Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 65
MINNINGAR 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
✝ Ingibjörn Hall-bertsson fædd-
ist 23. júní 1928 í
Veiðileysu í Árnes-
hreppi á Ströndum.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 14. apríl
2018.
Foreldrar hans
voru Kristinn Hall-
bert Guðbrandsson,
f. 1903, d. 1981, og
Sigríður Þorlína Þorleifsdóttir, f.
1897, d. 1986, bændur í Veiði-
leysu á Ströndum.
Ingibjörn var elstur sex syst-
kina, en þau eru: Guðbrandur
Þorleifur, f. 1931, d. 2010, Bárð-
ur Karl, f. 1933, Lýður, f. 1936,
Ármann, f. 1943 og Sjöfn Inga, f.
1948.
Ingibjörn kvæntist 9.6. 1950
Guðrúnu Brynhildi Árnadóttur
frá Kolbeinsvík á Ströndum, f.
5.3. 1928, d. 1.12. 1967. Börn
Ingibjörns og Guðrúnar eru 1)
Jóhann Steinar, f. 24.7. 1947.
Hans börn eru Kristján Gunnar,
Ólöf Björk og Grétar Örn. 2)
Árni, f. 14.1. 1950. Hann er
kvæntur Kolbrúnu Kristjáns-
dóttur og eignuðust þau Svan
Hlífar, sem er látinn, og Guðrúnu
ævintýrinu í Djúpavík. Í Djúpa-
vík eignuðust þau öll sín börn
nema það yngsta sem fæddist á
Blönduósi. 1. september 1957
flutti fjölskyldan til Skagastrand-
ar og árið 1966 til Keflavíkur.
Eftir að Guðrún lést, árið
1967, kvæntist Ingibjörn, árið
1971, Jónínu Matthildi Jóns-
dóttur, f. 23.1. 1917, d. 29.1. 2013.
Árið 1975 fluttu þau til Hafnar-
fjarðar. Þau skildu.
Árið 1989 kynntist Ingibjörn
Guðbjörgu Oddsdóttur, f. 23.12.
1921, d. 20.2. 2008. Þau bjuggu
saman í Reykjavík í fyrstu en
seinna í Kópavogi.
Eftirlifandi sambýliskona
Ingibjörns er Ragnhildur Haf-
liðadóttir, f. 19.7. 1937, vistmað-
ur á Sunnuhlíð.
Ingibjörn var sjómaður og
stundaði sjóinn mestalla sína tíð
en síðustu ár starfsævinnar vann
hann í Umbúðamiðstöðinni í
Reykjavík.
Ingibjörn tók þátt í Íslands-
meistaramóti á gönguskíðum oft-
ar en einu sinni og náði góðum
árangri. Hann stundaði skíðin
alla sína ævi og allt fram á síð-
asta dag sem líkamsrækt. En úti-
vera og hreyfing svo sem dans og
sund var mikið áhugamál og
gerði hann mikið af því að
ferðast bæði innan lands sem
utan.
Útför Ingibjörns verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag, 26.
apríl 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Brynhildi. 3) Sig-
urður Hallbert, f.
7.1. 1951, d. 21.9.
1951. 4) Krist-
mundur Hrafn, f.
17.1. 1952, kvæntur
Önnu Margréti
Kristjánsdóttur.
Þau eiga dótturina
Svönu Rós. Börn
Kristmundar og
fyrri konu hans eru
Óli Hjörvar, Hólm-
geir Hallbert og Helga Brynhild-
ur en börn Önnu Margrétar af
fyrra hjónabandi eru Páll, Gest-
heiður og Helga Björk. 5) Sigríð-
ur Hallbjörg, f. 21.6. 1954, gift
Friðfinni Skaftasyni. Börn Sig-
ríðar eru Ingibjörn, Siggeir og
Trausti. 6) Ólafur Róbert, f.
27.12. 1956, kvæntur Kristínu
Hrönn Árnadóttur. Þeirra börn
eru Árný Guðrún, stúlka óskírð,
látin, Rebekka Laufey, Guð-
mundur Ingi, látinn, og Brynjar
Max. 7) Hlíf, f. 11.3. 1965, í sam-
búð með Friðgeiri Axfjörð. Hún á
Alice Kötlu og Ivan Svan. Synir
Friðgeirs eru Egill og Atli.
Guðrún og Ingibjörn bjuggu í
Djúpavík á Ströndum þar sem
sjómennskan var aðalatvinnan
en bæði tóku þau þátt í síldar-
Hann pabbi fæddist norður
við nyrsta haf þar sem fjöllin
gnæfa yfir mannlegri smæð og
ólgandi hafið ræður örlögum
manna. Samt var hann svo hlýr
og kátur. Það þurfti að saga í
sundur lífbeinið á ömmu í eld-
húsinu í Veiðileysu til að koma
honum í heiminn og enginn átti
von á að hann lifði. Þau lifðu
bæði. Hann gekk í sauðskinns-
skóm og borðaði súrmat og sel-
spik og varð af því hraustur og
sterkur, stundaði skíði alla ævi
og dansaði ræl og rokk á elli-
heimilinu. Hann ólst upp í ein-
angraðri sveit en átti ekki til for-
dóma. Tók öllum með brosi og
smellti kossi á kinn. Allir voru
velkomnir til hans og inn í fjöl-
skyldu hans. Ef nýi vinurinn eða
fjölskyldumeðlimurinn skildi
ekki íslenskuna talaði hann bara
hærra og brosti meira og allir
skildu hann og hann skildi alla.
Hann fékk sinn skerf af sorg
og erfiðleikum. Á langri ævi sá
hann á eftir mörgum yfir í Sum-
arlandið, syni, lífsförunautum og
barnabörnum en alltaf stóð hann
keikur og hélt áfram vongóður
og bjartsýnn. Og það er þessi
bjartsýni og lífsgleði sem ein-
kenndi hann og gerði líf okkar
með honum svo dýrmætt og gott.
Á sinn hógværa og glaðlega hátt
var hann kletturinn. Það var allt-
af hægt að leita til hans til með
hvað sem var. Hann var alltaf
fyrstur á staðinn þegar þurfti að
flytja eða mála eða skutla. Alltaf
tilbúinn og alltaf hress. Hann sá
um að hringja reglulega, helst
daglega, í okkur öll til að athuga
og heyra hvort ekki væri örugg-
lega allt í sómanum og sá til þess
við værum öll með á nótunum
hvað varðaði fæðingar og aðra
merkisviðburði í lífi hvers ann-
ars. Hann hvatti okkur óspart til
að fara út og skemmta okkur,
dansa og leika okkur og ekki
vera með neitt vol og víl. Líklega
var það eina sem fór í taugarnar
á honum þegar honum fannst við
ekki nógu dugleg að hreyfa okk-
ur og huga að heilsunni, bæði
andlegri sem líkamlegri. Þá átti
hann það til að hnussa yfir sila-
hætti og leti.
Síðustu árin bjó hann á
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
og var farinn að gleyma svolítið
stund og stað. Þá hringdi hann
stundum og bað um að láta
sækja sig því hann vildi fara
heim til Keflavíkur þar sem hann
bjó fyrir 40 árum. Þegar við
bentum honum á þá staðreynd
að hann væri löngu fluttur þaðan
hváði hann og sagði: „Tja, þú
segir nú aldeilis fréttir“ og hló
svo að ruglinu í sjálfum sér.
Honum fannst hann nefnilega
svo heppinn að vera bara orðinn
„bandsjóðandi vitlaus og ruglað-
ur“, eins og hann sagði sjálfur,
en vera samt svona líkamlega
hraustur og finna hvergi til.
Með kærri þökk kveðjum við
þennan góða elskulega mann
sem við vorum svo lánsöm af fá
úthlutað sem föður. Megi ást og
kærleikur umlykja hann þar til
við hittumst á ný dansandi í
paradís.
Innilegar samúðarkveðjur til
Ragnhildar, eftirlifandi sam-
býliskonu.
Aldrei var neinn,
svo ástúðlegur eins og þú.
Ó pabbi minn,
þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð,
er leiddir þú mig lítið barn.
Brosandi blítt,
þú breyttir sorg í gleði.
Ó pabbi minn,
ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt,
þú lékst þér á þinn hátt.
(Þorsteinn Sveinsson)
Jóhann, Árni, Sigríður,
Kristmundur, Ólafur
og Hlíf.
Ég kynntist tengdaföður mín-
um Ingibirni Hallbertssyni ekki
fyrr en hann var orðinn roskinn
og hættur að vinna, en jafnvel í
ellinni var enn nóg til af því ljúfa
viðmóti og umhyggjusemi sem
var aðalsmerki hans í lífinu. Með
sitt góða geð, jákvæðni og for-
dómaleysi tók hann mér strax
opnum örmum.
Í lífinu lenti hann bæði í
stormi og stórsjóum í öllum
merkingum þeirra orða en stóð
þó ávallt teinréttur og sterkur.
Fyrir utan þá storma sem hann
lenti í á sjónum fékk hann á sig
brotsjói í lífinu því hann missti
bæði maka, barn og barnabörn.
Þetta markaði hann að sjálf-
sögðu þótt hann væri ekkert að
flíka tilfinningum sínum mikið.
Hann afneitaði þeim heldur ekki
og var heiðarlegur bæði við sjálf-
an sig og aðra. Eitt sinn vorum
við að aka um Trékyllisvík og
hann var að segja einhverja sögu
frá svæðinu eins og hann gerði
oft þegar hann fór um Strand-
irnar. Þegar við fórum framhjá
kirkjugarðinum hætti hann frá-
sögninni skyndilega, þagnaði
augnablik og sagði svo: „Hér á
ég nú son...“ Svo leit hann niður í
stundarkorn og þagði. Eftir
augnabliks þögla helgistund hélt
hann svo hinni frásögninni áfram
þar sem frá var horfið.
Á tímabili í lífi okkar hagaði
þannig til að við gátum komið á
þeim sið að við fengum okkur
fisk saman í hádeginu í hverri
viku. Þarna áttum við afskaplega
góðar stundir.
Ýmist kom hann til mín á elli-
nöðrunni sinni eða ég renndi eft-
ir honum og svo var kíkt í fisk-
búðina. Á matseðlinum var oftast
nætursaltaður fiskur en stund-
um siginn, hrogn, lifur eða gell-
ur. Svo voru hamsar og á sér-
stökum tyllidögum var kannski
keypt selspik. Svo var eldað og á
þessum stundum leitaði hugur
hans oft aftur í tímann og til
Veiðileysu, Djúpavíkur eða
Skagastrandar. Þaðan átti Ingi
margar góðar minningar um leik
og störf og naut þess að rifja þær
upp. Stundum sagði hann ferða-
sögur um ballferðir þar sem
ganga þurfti yfir Trékyllisheiði
eða þegar hann sem unglingur
setti glóðarhausinn í bát föður
síns í gang í öfuga snúningsátt
þannig að hún snerist aftur á bak
og hann skammaðist sín svo mik-
ið að hann faldi það fyrir föður
sínum hvernig hann þurfti að
beita stjórntækjunum öfugt svo
báturinn færi í rétta átt. Og svo
bara búskapurinn og lífið í Veiði-
leysu, en allt stóð þetta honum
enn ljóslifandi fyrir sjónum. Þótt
minnið væri farið að bregðast
honum undir það seinasta var
tími ungdómsáranna í Veiðileysu
alltaf skýr fyrir honum og hann
naut þess að rifja hann upp.
Ingibjörn var heilsteyptur og
hreinskiptinn og alltaf þegar
hann rifjaði upp kynni sín af
samferðamönnum sínum talaði
hann vel um þá og sýndi samúð
þeim sem honum fannst halla
undan fæti hjá. Ég heyrði hann
aldrei tala illa um menn og hann
horfði alltaf mest á það sem hon-
um fannst jákvætt í fari manna.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast Ingibirni.
Þakklátur fyrri þau samskipti
sem ég fékk að njóta með þess-
um manni sem svo margt var
hægt að læra af. Ég votta eft-
irlifandi sambýliskonu hans,
Ragnhildi Hafliðadóttur mína
dýpstu samúð. Einnig börnum
hans, öðrum afkomendum og
venslafólki.
Friðgeir Axfjörð.
Ingibjörn
Hallbertsson
legt. Lauk þar með þessari
merku birgðasöfnun sem auð-
vitað hafði kostað okkur nokkra
sjálfsafneitun.“
Frá því að ég kynntist Þórði
tók ég nú ekki sérstaklega eftir
því að hann hefði neitað sér um
sælgæti eða annað góðgæti
enda mikill sælkeri og kunni að
njóta lífsins. Þennan eiginleika
varð ég til dæmis vel var við
þegar Þórður og Unnur heim-
sóttu okkur til Svíþjóðar í
nokkra daga meðan við bjugg-
um þar. Þórður hafði þá lítið
annað fatakyns með sér en
stuttbuxurnar og naut sín í
sænska sumarveðrinu enda með
sólþolna húð og mikill sóldýrk-
andi.
Þórður var mörgum kostum
búinn, vandvirkni hans, ná-
kvæmni og þolinmæði fékk ég
m.a. að kynnast þegar við feng-
um hjálp hans við parketlögn
og aðrar smíðar og maður gat
treyst því að þau verk sem
hann tók sér fyrir hendur væru
vel gerð.
Minningin lifir um Þórð,
brosmildan, rólyndan og hjarta-
hlýjan. Blessuð sé minning
hans.
Örnólfur.
„Nú angar af sumri við Súg-
andafjörð og sólin blessar þann
reit.“
Mér finnst viðeigandi að rifja
upp þessar ljóðlínur og „hér-
aðssöng“ Súgfirðinga er einn af
vöskustu sonum Súgandafjarð-
ar er borinn til grafar.
Þórður vakti snemma á sér
athygli vegna atgervis síns sem
sjá má af því, að þegar sund-
laug Súgfirðinga var vígð var
hann níu ára gamall valinn til
þess að vígja laugina með því
að stinga sér til sunds í hana,
fyrstur allra, eins og segir í
Súgfirðingabók.
Hann var fyrirmynd okkar
drengjanna í Súganda. Einstak-
lega flott manngerð, hæfileika-
ríkur og fjölhæfur íþrótta-
maður. Hafði fallegan
líkamsburð, vöðvastæltur og
knár fimleikamaður, eins og
móðurbróðir hans, Óskar
Þórðarson, sem var á sínum
tíma í sýningarflokkum í fim-
leikum hjá Jóni Þorsteinssyni
hér heima og erlendis. Þórður
var kattliðugur og stóð á hönd-
um hvar sem var fram á elliár,
flinkur boltamaður og afbragðs
skíðamaður.
Minnist ég þess þegar Ís-
landsmeistaramót á skíðum var
haldið á Ísafirði 1944, að við
nokkrir félagar fórum á skíðum
frá Suðureyri yfir Botnsheiði
og niður á skíðasvæði Ísfirðinga
til þess að horfa á Þórð keppa í
svigi. Vorum við hreyknir af
okkar manni sem vann þar til
verðlauna.
Ég kynntist Þórði ekki náið á
uppvaxtarárum mínum heima í
Súgandafirði þar sem hann var
mun eldri en ég. En þar sem
Þorvarður bróðir minn og hann
voru æskuvinir fylgdist ég allt-
af vel með honum. Það var ekki
fyrr en við vorum báðir komnir
til Reykjavíkur að góður og
órjúfanlegur vinskapur tókst
með okkur. Fékk Þórður mig
meira að segja með sér til
Siglufjarðar, þegar hann fór til
þess að setja upp hringana með
Unni Haraldsdóttur, þeirri mik-
ilhæfu, ágætu konu. Þessi ferð
bar gifturíkan ávöxt í orðsins
fyllstu merkingu, þau giftu sig
og eignuðust góða fjölskyldu og
áttu langt og farsælt líf saman.
Þegar Þórður fór að eldast
kom hann til mín í leikfimi í
skíðamannahópinn sem við
nefndum svo, þar sem hann
naut sín vel og stóðust honum
fáir snúning, þegar til hand-
stöðunnar kom. Áttum við þar
margar góðar stundir saman.
Þórður hélt andlegri og
líkamlegri reisn til síðasta dags.
Kveð ég þennan góða vin
með kærleika.
Valdimar Örnólfsson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR DÓRA MAGNÚSDÓTTIR,
Nökkvavogi 12, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
sunnudaginn 15. apríl.
Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 27. apríl
klukkan 15.
Sigmar Steinar Ólafsson Sigríður Maggý Hansdóttir
Halldór Ólafsson Líneik Jónsdóttir
Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir Sigurður Albert Ármannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir og systir,
SIGRÚN OLSEN,
listakona
og stofnandi Lótushúss,
lést 18. apríl.
Minningarathöfn verður haldin í Salnum í
Kópavogi laugardaginn 28. apríl klukkan 13.
Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Lótushús.
Þórir Barðdal
Lilja Enoksdóttir
Linda Olsen
Edda Olsen
Kjartan Olsen
Erna Olsen
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANNES GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari,
áður til heimils í Bólstaðarhlíð 26,
andaðist á Dvalarheimilinu Grund
fimmtudaginn 19. apríl. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 27. apríl klukkan 13.
Guðríður Jóhannesdóttir Jóhannes Ágústsson
Jóhanna M. Jóhannesdóttir Árni Sigurðsson
Guðmundur Jóhannesson Greta Jóna Sigurðardóttir
Þórarinn Jóhannesson Anna Fr. Blöndal
Óskar Jóhannesson Sigrún Ingólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og mágkona,
GUÐRÚN ERLA INGVADÓTTIR
kennari,
sem lést laugardaginn 14. apríl,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 27. apríl klukkan 13.
Heiðar Pétur Guðjónsson
Emma Guðrún Heiðarsdóttir Jón Gabríel Lorange
Sæunn Sif Heiðarsdóttir
Jónína Ingvadóttir Jóhann Hjartarson
Okkar ástkæri,
JAKOB INGVAR MAGNÚSSON,
lést af slysförum föstudaginn 20. apríl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 30. apríl klukkan 13.
Bryndís Ósk Sigfúsdóttir
Ásta Erla Jakobsdóttir Þorbjörn Steingrímsson
Alda Sóley Þorbjarnardóttir