Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 ZAGREB 10.maí í 3 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Netverð á mann kr. 69.795 m.v. tvo í herbergi með morgunverði á hótel Rebro í 3 nætur.Hótel Rebro Frá kr. 69.795 ÓTRÚLEGT TILBOÐ! ALLRA SÍÐUSTU SÆTIN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræð- ings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. „Þetta verður vefur um fjölskyldu- og uppeldismál og er í raun eini mið- illinn með þessa nálgun hérlendis frá því að tímaritið Uppeldi hætti,“ segir Dóra, en hún segir miðla um fjöl- skyldur og foreldrahlutverkið vin- sæla víða erlendis, oft sem undirvefir stærri fjölmiðla. Dóra segir einnig áskriftartímaritið Uppeldi, sem kem- ur ekki út lengur, hafa verið gefið út í meira en 20 ár sem sýni m.a. að fyrir þessum málaflokki sé talsverður áhugi. „Fjölskyldan verður rekin undir þeim formerkjum að vera fjöl- breyttur og fræð- andi miðill sem birtir fréttir, ráð og umfjallanir með léttara efni í bland.“ Flokkarnir verða meðganga og fæðing, upp- eldi, skólamál, heilbrigði, sam- vera og fjöl- skyldan. Dæmi um efni sem verður til umfjöllunar er t.d. fæðuval og frjó- semi, snjalltækjanotkun barna, les- blinda, tannhirða barna, frístundir í sumar og einstakar fjölskyldur, svo eitthvað sé nefnt úr öllum flokkum. Sem dæmi um fjölbreytni hafi hún áhuga á að fjalla um fjölbreyttar fjöl- skyldur og fjölskyldugerðir, t.d. hafi hún þegar tekið viðtal við ítalska fjöl- skyldu sem býr hérlendis. „Ég á líka sjálf fimm börn á aldr- inum átta til 25 ára og hef því tals- verða reynslu af börnum og fjöl- skyldulífi, en ég nálgast þetta verkefni auðvitað fyrst og fremst sem blaðamaður og mitt hlutverk verður að tala við fagfólk, foreldra og fjöl- skyldur og miðla upplýsingum,“ segir Dóra og bætir við: „Við verðum í samstarfi við pistlahöfunda og ég er komin með ýmsa ólíka höfunda, bæði fagaðila og mömmubloggara. Ég stefni á að vera með samtöl við börn og ég er komin í samstarf við lækna- og sálfræðistofuna Sól sem sérhæfir sig í aðstoð við fjölskyldur og hefur á sínum snærum barnalækna, sálfræð- inga og geðlækna, en þar starfa 20 manns. Aðstandendur barna hafa áhuga á ýmsu en þegar upp er staðið er fátt mikilvægara en börnin og velferð þeirra. Ég vona að vefurinn geti orðið fjölskyldufólki bæði dægradvöl og fróðleiksnáma,“ segir Dóra. Nýr fjölskylduvefur á mbl.is Dóra Magnúsdóttir  Fjölskyldan í umsjá Dóru Magnúsdóttur  Sambærilegir vefir vinsælir erlendis  Fjölbreytt efni og fræðandi Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Faxaflóahöfnum hefur borist fyr- irspurn um það hvort fyrirtækið geti tekið á móti 230.000 brúttó- tonna skemmtiferðaskipi. Um er að ræða sannkallað risa- skip því lengdin er 400 metrar eða eins og fjórir knattspyrnuvellir. Til samanburðar eru stærstu skip ís- lenska flotans, Dettifoss og Goða- foss, 14.664 brúttótonn. „Ég svaraði því til að mögulegt væri að taka skip af þessari stærð að bryggju en því yrði að snúa utan við Skarfagarð og bakka inn eða út því snúningspláss utan við bryggj- una sjálfa er ekki nægjanlegt. Allt væri þetta að sjálfsögðu háð veðri, eins og alltaf með skip almennt,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfir- hafnsögumaður hjá Faxaflóa- höfnum. Skarfabakki í Sundahöfn er 650 metra langur. Fyrirspurnin barst frá umboðs- manni skipa án nafns. Mögulegt er að skipið sé á teikniborðinu eða þá í smíðum, en engar frekari upplýs- ingar fylgdu. Stærsta skemmtiferðaskip heimsins, Symphony of the Seas, lagði af stað í jómfrúferð sína fyrir skömmu. Það er 228.081 brúttó- tonn, eða af svipaðri stærð og skip- ið sem spurt er um nú. Vertíð skemmtiferðaskipanna hefst í næstu viku og verður þetta metár. Von er á 165 skipakomum til Reykjavíkur og Akraness og far- þegafjöldinn verður í kringum 147 þúsund. »24 AFP Stærsta skipið Symphony of the Seas leggur af stað í jómfrúferð. 230 þúsund tonna skip til Íslands?  Faxaflóahafnir fengu fyrirspurn Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfing- arinnar. Hún verður fyrsta konan til að gegna þessu embætti í 100 ára sögu Lions og fyrsti al- þjóðaforsetinn frá Íslandi. Guðrún tekur við emb- ættinu á alþjóðaþingi sem haldið verður í Las Ve- gas í Bandaríkjunum eftir rúman mánuð og kynnir markmið sín. Guðrún Björt mun á komandi starfsári verða á ferðinni, á fundum og í heim- sóknum um allan heim enda í mörg horn að líta hjá forseta hreyfingar með 1,5 milljónir félaga. Morgunblaðið/Eggert Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Útköllum vegna sjúkraflutninga á Suðurlandi fjölgaði um 4,8% milli áranna 2016 og 2017. Hlutfall er- lendra ríkisborgara í sjúkraflutn- ingum var 10,7% á árinu 2017 og eknir kílómetrar í sjúkraflutningum á Suðurlandi einu voru 600.000 á árinu 2017. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Svandísar Svav- arsdóttur, heilbrigðisráðherra, í sér- stakri umræðu um framtíð og fyr- irkomulag utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á Alþingi í gær. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem var málshefjandi, fór yfir nauðsyn þess að tryggja öllum lands- mönnum bestu mögulegu heil- brigðisþjónustu óháð búsetu, en fjöldi ferðamanna hefur meðal ann- ars aukið álag á sjúkraflutninga. „Mikilvægi, hlutverk og áskoranir í utanspítalaþjónustu hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár. Íbúum er að fjölga um allt land og mun fleiri ferðamenn sækja landið heim,“ sagði Vilhjálmur. Talaði hann fyrir því að setja ætti á fót miðstöð utan- spítalaþjónustu til þess að halda ut- an um málaflokkinn og vinna að gæðamálum og samræmingu þjón- ustunnar um allt land. Einnig væri mikilvægt að taka í notkun sér- hæfða sjúkraþyrlu, sem mönnuð væri sérhæfðum lækni og bráða- tækni auk flugmanna líkt og í ná- grannalöndunum. Svandís tók undir það með Vil- hjálmi að ferðamenn hefðu aukið álag á sjúkraflutninga en sam- kvæmt upplýsingum frá Neyðarlín- unni voru um 4% sjúkraflutninga á árinu 2017 vegna erlendra ríkis- borgara, auk þess sem óljóst var með ríkisfang 5% til viðbótar þar sem þeir höfðu ekki fullnægjandi tíu stafa kennitölu. „Því er ljóst að um- talsverður hluti sjúkraflutninga kemur til vegna ferðamanna,“ sagði Svandís. Starfshópur mun á næst- unni skila til heilbrigðisráðherra skýrslu um mögulegan ávinning af rekstri sérhæfðrar sjúkraþyrlu og benti ráðherrann á að helst væri verið að horfa til styttri útkallstíma; að tryggja að slasaðir komist sem fyrst á sérhæft sjúkrahús og að sér- menntað starfsfólk komist sem hraðast til þeirra sem slasast. Aukið álag í sjúkraflutningum  Ferðamenn meðal ástæðna fyrir auknu álagi  10,7% af sjúkraflutningum árið 2017 voru erlendir ríkisborgarar  Starfshópur skoðar sérhæfða sjúkraþyrlu Svandís Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.