Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Kannski fæ ég fyrstu lömbin í afmælisgjöf, eins og stundum hef-ur raunar gerst. Dagurinn fer væntanlega í að undirbúa sauð-burðinn, eins mánaðar törn sem ætti að skila mér um 700
lömbum undan 430 ám,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á
Ljótarstöðum í Skaftártungu, sem er fertug í dag. Hún vakti athygli á
sínum tíma fyrir skelegga baráttu sína gegn virkjunaráformum á
heimaslóðum sínum. Frá því og öðru segir Steinunn Sigurðardóttir í
bókinni Heiða fjalldalabóndi sem kom út fyrir hálfu öðru ári. Sjálf er
Heiða einyrki og bóndi á nokkuð afskekktum stað, þangað sem hún
sneri eftir fyrirsætuferil erlendis. Heimahagarnir kölluðu.
Í tilefni afmælisins stefnir Heiða Guðný síðar á þessu ári á ferðalag
til Nepal með Tindum Travel undir stjórn Vilborgar Önnu Gissurar-
dóttur pólfara. Er ætlunin að ganga í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls
heims. „Þetta er mjög spennandi leiðangur sem ég fer með vinkonu
minni og fleira fólki. Ég hef farið á mörg fjöll hér á Skaftártungu-
afrétti, Hornströndum, Víknaslóðum og víðar og það hefur gefið mér
mikið. Mér finnst gaman að halda upp á afmælið með þessu móti,“
segir Heiða sem er varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
og verður sennilega kölluð til þingsetu á næstu mánuðum. „Það er
margt sem mig langar til að vekja athygli á úr ræðustól Alþingis. Hef
þó ekki ákveðið hvert málefnið verður og er í huganum að semja jóm-
frúrræðuna,“ segir fjalldalabóndinn. sbs@mbl.is
Baráttukona Er að undirbúa sauðburðinn, segir Heiða Guðný.
Fjalldalabóndinn
semur jómfrúrræðu
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir er fertug í dag
B
jörn Ingi Jónsson
fæddist á Húsavík 26.
apríl 1968. Fyrstu árin
átti hann heima í
Hafrafellstungu í
Axarfirði en þar voru foreldrar
hans með fjárbúskap. Fimm ára
flutti Björn Ingi til Hafnar í
Hornafirði með foreldrum sínum
og ólst þar upp. Hann var þrjú ár í
sumardvöl í Borgum í Nesjum.
Grunnskóla sótti Björn Ingi á
Höfn, fór síðan í Iðnskólann í
Reykjavík og lauk sveinsprófi í
rafeindavirkjun þaðan 1991. Meist-
araréttindi sótti Björn Ingi á ár-
unum 1996 til 1999 frá Iðn-
skólanum og Verkmennta-
skólanum á Austurlandi. Hann
lauk rafiðnfræði frá Háskólanum í
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Sveitarf. Hornafjarðar – 50 ára
Útivist Björn Ingi og Hrafnhildur ásamt dótturinni Írisi Mist og hundinum Mikka í göngu í Lóni um síðustu áramót.
Eðlilegt skref að fara
í bæjarpólitíkína
Morgunblaðið/RAX
Við Jökulsárlón Björn Ingi ásamt Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsverði,
Björt Ólafsdóttur, fv. ráðherra, og Þórði H. Ólafssyni, framkvæmdastjóra
Vatnajökulsþjóðgarðs, við friðlýsingu Jökulsárlóns í fyrra.
Svala Guðmundsdóttir á 75 ára af-
mæli í dag. Hún er fædd í Borg-
arfirði en fluttist til Eskifjarðar árið
1963. Svala bjó þar til ársins 2003
þegar hún fluttist suður í Garð á
Reykjanesskaga og býr þar í Kríul-
andi 4 með Má Hólm eiginmanni
sínum. Svala er mikið fyrir ferðalög
og fer oft á suðlægar slóðir að far-
fugla sið.
Árnað heilla
75 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.