Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stuðningsmaður númer 24.915 var skráður í „Lið Íslands“ í vikunni og er hann frá Ítalíu. Skráningar hafa borist frá 163 löndum, sem er talsvert ef haft er í huga að lönd í heiminum eru rúmlega 190. Alls hafa 2,8 milljónir manns víða um heim séð kynn- ingarmyndbandið þar sem forseta- hjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jó- hannesson buðu heimsbyggðinni að vera með í Liði Íslands. Þau sjást m.a. leika sér með fótbolta á Bessa- stöðum. Viðbrögð við verkefninu hafa verið ofar væntingum Team Iceland-verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland og er ætlað að nýta meðbyrinn vegna þátttöku Íslands á heims- meistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi, sem hefst eftir um 50 daga. Íslandsstofa skipuleggur þetta markaðsverkefni í samvinnu við um 50 íslensk fyrirtæki, stjórn- völd og Knattspyrnusambandið með áherslu á samtakamáttinn. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að viðbrögðin við verkefninu hafi verið ofar væntingum. Hún seg- ist reikna með að áhuginn aukist enn er nær dragi keppninni. „Þetta verður sterkasta kastljós sem Ís- land hefur verið í,“ segir Sigríður Dögg. Vilja auka vitund um Ísland sem góðan stað „Við fundum fyrir þeirri ofboðs- legu athygli sem fylgdi því frækna íþróttaafreki hjá strákunum okkar að komast í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í fótbolta 2016. Við vildum því vera enn betur undirbúin að þessu sinni og eiga vettvang þar sem við gætum boðið fólki að taka þátt með okkur. Við fundum það í kringum EM að áhuginn jókst þeg- ar nær dró stóru stundinni og við viljum taka þátt í og skapa um- ræðuna.“ Því var ákveðið að ráðast í mark- aðsverkefni fyrir íslenskt atvinnulíf með það markmið að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Yfir 50 aðilar í atvinnulíf- inu koma að Team Iceland í orku- geiranum, sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði, matvælaframleiðslu og ferða- þjónustu. „Viljum fá sem flesta í lið með okkur“ „Við höfum fengið skráningar frá öllum heimsálfum og meðal annars frá Suðurskautslandinu, hugsanlega frá vísindamanni að skoða mörgæs- ir,“ segir Sigríður Dögg. „Hver og einn er talinn inn í liðið og það er gert til að sýna að það munar um hvern og einn. Við þessi fámenna þjóð viljum fá sem flesta í lið með okkur og vitum að það munar um fólk á Íslandi. Fólk fær rafræna landsliðstreyju með skráningarnúmerinu á bakinu og jafnframt er á peysunni íslensk útgáfa af nafni viðkomandi. Það vek- ur alltaf athygli að flest landsliðsfólk í fótbolta er með son eða dóttir á bakinu og okkur langaði að leika okkur með þetta. Því er fólki boðið að skrá nafn á föður eða móður og þá kemur íslensk útgáfa á eftir- nafninu á þessa rafrænu treyju.“ Umfjöllun í 350 miðlum og fjölmiðlaferðir til Íslands Sigríður Dögg segir að alls konar kveðjur fylgi skráningunni, bæði frá fólki sem eigi ekki lið í úrslitum HM og sé að leita að þjóð til að styðja og einnig frá fólki sem eigi landslið í úr- slitakeppninni, en segist samt ætla að styðja Ísland. „Þetta er skemmti- legt og nokkuð sem okkur þykir mjög vænt um,“ segir Sigríður Dögg. Umfjöllun um Team Iceland hef- ur nú þegar birst í um 350 miðlum víðs vegar um heim, en því var hleypt af stokkunum 8. mars síðast- liðinn. Meðal annars hefur verið fjallað um verkefnið í stórum miðl- um eins og The Times, The Sun og Los Angeles Times. Í tengslum við verkefnið hafa verið skipulagðar ferðir fyrir starfsfólk erlendra fjöl- miðla hingað til lands. Frá því að herferðin hófst hefur verið vakin athygli á Liði Íslands á ýmsum sýningum og kynningum, meðal annars á stóru sjávarútvegs- sýningunni í Brussel í vikunni. Kastljósið á Ísland verður sterkt  Um 25 þúsund manns skráðir í Team Iceland, markaðsátak í tengslum við HM í fótbolta í sumar  Mikill áhugi á Íslandi og líklegt að meðbyrinn aukist enn fram að HM sem hefst eftir 50 daga 25.000 leikmenn frá 163 löndum hafa skráð sig í Lið Íslands (Team Iceland) 2,8 milljónir hafa séð forsetann sparka bolta FELLOW FANS AROUND THE WORLD. . . 50 dagar eru þar til úrslitakeppni HM hefst í Rússlandi 350 fjölmiðlar hafa birt umfjöllun um Lið Íslands Lið Íslands um allan heim Sigríður Dögg Guðmundsdóttir 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Grandagarði 13, 101 Reykjavík, alls um 196,8 fm. Laust í júní 2018. Í boði er langtíma leigusamningur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika fyrir verslunar eða veitingastarfsemi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á þessu sv ði á næstu árum. Á jarðhæð er verslunarrými með góðum verslunargluggum út að götu. Bakatil er aðkoma og bílastæði. Gengið er upp á 2. hæð um sameiginlegan sti agang þar sem eru sameiginlegar snyrtingar. Á hæðinni r eldhús, tvær skrifstofur og opið vinnurými. Neðri hæð er 80,3 fm., efri hæð 93,0 fm. og hlutdeild í sameign 23,5 fm. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL LEIGU Grandagarður 13 – 101 Rvk Gerð: Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Stærð: 196,8 m2 Allar nánari upplýsingar veitir: Bergsveinn Ólafsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari og rekstrarfræðingur 863 5868 | 534 1028 bergsveinn@jofur.is Á samfélagsmiðlum hafa birst kveðj- ur frá fólki víðs vegar að úr heim- inum. Rafræna landsliðstreyjan hef- ur vakið athygli og ekki síður nafn upp á íslenskan máta með son eða dóttir í endann. „Frá hinum hluta heimsins og hin- um hluta knattspyrnuvallarins með ósk um velgengni til Íslendinga í Rússlandi. Kveðjur frá Argentínu.“ „Írland er ekki með, en Ísland er það. Ég þarf aðeins að breyta R í C til að verða meðlimur í Team Ice- land. Ég held með ykkur, þvílíkur innblástur.“ „Áfram Ísland, áfram. Ég er Ítali og mun hvetja íslenska liðið og krosslegg mína ítölsku fingur fyrir ykkur.“ „Við verðum í tveimur landsliðs- treyjum, annarri fyrir heimalandið, hinni fyrir hjartað.“ „Enn ein ástæða fyrir því að Ís- land er meðal bestu landa í heimi. Lófatak og aðdáun.“ „Þvílík snilldarhugmynd til að fá stuðningsmenn frá öllum heims- hornum [rafræna landsliðspeysan]. Ég er með, áfram Ísland. Ég elska íslenska nafnið mitt.“ Vekja athygli Rafrænar treyjur Team Iceland hafa slegið í gegn. Á mynd- unum má sjá nöfn Matias Parola-Grandesson frá Argentínu og Venkata Nir- malasdóttur frá Indlandi skrifuð upp á íslensku. Tvær peysur - fyrir hjartað og heimalandið Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta verður leikur gestgjafa Rússa gegn liði Sádi-Arabíu á Luzhniki- leikvanginum í Moskvu 14. júní. Tveimur dögum síðar stíga ís- lensku leikmenninrir á stóra sviðið er Ísland mætir Argentínu á Spartak-leikvanginum í sömu borg laugardaginn 16. júní. Leikur Ís- lands og Nígeríu verður í Volgograd föstudaginn 22. júní og síðasti leik- ur okkar manna í riðlakeppninni er gegn Króatíu, en liðin mætast í Ro- stov þriðjudaginn 26. júní. Ísland á stóra sviðið 16. júní FYRSTI LEIKUR HM VERÐUR Í MOSKVU 14. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.