Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 74
74 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Kannski fæ ég fyrstu lömbin í afmælisgjöf, eins og stundum hef-ur raunar gerst. Dagurinn fer væntanlega í að undirbúa sauð-burðinn, eins mánaðar törn sem ætti að skila mér um 700 lömbum undan 430 ám,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu, sem er fertug í dag. Hún vakti athygli á sínum tíma fyrir skelegga baráttu sína gegn virkjunaráformum á heimaslóðum sínum. Frá því og öðru segir Steinunn Sigurðardóttir í bókinni Heiða fjalldalabóndi sem kom út fyrir hálfu öðru ári. Sjálf er Heiða einyrki og bóndi á nokkuð afskekktum stað, þangað sem hún sneri eftir fyrirsætuferil erlendis. Heimahagarnir kölluðu. Í tilefni afmælisins stefnir Heiða Guðný síðar á þessu ári á ferðalag til Nepal með Tindum Travel undir stjórn Vilborgar Önnu Gissurar- dóttur pólfara. Er ætlunin að ganga í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls heims. „Þetta er mjög spennandi leiðangur sem ég fer með vinkonu minni og fleira fólki. Ég hef farið á mörg fjöll hér á Skaftártungu- afrétti, Hornströndum, Víknaslóðum og víðar og það hefur gefið mér mikið. Mér finnst gaman að halda upp á afmælið með þessu móti,“ segir Heiða sem er varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og verður sennilega kölluð til þingsetu á næstu mánuðum. „Það er margt sem mig langar til að vekja athygli á úr ræðustól Alþingis. Hef þó ekki ákveðið hvert málefnið verður og er í huganum að semja jóm- frúrræðuna,“ segir fjalldalabóndinn. sbs@mbl.is Baráttukona Er að undirbúa sauðburðinn, segir Heiða Guðný. Fjalldalabóndinn semur jómfrúrræðu Heiða Guðný Ásgeirsdóttir er fertug í dag B jörn Ingi Jónsson fæddist á Húsavík 26. apríl 1968. Fyrstu árin átti hann heima í Hafrafellstungu í Axarfirði en þar voru foreldrar hans með fjárbúskap. Fimm ára flutti Björn Ingi til Hafnar í Hornafirði með foreldrum sínum og ólst þar upp. Hann var þrjú ár í sumardvöl í Borgum í Nesjum. Grunnskóla sótti Björn Ingi á Höfn, fór síðan í Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í rafeindavirkjun þaðan 1991. Meist- araréttindi sótti Björn Ingi á ár- unum 1996 til 1999 frá Iðn- skólanum og Verkmennta- skólanum á Austurlandi. Hann lauk rafiðnfræði frá Háskólanum í Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Sveitarf. Hornafjarðar – 50 ára Útivist Björn Ingi og Hrafnhildur ásamt dótturinni Írisi Mist og hundinum Mikka í göngu í Lóni um síðustu áramót. Eðlilegt skref að fara í bæjarpólitíkína Morgunblaðið/RAX Við Jökulsárlón Björn Ingi ásamt Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsverði, Björt Ólafsdóttur, fv. ráðherra, og Þórði H. Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs, við friðlýsingu Jökulsárlóns í fyrra. Svala Guðmundsdóttir á 75 ára af- mæli í dag. Hún er fædd í Borg- arfirði en fluttist til Eskifjarðar árið 1963. Svala bjó þar til ársins 2003 þegar hún fluttist suður í Garð á Reykjanesskaga og býr þar í Kríul- andi 4 með Má Hólm eiginmanni sínum. Svala er mikið fyrir ferðalög og fer oft á suðlægar slóðir að far- fugla sið. Árnað heilla 75 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.