Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 67
og kær samverkamaður til margra áratuga, Guðrún Steph- ensen. Hún var komin hátt á ní- ræðisaldur þegar hún lést og því ekki við að búast, að nafn hennar hafi verið á hvers manns vörum hin síðari ár, eins og áður var, er hún var sterkur stólpi fyrst í leik- hópi Leikfélags Reykjavíkur á sjöunda áratugnum og síðar í marga áratugi í þjóðleikhúsi Ís- lendinga. Leikgáfuna og listhneigðina þurfti hún ekki langt að sækja, dóttir Þorsteins Ö. Stephensens, eins ástsælasta leikara okkar fyrr og síðar. Lífsförunautur Guðrún- ar var svo einn þekktasti mynd- listarmaður okkar og ef ekki besti vatnslitmálarinn, Hafstein Aust- mann, en barnabarn þeirra hjóna er í dag einn efnilegasti og hæf- asti ungi kvikmyndagerðar-mað- ur okkar, Hafsteinn Gunnar Sig- urðsson. Guðrúnu sá ég fyrst í mennta- skólaleik, líklega 1948 eða 1949; þá lék hún hina glettnu krárkonu Mirandólínu með alla sína biðla í klassískum leik Goldonis, sem einmitt heitir La Locandiera. Þannig býst ég við að ég hafi fylgst með öllum hennar ferli á sviðinu og oft unnum við saman. Hún aflaði sér kennaramennt- unar og vann við kennslu framan af, því að aldrei er á vísan að róa í leiklistinni, jafnvel þó að maður komi úr leiklistarskóla í nem- endahópi sem var frægur fyrir ágæti sitt. En smám saman kom í ljós, að leikhúsin höfðu æ meiri þörf fyrir fjölþætta starfskrafta Guðrúnar og ferill hennar tók flug. Á síðasta hluta sjötta áratugar fór hlutverkunum að fjölga. Hún lék þá ýmis mikilsverð hlutverk, m.a. í þeim tveimur Priestley- leikritum sem flutt voru við mikl- ar vinsældir á árunum um 1960. Næsta áratug tókst hún á við enn meira krefjandi verkefni; meðal þeirra voru hin hremmda og ris- litla kona Mariska í hinni pólitísku dæmisögu Ungverjans István Ör- kény, Það er kominn gestur og ekki síst Bessie Burgess sem var öllu fyrirferðarmeiri í meistar- verki Séan O’Caseys, Plógurinn og stjörnurnar, í leikstjórn eins þess írska leikhúsmanns sem þá hafði hvað mest orð á sér í hinum enskumælandi heimi, Alans Simpson. Árið 1974 bauðst Guðrúnu fast- ráðning við Þjóðleikhúsið, hún tók stökkið og þar lék hún síðan mörg sín bestu hlutverk og harla fjöl- breytileg. Hún var harmræn móðirin í hinum fræga leik Syn- ges, Þeir riðu til sjávar, en svo var hún líka hin dæmigerða íslenska millistéttarkona að skvetta sér upp í Sólarfríi Guðmundar Steins- sonar; hún var líka eiginkonan skelfda í leik Guðmundar, Lúkas og ekki var hún barnanna best í myrkraverkunum í ádeilugaman- leik Kjartans Ragnarssonar, Týnda teskeiðin. Lengi mætti telja. Öllum landslýð mun hún þó kunnust sem kerlingin í Gullna hliðinu sem hún lék á sviði milli 50 og 60 sinnum og síðan fyrir allan landslýð í skemmtilegri útfærslu Sjónvarps. En fyrstu kynni ungra leikhús- gesta við Guðrúnu munu örugg- lega vera þegar aðsópsmikil Soffía frænka var að koma skikki á ræningjaræflana í Karde- mommubænum. Einu sinni, löngu síðar, brugðum við Guðrún okkur af bæ og unnum að sýningu í gömlu Iðnó; það var Faðirinn eft- ir Strindberg, þar sem Guðrún sem fóstran greip áhorfendur með sínum viðkvæma en tæra leik. Guðrún var hlý og heil og mikill mannasættir. Leikgáfa hennar var frjó og rík og spannaði, svo sem sjá má að ofangreindu dæm- um bæði grát og hlátur og í hvoru tveggja var tónninn ekta. Við Þóra sendum Hafsteini og allri fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún Stephensen er kvödd með heiðri og sóma. Sveinn Einarsson. MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 ✝ MargrjetGísladóttir fæddist á Bjargi í Norðfirði 6. ágúst 1924. Hún lést á Akureyri 25. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Fanny Kristín Ingvars- dóttir frá Ekru í Norðfirði, hús- freyja á Bjargi í Norðfirði, Akureyri og í Hafn- arfirði, og Gísli Kristjánsson frá Sandhúsi í Mjóafirði, út- gerðarmaður á Norðfirði og á Akureyri. Systkini Margrjetar eru Ingvar, María, Ásdís, Tryggvi og Kristján er lést 2005. Margrjet stundaði nám í Gagnfræðaskóla Neskaup- staðar og húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1943- 1944. Hún giftist Jóni Egilssyni 17. september 1944 og eignuðust þau fjög- ur börn: 1) Gísli, f. 28. júní 1945, for- stjóri á Akureyri, kvæntur Þórunni Kolbeinsdóttur hjúkrunarfræðingi. 2) Fanny, f. 1. júní 1947, lektor við Malmö universität, gift Garðari Viborg sálfræð- ingi. 3) Egill tannlæknir, f. 30. maí 1949, kvæntur Herdísi Maríu Júlíusdóttur hjúkrunar- fræðingi. 4) Sigríður hjúkrun- arfræðingur, f. 10. ágúst 1951, gift Stefan Blücher tækni- fræðingi. Afkomendur Mar- grjetar og Jóns Egilssonar eru nú 42 talsins. Útför Margrjetar fór fram í kyrrþey 10. apríl 2018. Didda á Bjargi er dáin. Marg- rjet, eins og hún vildi rita nafn sitt, var elst okkar sex systkin- anna á Bjargi í Norðfirði, ég yngstur, og voru fjórtán ár milli okkar. En við vorum engu að síð- ur náin alla tíð, en Didda var bæði umburðarlynd og hógvær, þótt hún hefði skap, enda komin af Margréti Finnsdóttur í móður- ætt og Hermanni í Firði í föð- urætt. Margs er að minnast frá langri ævi. Vel man ég þegar þau Didda og Jón Egilsson gengu í hjóna- band í bestu stofunni á Bjargi í Norðfirði í september 1944 og ekki síður eftirminnilegt er við komum til Akureyrar 8. júní 1945 til að setjast þar að og fórum beint niður í Eiðsvallagötu 24 þar sem Didda lá á sæng að fyrsta barni sínu. Tvo síðustu námsvet- ur mína í Menntaskólanum á Ak- ureyri bjó ég hjá Diddu í Goða- byggð 3 og var eins og eitt barna hennar, enda lít ég á þau Gísla, Fannyju, Egil og Siggu eins og yngri systkini mín. Í sólskininu í garðinum sunnan við Goðabyggð 3 héldum við Gréta upp á stúd- entspróf okkar – og trúlofun 17. júní 1958. Margs er að minnast frá langri ævi. Eftir að við Gréta fluttumst til Akureyrar sumarið 1972 var tíð- ur samgangur milli heimilanna og börn okkar öll nutu ástúðar og velvildar Diddu, og þegar við bjuggum í Danmörku áttum við athvarf hjá Diddu sem hélt ferm- ingarveislu fyrir Svein vorið 1987, en hann vildi hvergi ferm- ast nema á Akureyri, eins og Ak- ureyringum ber. Eftir að Jón Egilsson lést 24. september 1996 varð samgangur okkar enn meiri. Komu þær Inga frænka og Didda oft og tíðum til okkar og fór vel á með þeim og Grétu, eins og við var að búast, því Didda og Gréta voru líkar um margt. Undir lok marsmánaðar talaði ég síðast við Diddu í síma og ávarpaði hana eins og ég gerði síðustu misseri: „Er þetta Didda á Bjargi,“ og hún svaraði glað- lega: „Já, þetta er Didda á Bjargi.“ Drykklanga stund töluð- um við saman um gamla daga austur á Norðfirði, um ferm- inguna hennar í júní 1938 sem rakst á við fæðingu mína svo að hvorki móðir okkar, Fanny á Bjargi, né faðir okkar, Gísli á Bjargi, gátu verið viðstödd, því hann var í útlöndum að kaupa skip sem síðar varð Sæfinnur NK 76, stærsta síldarskip flotans. Margs er að minnast frá langri ævi. Við Gréta minnumst Diddu sem kærrar systur og einlægrar vinkonu og geymum góðar minn- ingar um hana meðan við lifum, því margs er að minnast frá langri ævi. Tryggvi Gíslason. Þorna hlýtur lífsins lind, lífgrös verða sina. Lifir þó sem meitluð mynd minning góðra vina. Fyrir efni þessa vísukorns sé ég fyrir mér þá meitluðu mynd sem ég geymi í huga mínum um systur mína Margréti Gísladótt- ur, sem borin var til grafar á Ak- ureyri 10. þ.m. háöldruð kona þótt ung væri í anda til hinstu stundar. Systur minni „Diddu á Bjargi“ var ekki fisjað saman. Það get ég vottað af heilum hug og langri reynslu, því hún er sú manneskja sem ég hef lifað lengst með mína löngu ævi. Milli okkar Diddu var lítill aldursmunur, tæplega eitt og hálft ár og systkinasambandið hélst meira en 90 ár órofið og vin- samlegt. Um flest var Margrét systir mín lánsöm kona. Hún var það af sjálfri sér fyrir það sem hún var að eðli og upplagi. Hún hlaut auk þess gott uppeldi í foreldrahús- um á Norðfirði, alin upp við reglusemi og jákvæða þátttöku í heimilisstörfum á stóru búi þar sem nýtt voru fjölbreytt gæði lands og sjávar. Vissulega naut hún þess að alast upp á heimili efnafólks, sem fann þó ekki til neins stéttarmun- ar, þótt vissulega væri efnamun- ur mikill manna milli á kreppuár- unum 1930-1940, þegar við systkinin á Bjargi vorum að alast upp. Væri heimili okkar á Bjargi stórt og húsrýmið drjúgt ríkti þar enginn yfirstéttarbragur. Faðir okkar, Gísli Kristjánsson, og móðir okkar, Fanny Ingv- arsdóttir frá Ekru, litu á sig sem hluta af margbrotnu mannlífinu eins og það kom fyrir en aldrei yf- ir það hafin. Þannig var Margrét líka afar fallega virðuleg í sinni framkomu. Það varð hlutskipti Margrétar systur minnar að gerast eigin- kona og húsmóðir á heimili sínu og Jóns Egilssonar athafna- manns á Akureyri. Á heimili Diddu systur og Jóns gegndi hinu sama og á Bjargi í Norðfirði, að þar var gestrisnin og mann- gildishugsjónin ríkjandi. Þegar á leið sótti hún sér vinnu utan heimilis og vann húsmóður- störfin á Elliheimili Akureyrar af alúð og sóma. Hún bjó vel um sig í ellinni lengst af en þegar heilsan brást alveg flutti hún á elliheim- ilið þar sem hún hafði áður þjón- að. Framundir það síðasta fylgd- ist hún vel með þjóðlífinu og lá ekki á skoðunum sínum hverja hún styddi þegar kosningar fóru í hönd. Hún tók af miklum kærleika og eftirminnilega á móti þeim sem hana heimsóttu. Guð blessi minningu systur minnar. Ingvar Gíslason. Amma Margrjet var alveg ein- sök amma. Við systkinin, makar og börn höfum ófáar kærar minn- ingar um samverustundir okkar með ömmu bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Tíðar heimsóknir okkar til ömmu og afa á Akureyri voru gleðistundir sem einkenndust af óteljandi möguleikum til sam- veru og leikja. Eftir langan akst- ur frá Reykjavík jókst stemning- in í bílnum og kapp um að verða fyrst/ur til að knúsa ömmu og afa sem ávallt tóku á móti okkur úti á bílaplaninu með löngum og hlýj- um faðmlögum. Þessari hefð við- hélt amma eftir að hún flutti í Helgamagrastræti, eftir andlát afa og eftir að íslenska fjölskyld- an hennar í Svíþjóð var orðin sænsk-íslensk. Þegar inn á heim- ili ömmu var komið tók á móti okkur ilmurinn af kjötsúpunni hennar og með eftirvæntingu var sest að uppdúkuðu borði í borð- stofunni og keppst um að borða og segja frá. Heimili ömmu og afa var sem okkar annað heimili, alltaf opið fyrir okkur og þá gesti sem við buðum með okkur til gistingar. Amma gerði engan mannamun á okkur, við vorum öll hennar af- komendur og hún tók virkan þátt í athöfnum okkar, bæði í daglegu lífi og við hátíðleg tækifæri, það gaf styrk til að mæta velgengni og mótgangi. Það var ómetanlega auðgandi að rabba við ömmu sem var hlutdeildarsöm í hlustun sinni alla tíð og gladdist yfir frá- sögnum og vangaveltum okkar um lífið og tilveruna. Amma skildi auðveldlega sænsku en svaraði gjarnan á íslensku sem auðveldaði öll tengsl hennar við okkur, hennar sænsk-íslensku fjölskyldu. Ömmu þótti sérstak- lega gaman að segja frá því að viku áður en hún fór í heimsókn til Svíþjóðar byrjaði hún að und- irbúa sig andlega undir heim- sóknina til okkar sem olli því að hún átti erfitt með að tjá sig á „hreinni“ íslensku. Amma var falleg, skemmtileg og hreykin kona sem við elskuð- um af heilum hug. Stolti ömmu yfir uppruna sínum, ættingjum og afkomendum deilum við með henni og viljum færa í arf til okk- ar barna og barnabarna. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Njörður, Cecilia og börnin Anna, Maria og Davíð. Tómas, Johanna og börnin Jón Karl og Ilse Margrét. Margret og dóttirin Nína Fanny. Sumar í Goðabyggðinni var ævintýri líkast. Engir dagar eins, miðbærinn og allt sem sumar á Akureyri hafði upp á að bjóða var upplifun sem lifir sterk í minn- ingunni. Og svo voru það afi og mamma. Amma Margrét hafði svo sannarlega í mörgu að snúast og hafði stjórn á öllu. Allir vinir mín- ir voru alltaf velkomnir í Goða- byggðina og enginn fór svangur heim. Þolinmæði ömmu var óþrjótandi. Hún hafði alltaf tíma fyrir strákinn sem var krefjandi og tók þátt í öllum leikjum sem ég fann uppá. Þegar amma sendi mig í Grænubúðina með minn- ismiða, þegar eitthvað vantaði í matinn, sá hún alltaf til þess að eitthvað væri afgangs fyrir einni kremstöng eða öðru góðgæti. Það voru mörg ferðalög farin frá Akureyri með ömmu og afa. Ekki endilega löng í kílómetrum talið, en fyrir lítinn strák var það mikið ævintýri. Austur á land varð oft fyrir valinu vegna vinnu afa. Laugar, Mývatnssveit eða Egilsstaðir. Allstaðar var tekið á móti okkur eins og kóngafólki. Helgar í sumarhúsi afa og ömmu að Brúnastöðum í Hörgárdal eru mér minnisstæðar, en þar dvöld- um við oft tvö, ég og amma. Þar var allt sem til þurfti. Íslensk náttúra, alltaf gott veður í minn- ingunni og fullt búr af Valash og Konga. Okkar konungsríki og ég var kóngurinn. Þegar amma varð eldri, samt alltaf bara 40 árum eldri en ég, fórum við oft í bíltúra á Akureyri og nágrenni. Við fórum líka nokkrar ökuferðir í Svíþjóð þeg- ar amma kom að heimsækja sína nánustu, sem þar bjuggu. Hún sá til að ég hefði báðar hendur á stýrinu og horfði á veginn. Aldrei vantaði umræðuefni. Ættfræði, fólk og ættingjar, sem ég var for- vitin um að fræðast meira um frá ömmu. Og svo leystum við að sjálf- sögðu öll heimsins vandamál. Við vörum ekki alltaf sammála um alla hluti en virtum skoðanir hvort annars. Svo töluðum við um mat, sem var áhugamál okkar beggja. Eins og svo margar ömmur gerði amma mín bestu pönnukök- ur í heimi. Að senda hana í kleinukeppni var óþarfi. Hennar voru einfaldlega bestar. Ég á uppskriftirnar en það vantar allt- af eitthvað. Sennilega hand- bragðið. Fáir hafa gefið mér betri ráð í matargerð en amma Mar- grét, enda gekk hún í húsmæðra- skólann á Laugalandi ung kona. Þegar ég síðar fór að vinna við matreiðslu og vantaði ráð um ís- lenska matargerð, gat ég gengið að þeim vísum hjá henni. Ef til væri skóli í ömmubakstri og eða matargerð hefði amma orðið pró- fessor. Vinskapur okkar var mikill, einlægur og traustur. Hún var ekki bara amma mín. Hún var vinur minn, sem alltaf var hægt að leita til þegar á móti blés. Amma gaf ekki alltaf ráð en hún kunni að hlusta. Hún vissi að það var það sem þurfti. Það hjálpaði. Það hafa margar sterkar konuhendur haldið í höndina á mér í gegnum árin og ég finn fyr- ir þinni núna, elsku amma, sterk- ar en nokkru sinni fyrr. Ég ætla að halda áfram að tala við þig. Ég elska þig og mun sakna þín. Farðu í friði og við sjáumst síðar. Kolbeinn Gíslason. Hinn 25. mars sl. kvaddi Mar- grét Gísladóttir tengdamóðir mín lífið í hárri elli. Leiðir okkar lágu saman í rúmlega hálfa öld, eða allt frá árinu 1966. Fyrir það vil ég þakka henni og fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig, fyrir gjafir hennar og væntumþykju, sem hún veitti mér í lifanda lífi. Blessuð sé minning Mar- grétar. Með þakklæti og virðingu, Herdís (Haddí). Margrjet Gísladóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÍÐAR HELGU JÓNASDÓTTUR, Brákarhlíð, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Jónas H. Jónsson V. Stefanía Finnbogadóttir Bragi Jónsson Sonja Hille Sigurður Páll Jónsson Hafdís Björgvinsdóttir Einar Helgi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, MARÍU ÓLAFSDÓTTUR, Bolungarvík. Gunnar Júl Egilsson Björk Gunnarsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Egill Gunnarsson Hjálmar Gunnarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGTRYGGUR DAVÍÐSSON, Víðilundi 18e, Akureyri, lést sunnudaginn 15. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.