Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Nýr Landspítali við
Hringbraut
Jarðvinna meðferðarkjarna,
götur og veitur
Útboð nr. 20737
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir tilboðum í
verkið „Nýr Landspítali við Hringbraut–Jarðvinna
meðferðarkjarna, götur og veitur–Áfangi 1“.
Verkið er hluti af Hringbrautarverkefninu, nýjum
Landspítala við Hringbraut, í samræmi við lög nr.
64/2010 og felst meðal annars í:
• Upprifi á núverandi yfirborði gatna, göngustíga,
bílastæða og grænna svæða.
• Nýbyggingu gatna, bílastæða og gönguleiða,
ásamt lóðafrágangi.
• Allri jarðvinnu fyrir meðferðakjarna og
mögulegum bílakjallara austan meðferðarkjarna.
• Uppbyggingu tengiganga og stoðveggja.
• Gerð undirganga við Snorrabraut. (Samvinnu-
verkefni NLSH ohf. og Reykjavíkurborgar).
• Gerð bráðabirgðabílastæða.
• Allri vinnu við lagnir á svæðinu, þ.m.t. breytingum
á veitukerfum vegna vinnu við meðferðarkjarna.
Verkinu er skipt upp í nokkra áfanga. Áætlað
verkupphaf er við töku tilboðs. Upplýsingar um
verklok og áfangaskil er að finna í útboðsgögnum.
Útboðsgögn eru aðgengileg, á vef Ríkiskaupa.
Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, Borgartúni
7C, 105 Reykjavík, 6. júní 2018, kl. 10:00 að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR),
í samræmi við lög um skipan
opinberra framkvæmda nr. 84/2001,
er samstarfsaðili Nýs Landspítala ohf.
Tilkynningar
Kynningarfundur um skipulagsmál
Akraneshöfn og Grenjar hafnarsvæði
Almennur íbúafundur verður haldinn í bæjarþingsalnum,
þriðju hæð að Stillholti 16-18, miðvikudaginn 2. maí nk.
og hefst hann kl. 18:00. Kynntar verða breytingar á aðal-
og deiliskipulagi eftirfarandi svæða:
Akraneshöfn - aðalhafnargarður
Fyrirhuguð breyting felst m.a. í nýjum hafnarbakka með
220 m viðlegu, þ.e. 90 m lenging á núverandi bakka.
Brimvarnargarður er lengdur um 60 m. Öldudeyfing milli
Aðalhafnargarðs og Bátabryggju lagfærð og bætt.
Grenjar hafnarsvæði
Fyrirhuguð breyting felst m.a. í stækkun landfyllingar um
12-13.000 m2 til norðausturs út í Krókalón. Breytingin er
til að stækka lóðina Bakkatún 30 svo mögulegt verði að
heimila þar stækkun á iðnaðarbyggingu um 4000 m2.
Allir velkomnir - heitt á könnunni!
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Verkefnislýsing fyrir tillögu að
breytingu á Aðalskipulagi
Fljótsdalshéraðs 2008–2028
Kröflulína 3 er fyrirhuguð frá tengivirki við Kröflu-
virkjun í Skútustaðahreppi að tengivirki við Fljóts-
dalsstöð í Fljótsdalshreppi. Í gildandi Aðalskipulagi
Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir línunni
og að hún liggi meðfram Kröflulínu 2, sem þegar er
risin. Innan Fljótsdalshéraðs liggur línan frá vestari
staðarmörkum sveitarfélagsins í Jökulsá á Fjöllum
við Núpaskot að staðarmörkum Fljótsdalshrepps
á Klausturselsheiði. Landsnet lagði í júlí 2017 fram
umhverfisskýrslu í samræmi við lög um mat á um-
hverfisáhrifum nr. 106/2000. Þar kemur fram að sá
kostur sem Landsnet telur nú heppilegastan, víkur
frá línuleiðinni í aðalskipulaginu á 10 km kafla innan
Fljótsdalshéraðs.
Auk framangreinds mats á umhverfisáhrifum liggur
fyrir álit Skipulagsstofnunar dagsett 6. desember
2017 (nr. 201409068).
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hyggst verða við ósk-
um Landsnets um að leggja fram tillögu að breyttu
aðalskipulagi þar sem gert sé ráð fyrir línuleið
skv. aðalvalkosti á 10 km kafla frá Núpaskoti að
Sauðahnjúk.
Tilgangur Kröflulínu 3 er að bæta raforkukerfi land-
sins, tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður-
og Austurlandi með betri samtengingu þessara
landshluta, auka flutningsgetu, öryggi raforkuaf-
hendingar og gæði raforku.
Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er
grein fyrir ofangreindri breytingu á aðalskipulaginu
og umhverfismati hennar og er lýsingin aðgengileg
á vef sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is. Íbúar
og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér
efni hennar og koma á framfæri ábendingum. Óskað
er eftir því að ábendingar komi fram fyrir 10. maí
2018. Ábendingar má senda til skipulagsfulltrúa í
tölvupósti á netfangið gunnlaugur@egilsstadir.is eða
í bréfi til bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.
Kynning lýsingarinnar og tillögu að breyttu skipulagi,
þ.m.t. þessi auglýsing, er skv. 30. grein skipulags-
laga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat
áætlana nr. 105/2006.
f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs,
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og gönguhópurinn leggur af stað
kl. 10.50. Myndlist kl. 13 og bókmenntaklúbburinn mætir í hús kl. 13.15
og kaffið á sínum stað kl. 14.30, allir velkomnir í brauð og kökur.
Árskógar Smíðastofan er lokuð. Leikfimi með Maríu kl. 9. Helgistund
Seljakirkju kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.
Myndlist með Elsu kl. 13-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Vítamín í Valsheimilinu kl. 9.30-11.30. Bókband kl. 13-16. Bóka-
bíllinn kemur kl. 14.30. Söngstund með Gylfa kl. 13.30, allir hjartan-
lega velkomnir. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Söngstund með Sigrúnu kl. 14.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 9. Vítamín í
Valsheimilinu kl. 9.30. Postulínsmálun kl. 13. Kaffiveitingar kl.14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Handavinna kl. 9-12, bókband kl. 9-13,
Vítamín í Valsheimilinu, rúta leggur af stað kl. 9.45, kvikmyndasýning
kl. 12.5-14.30, frjáls spilamennska kl. 13-16, handavinnuhópur kl.
13.30-16. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til okkar í
dag, síminn er 411-9450.
Furugerði 1 Vinnustofa og útskurður allan daginn. Framhaldssögu-
lestur kl. 10 og sitjandi leikfimi kl. 11. Klukkan 13 er spiluð vist og/eða
brids og farið í göngu. Botsía er á sínum stað kl. 14.
Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Qi gong Sjá-
landi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11.
Karlaleikfimi í Sjálandi kl. 11. Stólaleikfimi í Sjálandi kl. 11.50. Botsía í
Sjálandi kl. 12.10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Saumanám í
Jónshúsi kl. 13, vöfflukaffi í Jónshúsi. Barnakór leikskólans Hæðar-
bóls syngur í Jónshúsi kl. 14.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Leikfimi Maríu kl. 10-
10.45. Perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl. 13-16. Myndlist kl. 13-16.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bók-
band, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 14 Gjábakkagleðin (sam-
söngur við undirspil), kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10
myndlist.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-14. Jóga kl. 10.10-11.10. Hádegismatur kl. 11.30.
Ættir og örnefni kl. 13, spjallhópur sem ræðir ættir og æskuslóðir,
allir velkomnir að vera með. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá
kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10, hádegismatur kl. 11.30.
Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Hársnyrting 517-3005, kem
einnig heim ef þess er óskað.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, morgunandakt kl. 9.30. steinamálun með Júllu komið í sumar-
frí, leikfimin með Guðnýju kl. 10, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl.
9-16, Selmuhópur kl. 13, sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30, síðdegis-
kaffi kl. 14.30, línudans með Ingu kl. 15-16, nánari upplýsingar í
Hæðargarði eða í síma 411-2790. Allir velkomnir með óháð aldri.
Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í dag, leikfimi í Egilshöll kl. 11, skák-
hópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl.
13 í dag og botsía kl. 16 í dag í Borgum.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi
kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30- 11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjall-
tækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-15.30. Botsía kl. 13.15 á sléttum vikum. Allir eru hjart-
anlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma
568-2586.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Bókband Skóla-
braut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga
salnum Skólabraut kl. 11. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Auka-
spiladagur í dag, félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í
safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. (Ath. fyrirhuguðu grillkvöldi sem
vera átti í kvöld er frestað um ókveðinn tíma)
Stangarhylur 4 Zumba kl. 10.30, umsjón Tanya. Bókmenntahópur,
umsjón Jónína Guðmundsdóttir kl. 14. Þá kemur höfundur bókanna,
Vilborg Davíðsdóttir, í heimsókn, segir frá þríleik sínum um Auði
djúpúðgu og sýnir myndir frá sögustöðum, allir velkomnir. Tónleikar
Grensáskirkju föstudag 27. apríl kl. 17, Kór Félags eldri borgara og
Karlakórinn Kátir karlar, stjórnandi Gylfi Gunnarsson.
Tilboð/Útboð
Tilboð/Útboð
Raðauglýsingar 569 1100
Skútustaðahreppur
Tillaga að deiliskipulagi vegna fyrir-
hugaðrar smávirkjunar við Drekagil.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 25. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi smávirkjunar við
Drekagil í Skútustaðahreppi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
Neyðarlínan ohf áformar að koma upp smávirkjun í ána sem rennur úr Drekagili í þeim tilgangi að rafvæða
fjarskiptastöð fyrirtækisins á Vaðöldu. Gert er ráð fyrir að sumarrennsli dugi fyrir um 30 kW orkuframleiðslu, og
áætlað vetrarrennsli fyrir um 10 kW. Áætlað er að fjarskiptastöðin muni nota um 5 kW, og umframorka yrði nýtt til
að halda varma á skálunum í Dreka. Fyrirhuguð fallpípa frá inntaki yrði um 300 m að lengd og 0,5 m í þvermál
og er hún niðurgrafin alla leið, norðan árinnar, að um 8 m² stöðvarhúsi sem staðsett yrði um 600 m suðaustan
við skálana. Gert er ráð fyrir að leggja um 10 km langan jarðstreng frá fyrirhugaðri virkjun að fjarskiptastöðinni á
Vaðöldu. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla sem er unnin skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni
frá og með fimmtudeginum 26. apríl til og með fimmtudeginum 7. júní 2018. Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar
á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst á forsíðu).
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 7. júní 2018. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna
að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests. Skila skal athugasemdum
skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@
thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps.