
Í dag kveðjum við Birnu
Björnsdóttur sem nú hefur
kvatt okkur alltof fljótt eftir
erfið veikindi. En öllu er af-
mörkuð stund segir í hinni
helgu bók, allt hefur sinn tíma
sem við fáum litlu um ráðið.
Birna Björnsdóttir var glæsi-
leg kona og smekkvís með af-
brigðum og heimili hennar bar
þess glöggt vitni að í henni bjó
listrænt eðli sem hefði áreið-
anlega blómstrað ef hún hefði
haldið inn á þær brautir. Í stað
þess kaus Birna að beina kröft-
um sínum að umönnun og að-
hlynningu samborgara sinna og
þá einkum þeirra sem minna
mega sín.
Þannig rak hún til margra
ára fótaaðgerðarstofu á hjúkr-
unarheimilum Akureyrar þar
sem hún sinnti íbúum af ein-
stakri alúð og nærfærni. Þessa
starfsemi stundaði hún nánast
fram á síðasta dag og er nú
sárt saknað. Einnig hafði hún
með höndum umsjón og
umönnun fatlaðra bæði á veg-
um hins opinbera og einnig á
eigin heimili og í sumarhúsi
fjölskyldunnar í Fnjóskadal og
víðar.
Í þessum störfum naut hún
þess hversu einstakt lag hún
hafði á þessu fólki og gat um-
gengist það á þann hátt að
mjög var sóst eftir starfskröft-
um hennar á þessum vettvangi.
Birna Svanhildur
Björnsdóttir
✝ KaritasÓskarsdóttir
fæddist á Þurá í
Ölfusi 26. desem-
ber 1939. Hún lést
á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
Selfossi 14. apríl
2018. Foreldrar
hennar voru Sig-
urjóna Marteins-
dóttir, f. á Þurá í
Ölfusi 21. maí
1915, d. 7. janúar 1999, og Guð-
mundur Óskar Böðvarsson, f. í
Skálmholtshrauni í Árnessýslu
20. júlí 1911, d. 27. apríl 1992.
Hálfsystkini sammæðra eru
Svanborg Marta Óskarsdóttir, f.
14. febrúar 1953, Bjarni Jóhann
Óskarsson, f. 16. apríl 1955, d.
12. júlí 1975, og Þórir Óskars-
(Jóna Dísa) Sævarsdóttir, f. 20.
mars 1967, maki Hörður Gunn-
arsson og eiga þau tvö börn,
Tinnu Harðardóttur, f. 15. mars
1990, maki Jón Auðunn Auð-
unarson, eiga þau tvo syni, Al-
exander Auðun Jónsson, f. 23.
mars 2011, og Benedikt Hörð
Jónsson, f. 27. febrúar 2018.
Þór Harðarson, f. 6. september
1995.
Karitas ólst upp á Þurá í Ölf-
usi til fimm ára aldurs en flutti
þá með mömmu sinni, ömmu og
afa í Björk í Hveragerði. Karit-
as og Sævar bjuggu í nokkur ár
í Hveragerði en fluttu 1967 upp
í Heiðmörk í Laugarási í Bisk-
upstungum þar sem þau rækt-
uðu blóm og grænmeti. Um mitt
ár 1994 fluttu Karitas og Sævar
að Seljavegi 11 Selfossi en
héldu áfram ræktun á Heið-
mörk næstu 10 ár í litlu gróð-
urhúsi en þá var sonur þeirra
Ómar tekinn við búskapnum.
Útför Karitasar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 26. apríl
2018, klukkan 14.
son, f. 30. apríl
1957.
Maki Karitasar
er Sævar Magnús-
son, f. 18. júní
1936. Karitas og
Sævar gengu í
hjónaband 9. ágúst
1958 og eignuðust
þau fjögur börn,
Ómar Eyjólf Sæv-
arsson, f. 17. febr-
úar 1958, maki Sig-
urlaug Angantýsdóttir og eiga
þau tvær dætur, Báru Sif Óm-
arsdóttur, f. 2. október 1991, og
Önnu Karitas Ómarsdóttur, f.
12. apríl 1993. Reynir Sævars-
son, f. 16. mars 1959, d. 13.
ágúst 2016. Þór Sævarsson, f.
13. desember 1962, d. 10. októ-
ber 1993. Sigurjóna Valdís
Elsku amma okkar, orð fá
ekki lýst hversu sárt það er að
kveðja þig. Óteljandi góðar
minningar koma upp í hugann
þegar við hugsum til þín. Amma
var virkilega glæsileg kona og
hafði óbilandi umhyggju og ást
að gefa.
Hún var mikil fjölskyldumann-
eskja, hafði gaman af að baka
dýrindis tertur og stunda handa-
vinnu.
Sýnir það glöggt hversu um-
hyggjusöm hún var að þegar von
var á yngsta langömmubarninu
spurði hún í sífellu hvað hún
gæti prjónað eða heklað fyrir
barnið. Þarna var hún orðin veik
og nánast blind og gat þar af
leiðandi ekki stundað handavinnu
lengur en það breytti því ekki að
hugur hennar var alltaf hjá okk-
ur og að okkur liði sem best.
Amma elskaði að spila við
okkur og entist klukkutímum
saman við að spila ósen-ólsen eða
rommí. Í spilahléum fengum við
okkur gómsæta rjómatertu með
svampbotni sem hún hafði bakað.
Þetta lýsir vel hversu góð amma
hún var. Langömmustrákurinn
hennar, Alexander Auðunn, varð
líka mikill vinur hennar og afa og
naut síðar góðs af þolinmæði
ömmu í spilamennsku en þau
áttu margar góðar spilastundir
saman. Jólunum deildum við oft-
ast með ykkur afa og munum við
það svo vel sem krakkar að eitt
árið fannst okkur jólin ekki koma
því við vorum veðurteppt í
Stykkishólmi.
Við fórum oft í bíltúra þar sem
þið afi sýnduð okkur landið og
sögðuð sögur um hvað hefði
gerst og hvar. Í þessum ferðum
var yfirleitt stoppað á kaffihús-
um þar sem við áttum notalegar
og menningarlegar stundir. Þið
afi hafið alltaf verið risastór
partur af okkar lífi. Betri ömmu
og afa er ekki hægt að hugsa
sér.
Ef eitthvað stóð til að gera
þegar við vorum yngri vildum við
oft frekar fá að fara til ykkar í
ömmu- og afadekur því okkur
leið svo vel hjá ykkur. Í okkar
huga eruð þið afi eitt og ekki
hægt að tala um ykkur hvort í
sínu lagi, svo samrýnd voruð
þið. Fallega sambandið ykkar
yljar okkur systkinunum um
hjartarætur og betri fyrirmynd-
ir er ei hægt að hugsa sér.
Við elskum þig yndislega
amma okkar og kveðjum þig í
hinsta sinn með bæn sem minn-
ir okkur svo á þig, en hana
fórstu alltaf með fyrir okkur áð-
ur en við fórum að sofa þegar
við vorum yngri.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar elsku amma.
Við pössum upp á afa fyrir
þig.
Þín
Tinna og Þór.
Kæja mágkona mín fæddist á
Þurá í Ölfusi hjá Sigurjónu
móður sinni, foreldrum hennar
og þeim móðursystkinum sem
enn voru í foreldrahúsum. Fjöl-
skyldan fluttist seinna til
Hveragerðis þar sem Kæja ólst
upp við stóran frændgarð frá
því hún var á sjötta ári.
Þegar Kæja var unglingur
kynntist Sigurjóna mannsefni
sínu.
Þau fluttust til Reykjavíkur
en frændgarðurinn og ræturnar
toguðu í og að loknu gagnfræða-
prófi í höfuðborginni sneri Kæja
aftur til Hveragerðis þar sem
hún átti athvarf hjá afa og
ömmu og Valgerði móðursystur.
Kæja og Sævar kynntust í
Hveragerði þegar hann kom
þangað að nema garðyrkju. Þau
áttu samfylgd allar götur síðan,
í meira en sextíu ár.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
þau í Hveragerði og þar fædd-
ust þrír mannvænlegir synir ár-
in 1958, 1959 og 1962. Síðar
bjuggu þau stutt skeið í Krýsu-
vík en fluttust svo að nýju til
Hveragerðis. Þau settust svo að
í Laugarási í Biskupstungum og
stofnuðu þar nýbýlið Heiðmörk.
Þá var yngsta barnið fætt,
myndarleg dóttir, árið 1967. Í
vaxandi garðyrkjuþorpinu
stunduðu þau búskap af mynd-
arskap og ræktuðu garð sinn af
smekkvísi um langt skeið.
Kæju og Sævari kynntist ég
snemma á níunda áratugnum
heima hjá frekar nýtilkomnum
kærasta.
Sigurjóna tengdamóðir mín
tilvonandi var að drífa sig að
smyrja brauðsneiðar með góðu
áleggi og raða fallega á bakka,
hita kaffi og taka fram bollapör-
in. Það var auðfundið að eitt-
hvað sérstakt lá í loftinu, fljótt
kom í ljós að Kæja og Sævar
voru að koma til Reykjavíkur
einhverra erinda og ætluðu að
sjálfsögðu að líta inn. Ég skynj-
aði líka síðar að það gladdi Sig-
urjónu mikið ef hún gat gert
Kæju og Sævari til góða á ein-
hvern máta eða börnum þeirra
sem þá voru orðin ungt fólk. Á
fyrstu búskaparárum Kæju og
Sævars var Sigurjóna sjálf með
þrjú ung börn. Það kann að hafa
takmarkað tækifærin þá til að
vera Kæju til halds og trausts.
Það var unun að koma til
Kæju og Sævars í Heiðmörk.
Smekkvísin og snyrtimennskan
lýsti af öllu, heimili, gróðurhús-
um og lóð.
Ekki var þetta nein tilviljun
heldur birtingarmynd starfs og
lífs góðs og vandaðs fólks. Fyrir
um 25 árum tóku sonur þeirra
og tengdadóttir við garðyrkju-
stöðinni og Kæja og Sævar
fluttust á Selfoss í ágætt íbúðar-
hús með stórum og fallegum
garði. Þau héldu þó um tíu ára
skeið áfram ræktun í einu af
gróðurhúsunum í Heiðmörk og
keyrðu milli Selfoss og Laugar-
áss.
Kæja og Sævar fóru ekki var-
hluta af áföllum á lífsleiðinni,
sárastur var missir sonarins
Þórs í blóma lífsins og síðar
Reynis.
Það var enn áfall er Kæja
greindist með heilaæxli fyrir
nokkrum árum. Skömmu áður
var hún farin að finna ýmis ein-
kenni þess og velti þá fyrir sér
hvort elli kerling væri að banka
upp á og hvort snúa mætti á
hana með heilaleikfimi. Hún
fann sér því flóknar prjónaupp-
skriftir til æfinga. Því prjóni
lauk hún með sóma. Við heila-
æxlinu fékk hún góða meðferð
og náði sér ágætlega en fyrir
nokkrum mánuðum tók meinið
sig upp á ný og varð ekki við
ráðið.
Innilega samúð votta ég Sæv-
ari, Ómari og Jónu Dísu og fjöl-
skyldum þeirra. Blessuð sé
minning Kæju.
Kristín Þórsdóttir.
Karitas
Óskarsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram.
Minningargreinar