Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Í klassísku steinhúsi með grænu þaki í Gerðunum er alltaf líf og fjör en þar býr ítalska Barsotti/Meucci- fjölskyldan; Sara Barsotti, Matteo Meucci og börnin þeirra Riccardo 11 ára, Edera níu ára og Bruno sjö ára. Edera er svolítið hissa á komu blaðakonunnar og forvitnast um er- indi hennar. Mamma hennar út- skýrir fyrir barninu til hvers hún sé komin og hvað sé að fara að gerast. Það dugar og Edera stekkur út til bræðra sinna sem, af hljóðunum úr garðinum að dæma, eru að hoppa á trampólíni og leika sér með bolta enda sumarið komið og engin ástæða til að vera inni. Það er spenningur í fjölskyldunni, amma er í heimsókn frá Ítalíu og fjölskyldan er að undirbúa ferðalag á Snæfells- nes og ætlar að gista í Grundarfirði. Við sitjum við stofuborðið og blaðakona ber upp fyrstu spurn- inguna, sem hlýtur að vera þessi: „Af hverju í ósköpunum fluttuð þið til Íslands?“ Íslandsævintýrið byrjaði með Eyjafjallagosinu „Jú sko, þetta byrjaði allt með Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010 eins og svo margt annað. Ég starf- aði sem eldfjallafræðingur á Ítölsku jarðvísinda- og eldfjallastofnuninni og mín sérgrein m.a. var eld- fjallaaska í andrúmsloftinu og fleira þannig að eldgosið kom beint inn á mitt fagsvið. Eldgosið var alger stórviðburður og ég varð mjög áhugasöm um Ísland og jarðfræði þess,“ segir Sara, sem er með dokt- orspróf í jarðeðlisfræði með eld- fjallafræði sem sérgrein og starfar nú sem fagstjóri eldfjallavár hjá Veðurstofu Íslands. Árið 2012 aug- lýsti Veðurstofa Íslands eftir starfs- manni í eldfjallarannsóknir og vakti auglýsingin mikla athygli Söru. Hún benti Matteo á hana og sagði að þarna væri akkúrat verið að auglýsa eftir starfsmanni á hennar fagsviði og það á Íslandi. Hjónin ræddu það fram og til baka hvort hún ætti að sækja um en þá voru börnin eins, þriggja og fimm ára. Matteo hvatti konu sína til að sækja um, þau kom- ust að þeirri niðurstöðu að það væri betra að dvelja langdvölum í öðru landi með ung börn en unglinga og hvað sem gerðist þá tapaði hún engu við að sækja um. „Við hugsuðum þetta sem svo að þetta mætti ganga vel en samt ekki of vel,“ sagði Matteo þegar hann hugsar til baka. Málið var að um- sóknin mátti gjarna setja þrýsting á þáverandi vinnuveitanda hennar hjá jarðvísindastofnuninni en hún var á tímabundnum samningi og vildi gjarna fá fastráðningu og betri kjör. Til að gera langa sögu stutta sótti Sara um skömmu fyrir lokaskila- frest í ágúst 2012 og átti í raun ekki von á að fá starfið enda ljóst að fjöldi eldfjallafræðinga um víða ver- öld myndi sækja um stöðuna. Hún var boðuð í viðtal í desember og í kjölfarið boðin staðan. Hjónin fóru út í janúar 2013 og skoðuðu sig um og voru flutt með börn og buru í júlí sama ár til Íslands, lands elds og ísa, eins og gjarna kemur fram í ferðamannabæklingum um Ísland en svo skemmtilega vill til að Mat- teo er með mastersgráðu í jökla- fræði og starfar núna sem leið- sögumaður með gönguhópa á jöklum og í ísklifri. Það var ekki eins augljóst hvað hann myndi taka sér fyrir hendur á Íslandi en hann hafði starfað sem kaðalmaður, starf sem erfitt er að finna hliðstæðu fyr- ir á Íslandi, en hann sérhæfði sig í að klifra hátt upp þar sem þess var þörf. Mögulega til að lagfæra eitt- hvað, þvo glugga, klifra upp í mjög há tré og fleira. Eina hliðstæðan hérlendis eru fáeinir ofurhugar sem klifra upp háhýsi og þrífa eða sinna viðhaldi á háhýsum. En með vax- andi ferðaþjónustu á jöklum lands- ins og öllum þeim köðlum og útbún- aði sem þarf til að ganga á jöklum og klífa ísveggi var ljóst að Matteo átti heilmikla framtíð í ferðaþjón- ustunni enda varð sú reyndin. En hvað skyldi þeim finnast ólík- ast við að vera fjölskylda á Íslandi og Ítalíu. Hjónin líta spyrjandi hvort á annað og skella upp úr. Töluverður munur á menntun barnanna á Íslandi og Ítalíu „Það er svo ótrúlega margt. Það sem er sennilega erfiðast er fjar- vera stórfjölskyldunnar og tengsla- netsins. Þó svo við eigum góða vini hérlendis og vinnufélaga er það ekki það sama og við söknum þess oft að börnin séu í tengslum við stórfjöl- skylduna. Stundum væri líka ósköp gott að fá til dæmis þá aðstoð með börnin sem við myndum fá heima á Ítalíu. En fyrir utan augljósan mun á náttúru landanna, veðurfari, tungumáli og menningu segja þau að börnin fái töluvert öðruvísi menntun hér en þau myndu fá á Ítalíu. „Börnin eru mun sjálfstæðari en ef þau væru á Ítalíu. Á Íslandi er til að mynda óhefðbundnum greinum gert mun hærra undir höfði en á Ítalíu, þar sem þær lenda alltaf í öðru sæti eða er jafnvel sleppt. Hér erum við að tala um greinar eins og smíði, textílmennt, heimilisfræði, lífsleikni og fleira. Við erum í raun ánægð með þetta því þessi leið gef- ur miklu fleiri börnum kost á að pluma sig í ýmsum greinum og líða þar með vel í skólanum og fyllast sjálfstrausti yfir eigin getu. Þó svo þér gangi illa í … segjum stærð- fræði þá gengur þér kannski vel í smíði. Þannig eflast börnin til sjálf- stæðrar og skapandi hugsunar. Á hinn bóginn erum við svolítið smeyk við að snúa aftur með börnin til Ítal- íu þar sem þau eru í raun tveimur árum á eftir í flestum bóklegum fög- um. Fyrir utan skólastarfið upplifa þau að börn hér alist upp við meira frelsi og sjálfstæði en á Ítalíu, bæði í leik og skólastarfi en einnig sjálf- stæði og skipulagi við tómstundir og fleira sem snýr að skipulagi eigin lífs. Þau telja þetta langoftast vera jákvætt en í stöku tilfellum þó á mörkum þess að vera eðlilegt fyrir hluti sem treysta ætti ungum börn- um fyrir. „Ég meina, það eru tak- mörk fyrir því hvað er hægt að treysta níu, tíu ára gömlum börnum fyrir að gera ein og við, fullorðna fólkið, berum ábyrgð á þeim þegar upp er staðið,“ segir Sara. Börnin hafa upplifað heilmikinn stuðning í skólakerfinu þó svo þau fái ekki sérstaka ítölskukennslu eins og hjónin höfðu vonast til í fyrstu. Þau nefna sem dæmi að þau hafi alltaf fengið túlk í foreldraviðtölum bæði í leik- og grunnskóla því þótt flestir tali ágæta ensku er mikil- vægt að skilningur sé fullkominn þegar foreldrar og kennarar ræða stöðu barnsins og við barnið. Þau telja næsta víst að íslenskir inn- flytjendur til Ítalíu hefðu ekki fengið samskonar stuðning og þau hafa þó fengið hérlendis. Héldu að Ísland væri eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar Varðandi upplifunina almennt, fyrir utan börnin og skólann, þá kom þeim það á óvart hversu hug- arfarið er um margt líkt með þess- um annars ólíku þjóðum, hugarfar sem kristallast í hinu klassíska þetta-reddast-viðmóti. Sara segir að þegar þau hafi verið að und- irbúa flutninginn til Íslands hafi þau hugsað með sér að nú væru þau að flytja til Norðurlandanna, sem væru jú fyrirmynd annarra landa veraldar í sambandi við sam- félagslega uppbyggingu, stefnu- festu og regluverk. Hlutirnir hlytu að vera í föstum skorðum á Íslandi. „Ah! Þið hélduð sumsé að þið væruð að flytja til Svíþjóðar?“ Sara skellihlær og segir: „Já, einmitt! Við vorum að flytja til Norðurlandanna og bjuggumst við að allt myndi ganga eins og smurt. Allir myndu standa í röð í búðum og fara eftir reglum. En svo kom það mér virkilega óvart hvað það er margt líkt í menningu þjóðanna. Svo er allt hér eftir sömu þetta- reddast-formúlunni og á Ítalíu, sem kannski hefur gert okkur kleift að búa hér í fimm ár. Reglur eru til, bæði hér og þar, en það er ekki alltaf bara ein leið til að leysa mál. Ég held að þessi sveigjanleiki sem við upplifum hér hafi hjálpað okkur mikið að búa hér. Ef ég miða við suma erlenda kollega mína á Veðurstofunni þá verða þeir töluvert pirraðir stundum yfir því hvað hlutirnir eru óljósir hér og reglurnar ekki alltaf skýrar en ég segi bara: Tja, mér finnst þetta bara ágætt svona,“ segir Sara og hlær. „Þetta reddast“ á Íslandi og á Ítalíu Hjónin Sara Barsotti og Matteo Meucci fluttu hingað til lands elds og ísa ásamt þremur börn- um árið 2013. Hún starf- ar sem fagstjóri eld- fjallavár á Veðurstofunni og hann sem göngu- og klifurleiðsögumaður á jöklum landsins. Börnin ganga í Breiðagerð- isskóla og sinna ýmiss konar tómstundastarfi. Þeim finnst margt ólíkt í íslensku og ítölsku sam- félagi en finnst ágætt að hlutirnir reddast yfirleitt í báðum löndum. Morgunblaðið/Hari Fjölskyldulíf Sara, Matteo og börnin þeirra þrjú, Edera, Riccardo og Bruno sem fluttu hingað til lands árið 2013. Amma kom í heimsókn frá Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.