Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 60
7.30
Klukkan hringir, við-
urkenni að ég „snúsa“, er
að venja mig af þessu, maður verður
bara þreyttari. Næst þegar síminn
hringir kveiki ég á morgunþættinum
á K100. Hlátrasköll, spjall og
skemmtileg tónlist rífa mig fram úr.
8.00
Yfir morgunmatnum
renni ég yfir blöðin og
hlusta – og horfi – á „Ísland vaknar“.
Síminn fylgir mér um alla íbúð sem
útvarp og sjónvarp. Fínn tími til að
ganga frá þvotti. Ég tek ómeðvitaða
pásu til að fylgjast með Helga
Björns rúlla upp skemmtilegri get-
raun hjá Loga, Rikku og Rúnari
Frey. „Þetta er skemmtilegt,“ hugsa
ég og opna Trello-appið í símanum.
Ég skrifa „ÍV: Helgi Björns“ í plan
síðdegisþáttarins Magasínsins til að
minna mig á að klippa stutt brot úr
þessu.
9.00
Undirbúningur Magas-
ínsins felst í því að finna
áhugavert efni og punkta sem við
Ásgeir Páll getum spjallað um í
þættinum, en hann leysir Huldu af í
dag. Í gær sagði Gilbert úrsmiður
okkur frá HM-úri, hugmynd að
framhaldsefni kviknar og ég bóka
Krumma gullsmið frá Jóni og Óskari
í dag. Bóka það í Trello-ið með
grænum lit, merkt „Staðfest“, skipu-
lag auðveldar undirbúning. Lít yfir
þáttinn næstu daga og minni tvo
gesti föstudagsþáttarins á bókunina,
það er ekki algilt að fólk setji það í
dagbókina sína að það eigi að mæta í
útvarpsþátt.
11.00
Samhliða útvarpsvinn-
unni fyrir K100 rek ég
framleiðslufyrirtækið SIGVA media,
það þarf að borga reikninga og sinna
pappírsmálum.
11.30
Fer inn í Herjólfsdal … í
huganum, við klippingu
heimildarmyndar um þjóðhátíð sem
er stærsta verkefnið hjá SIGVA
media núna, gefandi að sjá upptökur
hátíðanna frá 2014 raðast saman.
13.00
Skelli mér í sund, 500
metrarnir eru orðnir að
750 metrum. Dásamleg endurnýjun
á miðjum degi og enn fleiri hug-
myndir fæðast.
14.30
Mæti ekki alltaf svona
seint í Hádegismóa en
sumir furða sig kannski á því að ég
birtist eins og stjarna einum og hálf-
um tíma fyrir útsendingu. Við Ás-
geir Páll förum yfir þáttinn, hann
bannar mér að hlusta á hljóðbrotið
„Leyndó“ í útsendingarkerfinu.
Fyndið, hann veit ekki að ég er að
klippa óvænt atriði fyrir hann.
Stundum hugsum við alveg eins.
15.50
„Eigum við að búa til
útvarp,“ segir Auðun
Georg fréttamaður, til að minna á að
klukkan er að verða fjögur. Ég gríp
vatnsglas, bið Ásgeir að sækja kaffi-
bolla og við komum okkur fyrir í
stúdíóinu. Erna Hrönn kveður og ég
ávarpa þjóðina á slaginu: „Þetta er
K100. Klukkan er fjögur og það er
komið að fréttum – hér er Auðun
Georg.“
16.00
Eftir fréttir frá Auðuni
Georg spila ég útgáfu af
upphafsstefi þáttarins sem stoppar
eins og slökkt sé á plötuspilara,
stríði Ásgeiri á einhverju sem hann
sagði og „skrúfa þáttinn í gang aft-
ur“. Þetta skapar hlátur í stúdíóinu
og við förum brosandi af stað. Ásgeir
hugsar í hljóðmyndum eins og ég, í
næstu innkomu spilar hann fyrir
mig „leyndó-ið“ sitt og spyr mig
hvað sé að gerast. Þetta reynist vera
grínupptaka af Rikku leika hund.
16.30
Viðtalið við Krumma
gullsmið um HM-
hringinn er skemmtilegt, sonur hans
situr hjá okkur og les Andrésblöð á
meðan. Eftir viðtalið spilum við lag
og sinnum samfélagsmiðlum. Í In-
stagram-upptöku missi ég HM-
hringinn í gólfið, Ásgeir grípur
hann, krýpur á kné og segir: „Hvati,
viltu vera minn?“
17.50
Eftir tvær klukkustund-
ir í hljóðverinu lýkur
þættinum á stutta brotinu með
Helga Björns úr morgunþættinum,
ég spring úr hlátri yfir Ásgeiri sem
hermir eftir Helga í lokakynningu
þáttarins. „Magasínið aftur á morg-
un – á ká hundreeeð.“
18.00
Þó þátturinn sé búinn
er nóg eftir. Það þarf að
skrifa greinar og klippa hljóð- og
myndbrot fyrir k100.is og sam-
félagsmiðla.
20.00
Keyri frá Hádeg-
ismóum, nota tímann
til að heyra í konunni og krökkunum
í Eyjum. Það jarðtengir mig að kíkja
við hjá ættingja á Landspítalanum
sem er að jafna sig eftir aðgerð.
21.30
Kominn „heim“ í Kópa-
voginn að rifja upp
UML-díagrömm með elsta syninum
sem fer í próf í tölvunarfræðinni í
fyrramálið.
22.30
„Símafundur“ með
frúnni, vegna fjarbúðar
tölum við mikið saman í síma, sem er
í sjálfu sér kostur.
00.00
Hugleiði ýmis lífsins
verkefni og hugsa með
mér: „Sighvatur, fyrr að sofa á
morgun.“
Góður gestur Gilbert úrsmiður ásamt
Hvata og Ásgeiri Páli í stúdíó K100.
Að þessu sinni ætlar Sighvatur
Jónsson, eða bara Hvati, að
gefa lesendum innsýn í einn
dag í síðustu viku. Hann stýrir
síðdegisþætti K100, Magasín-
inu, alla virka daga frá kl. 16-18
ásamt Huldu Bjarnadóttur.
Dagur í
lífi Hvata
Magasínið Hvati ásamt
Huldu Bjarna sem stýrir
Magasíninu með honum.
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á bo
rgarann