Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 28
Starfshópur fer yfir lögin
um Byggðastofnun
Ráðherra samgöngu- og sveitar-
stjórnarmála sagði frá því á ársfundi
Byggðastofnunar sem haldinn var á
Hótel Laugarbakka í Miðfirði í gær
að hann hefði í hyggju að skipa
starfshóp til að meta þörf fyrir end-
urskoðun laga um Byggðastofnun.
Lögin eru að verða tvítug og kvaðst
Sigurður Ingi Jóhannsson telja eðli-
legt að lagaumhverfið væri yfirfarið
reglulega og tryggt að það styddi á
hverjum tíma við hlutverk og gildi
stofnunarinnar.
Á fundinum var kynnt byggða-
áætlun 2018-2024 sem er til umfjöll-
unar á Alþingi, sagt frá niðurstöðum
úr þjónustukönnun og kynnt var fyr-
irhuguð rannsókn á orsökum bú-
ferlaflutninga. Síðastnefnda rann-
sóknin er þriggja ára verkefni, unnin
undir forystu Þórodds Bjarnasonar,
prófessors við HA.
Ráðherra tilkynnti skipan stjórn-
ar Byggðastofnunar. Illugi Gunnars-
son, fv. alþingismaður, verður áfram
formaður og Einar E. Einarsson,
bóndi á Syðra-Skörðugili, er varafor-
maður. helgi@mbl.is
Illugi Gunnarsson áfram formaður stjórnar stofnunarinnar
Ljósmynd/Hjalti Árnason
Landstólpinn Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, afhenti
fulltrúum Sköpunarmiðstöðvar á Stöðvarfirði samfélagsviðurkenningu.
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Árni Johnsen, blaðamaður og fyrr-
verandi alþingismaður, hefur gefið út
þrjú verk með tónlist sinni og ann-
arra í ýmsum búningi. Það er fáheyrt
að einn og sami listamaður sendi frá
sér sjö geisladiska á einu bretti, eins
og Árni gerir nú.
Þrír ólíkir pakkar
Fyrst er að nefna Sólarsvítuna,
sem er pakki með þremur DVD-
diskum. Þar er íslenska Sólarsvítan í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar Úkra-
ínu, undir stjórn Volodymyr Sirenko.
Lögin eru eftir Árna við ljóð ýmissa
skálda. Í Grísku sólarsvítunni leikur
Grikkinn Panagiotis Stergiou einleik
á bousouki með úkraínsku sinfón-
íuhljómsveitinni. Ed Welch útsetti. Á
þriðja DVD-diskinum syngur Karla-
kórinn Þrestir Sólarsvítuna og Odd-
geirssyrpu.
Bara gaman inniheldur tvo geisla-
diska með 110 helstu barna- og
æskulýðslögum síðustu 50 ára. Flytj-
endur eru Árni og Stúlknakór
Reykjavíkur. Vilhjálmur Guðjónsson
stjórnaði upptökunni og lék á gítar,
Ingólfur Magnússon lék á kontra-
bassa og gestasöngvari var Gylfi Sig-
fússon.
Við gluggann inniheldur tvo
geisladiska sem geyma upptöku frá
70 ára afmælistónleikum Árna í Saln-
um. Hann syngur og leikur á gítar og
með honum spila Björn Thoroddsen,
gítar, Magnús Kjartansson, píanó,
Birgir Nielsen, trommur, Ingólfur
Magnússon, kontrabassi og Úlfar
Sigmarsson, harmonikka.
Ötull laga- og textasmiður
„Ég hef unnið lengi að þessum
verkefnum. Svo var þetta tilbúið á
svipuðum tíma. Þá var þessu öllu
slegið saman í eina brók,“ sagði Árni.
Hann sagði að plöturnar hafi verið
2-3 ár í smíðum.
Árni fór ungur að semja lög og
texta. Hann samdi m.a. lög við ljóð
margra höfuðskálda þjóðarinnar.
Fyrsta hljómplatan hans, Milli lands
og Eyja, kom út árið 1971. Svo fylgdu
margar í kjölfarið.
Gítarinn hefur aldrei verið langt
undan þar sem Árni er. Meðan hann
stundaði kennslu var lagið oft tekið í
kennslustofunni. Á blaðamennsku-
og þingmannsárunum söng Árni á
ótal stærri og smærri mannamótum.
Auk þess stjórnaði hann stærsta kór
Íslands við gítarundirleik í brekku-
söngnum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja
ár eftir ár.
Í pakkann vantar Stórhöfðasvít-
una, sem einnig inniheldur lög Árna.
Hann kvaðst hafa dálæti á henni. Nú
gengur Stórhöfðasvítan í endurnýjun
lífdaga suður í Grikklandi þar sem
grískur bouzouki-leikari spilar með
hljóðritun af flutningi Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands á Stórhöfða-
svítunni. Von er á þeirri útgáfu fyrir
haustið.
En hvers vegna bouzouki, sem
kalla má þjóðarhljóðfæri Grikkja?
„Ég er hálfur Grikki,“ svaraði
Árni. „Grikkjunum leist ekkert á
þetta fyrst því þar er aldrei spilað á
bouzouki með sinfóníuhljómsveitum.
Svo urðu þeir himinlifandi og skildu
ekkert í því hvers vegna þeim hefði
ekki dottið þetta í hug! Það þurfti
grískan Eyjapeyja til að gera þetta.
Þegar Grikkirnir heyrðu lögin þótt-
ust þeir kenna í þeim grískan und-
irtón. Bouzouki-leikarinn og upptök-
umaðurinn sögðu að það væri eins og
þessi lög væru samin fyrir bouzuouki
og bouzouki smíðað fyrir þessi lög!“
Eyjapeyinn sem kom
Grikkjum á lagið
Árni Johnsen gefur út 3 mynddiska og 4 hljóðdiska
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason
Söngvaskáld Árni Johnsen hefur samið fjölda laga og texta og gefið sumt
af því út á plötum. Hér er lifir hann sig inn í sönginn í hljóðveri í Grikklandi.
Sólarsvítan Þrír mynddiskar með
töfrandi myndefni og tónlist.
Við gluggann Upptaka frá 70 ára
afmælistónleikum Árna Johnsen.
Bara gaman Tvöfaldur hljóðdiskur
með 110 vinsælum barnalögum.
Alls hafa 670 manns frá 60 löndum
víðsvegar um heiminn útskrifast frá
Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna. 24 nemendur til viðbótar
eru nýlega mættir til landsins eða á
leiðinni til náms í ár.
Skólinn fagnar 40 ára afmæli ár, en
hann var stofnaður í desember 1978
og árið eftir komu fyrstu tveir nem-
endur skólans til náms á Íslandi í
jarðhitafræðum. Af því tilefni verður
haldin afmælishátíð í Hörpu í dag,
fimmtudag, og fer hún fram í
tengslum við Jarðhitaráðstefnuna
IGC 2018. Í dag verða tvær fyrir-
lestraraðir um starfsemi Jarðhita-
skólans í Rimasal Hörpu, og hefst
dagskráin kl. 8:45 með ávarpi Þórdís-
ar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráð-
herra atvinnuvega og nýsköpunar.
Síðan flytja starfsmenn skólans
kynningar um starfsemi hans í fortíð
og nútíð og stöðu hans til framtíðar.
Áhrif í þróunarlöndum
Einnig verða flutt nokkur erindi
um áhrif Jarðhitaskólans á þróun
jarðhitanýtingar hjá nokkrum af
helstu samstarfsaðilum í þróunar-
löndunum. Þau eru flutt af fimm er-
lendum heiðursgestum, fyrrverandi
nemendum skólans, sem nú eru í for-
ystuhlutverki í jarðhitamálum í
heimalandi sínu og koma sérstaklega
til Íslands vegna þessa viðburðar.
Seinni fyrirlestraröðin er níu stutt-
ar kynningar meistara- og doktors-
styrkþega á rannsóknarverkefnum í
jarðhitavísindum eða -verkfræði, sem
unnin eru við Háskóla Íslands og Há-
skólann í Reykjavík.
Á afmælishátíðinni verður einnig
undirritaður samningur milli Jarð-
hitaskólans og jarðhitafyrirtækisins
LaGeo (sem er hluti af CEL – lands-
virkjun El Salvador) um áframhald-
andi samstarf vegna diplómanáms í
jarðhitafræðum á spænsku fyrir
Rómönsku Ameríku, sem haldið hef-
ur verið síðustu ár við Háskóla El
Salvador. Þá liggja fyrir drög að vilja-
yfirlýsingu um áframhaldandi sam-
starf við KenGen og GDC, tvö helstu
jarðhitafyrirtæki Kenía.
Fertugasta starfsár Jarðhitaskól-
ans hófst með skólasetningu 17. apríl.
Skólinn býður upp á sex mánaða
þjálfun fyrir starfsfólk í jarðhitageir-
anum í þróunarlöndum auk styrkja
sem hann veitir til meistara- og dokt-
orsnáms við HÍ og HR og árlegs
námskeiðahalds í þróunarlöndunum
fyrir jarðhitafólk.
Þeir 24 nemendur sem hófu nám
við JHS í ár koma frá 14 löndum. Í ár
komu nemarnir frá: Bólivíu (2), Djí-
bútí (1), Ekvador (1), El Salvador (1),
Eþíópíu (2), Filippseyjum (1), Ind-
landi (1), Indónesíu (3), Kenía (5),
Kína (2), Nevis (1), Sankti Lúsíu (1),
Tansaníu (2), og Sambíu (1). Þetta er í
fyrsta skipti sem nemandi frá Sankti
Lúsíu hefur nám hjá skólanum.
Flestir frá Afríku og Asíu
Nemendur skólans til þessa hafa
skipst á heimshluta þannig að frá
Afríku hafa komið 39%, Asíu 35%,
Rómönsku Ameríku og Karíbahafs-
eyjum 14%, Austur- og Mið-Evrópu
11% og 1% frá Eyjaálfu.
Hlutur kvenna eykst stöðugt og er
það markviss stefna JHS að ýta undir
þá þróun. aij@mbl.is
670 nemendur
frá 60 löndum
Tveir skólastjórar
» Lúðvík Georgsson hefur ver-
ið skólastjóri Jarðhitaskólans
frá árinu 2013.
» Ingvar Birgir Friðleifsson var
fyrsti skólastjóri JHS og leiddi
starfið til ársins 2013.
» Fjárveitingar til Jarðhita-
skólans eru hluti af framlagi Ís-
lands til þróunaraðstoðar.
40 ára afmæli Jarðhitaskólans
Jarðhitaskólinn Nemendur við mælingar á koltvísýringi í jarðvegi.
2 1FYRIR
Yoyo ís
Kynntu þér Vinahópinn á olis.is