Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
✝ Stefán JörgenÁgústsson
fæddist í Reykjavík
24. mars 1977.
Hann lést á heimili
sínu 8. apríl 2018.
Foreldrar hans
eru Þorgerður
Nielsen f. 31. mars
1957 í Reykjavík,
dóttir hjónanna
Ragnheiðar Stef-
ánsdóttur, f. 27.
apríl 1930, og Ólafs Werner
Nielsen, f. 14. apríl 1928, og
Ágúst Böðvarsson f. 22. júní
1955 í Hafnarfirði, sonur
hjónanna Rögnu Hjördísar
Ágústsdóttur, f. 23. ágúst 1919,
d. 22. júlí 1997, og Böðvars B.
Sigurðssonar, f. 19. maí 1915, d.
22. júní 1996. Systkini Stefáns
Jörgens eru: 1) Ragna Hjördís, f.
21. janúar 1983, maki: Guðjón
Þór Sæmundsson, f. 20. maí
1983, börn: Ágúst Bent f. 25.
febrúar 2007, Davíð Smári, f. 25.
apríl 2008, Lilja Marie f. 11.
ágúst 2010, Árni Stefán, f. 27.
mars 2016. 2) Ólafur Böðvar, f.
14. mars 1984, maki: Ingibjörg
Ólafsdóttir, f. 20. janúar 1989,
börn: Daníel Myrkvi, f. 1. febr-
úar 2008, Matthías Werner, f. 17.
þeim sem þar unnu vinnu með
hár, hárgötun, mótavinnu, af-
steypugerð o.fl. Skrifarinn í
Sögusafninu er afsteypa af and-
liti Stefáns. Hann hannaði og
gerði handbrúðurnar Búbbana
fyrir Stöð 2 árið 2006. Einnig er
hann frumhönnuður Glanna
glæps í þáttunum um Latabæ ár-
ið 2003 og árið 1999 hannaði
hann, leikföng, sparibauka og
handbrúður fyrir Latabæ. Hann
starfaði hér og erlendis fyrir lít-
ið þekkta, landsþekkta sem
heimsfræga leikara, leikstjóra
og listamenn. Kvikmyndir: It
Hatched 2017. Austur 2014.
Eddan, tilnefning fyrir gervi
ársins 2012 í Algjör Sveppi og
töfraskápurinn. Algjör Sveppi
2014-2009. Eddan 2011 fyrir
gervi ársins í The Good Heart.
Djúpið 2011. The Wolfman 2009.
Reykjavík Rotterdam 2008. Köld
slóð, Mýrin, Flags of Our Fat-
hers, Letters from Iwo Jima,
The Last Winter 2006. A Little
Trip to Heaven 2005. Myrkra-
höfðinginn 1997. Sjónvarp: Búb-
barnir 2006. Leikhús: Sindri silf-
urfiskur 2009. Gosi 2007. Söfn:
Stefán var við vinnu og kennslu
á verkstæði Sögusafnsins 2001-
2003 í kynningarmyndbandi
safnsins. Stefán vann við á þriðja
tug kvikmynda frá 1990-2017
einnig vann hann fyrir leikhús,
söfn, sjónvarp o.m.fl.
Útför Stefáns fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 26. apríl
2018, klukkan 15.
mars 2010. 3) Óskar
Logi, f. 15. ágúst
1994 unnusta: Isa-
belle Bailey, f. 3.
ágúst 1998. Stefán
Jörgen vann við
tæknibrelluförðun.
Hann stundaði
hönnunarnám við
Iðnskólann í Hafn-
arfirði árin 1993-
1995. Þá lærði hann
og starfaði undir
handleiðslu förðunarlistamanns-
ins og Óskarsverðlaunahafans
Dick Smith og lauk prófi frá
bréfaskóla hans árið 1995. Stef-
án var að miklu leyti sjálfmennt-
aður en sótti og kenndi ótal nám-
skeið í listinni hér heima. Þá
sótti hann einnig námskeið og
sýningar í Englandi, þar lærði
hann m.a. hárkollugerð, hár-
vinnu og hárgötun sem hann
þróaði áfram. Stefán vann í Pi-
newood Studios árið 2009 við
myndina The Wolfman í hár-
vinnuhópi Rick Baker, sem fékk
Óskarinn 2010 fyrir besta árang-
ur í förðun í sömu mynd. Sögu-
safnið prýða verk Stefáns að
stórum hluta, hann vann á byrj-
unarstigi safnsins í Garðabæ ár-
in 2001-2003, þar kenndi hann
Elsku Stebbi minn, frumburð-
urinn. Það má segja að hann hafi
verið stútfullur af hæfileikum
strax frá blautu barnsbeini. Með
mikla breidd í öllu sem sneri að
listum og líkamlegu atgervi. Þar
sem ég hneigðist til íþrótta, sér-
staklega frjálsra íþrótta, reyndi
ég að örva hann í að fara að æfa
frjálsar.
Áhugann skorti til þess, en ég
var búinn að koma auga á hann
sem gífurlegt efni í spretthlaup-
ara. Seinna meir, um tvítugt,
hlupum við saman um 10 km
Reykjavíkurmaraþoni, hann
skildi við mig eftir sirka fjóra
kílómetra, honum fannst ég fara
of hægt fyrir hann. Stuttu seinna
hlupum við saman frá Sveinshúsi
í Krísuvík og í Suðurbæjarlaug-
ina í Hafnarfirði, sirka 23 km. Ári
seinna gengum við saman Fimm-
vörðuhálsinn á u.þ.b. níu tímum.
Þess ber að geta að þetta gerði
hann allt saman með mér án mik-
ils undirbúnings.
Fjölmargir ættingjar aðstoð-
uðu Stefán og vil ég sérstaklega
þakka afa og ömmu í Hjalla-
brekku fyrir að leyfa honum að
búa í kjallaraíbúðinni hjá sér,
Ólafi móðurbróður fyrir að taka
Stefán með á hverju ári í fugla-
rannsóknir, Sólveigu frænku fyr-
ir að kynna honum Hugarafl og
að lokum Guðrúnu móðursystur
sem studdi hann í listinni og
keyrði um sveitir Englands til að
sækja námskeið, hitta listamenn,
fara á sýningar og fleira.
Ég minnist hans sem indæls,
góðs og vandaðs drengs og
manns. Stefán tók öllu af æðru-
leysi, komst auðveldlega af án
þess að elda grátt silfur við aðra,
aldrei heyrði ég hann baktala
aðra manneskju; hann fann það
góða í öllum og talaði aldrei um
lesti í öðrum. Ég vil trúa því að
hann hafi það betra á nýjum stað.
Þín er sárt saknað, elsku góði
drengurinn minn. Kveðja frá
pabba.
Ágúst Böðvarsson.
Hann Stefán minn var engum
líkur. Hann var kátur krakki,
listrænn, þægilegt barn,
skemmtilegur og uppátækjasam-
ur. Hann var alltaf að smíða,
leira, teikna, gera brúður, sár eða
eitthvað sem honum þótti
skemmtilegt. Mér fannst kannski
ekki eins gaman að þrífa eftir
hann en ég kvartaði svo sem
ekki, var svo stolt af því hversu
flinkur hann var. Við ferðuðumst
víða, fórum oft í bíltúra á Trab-
antinum okkar og Stebbi hafði
alltaf áhyggjur að það væri ekki
nóg bensín.
Fimm ára byrjaði hann í
Ísaksskóla, Herdís Egilsdóttir
kennari kenndi honum og fékk
hann til að leika og syngja í söng-
leik. Hún sagði að hann syngi svo
vel, eins og lævirki. Sjö ára gerði
hann fyrstu gervin sín, hann
útbjó sár á sjálfum sér og bank-
aði upp á hjá nágrönnum okkar
og bað um plástur, fólki var
brugðið. Sem barn sóttist Stefán
eftir því að gista hjá ömmu og afa
í Kópavogi. Ólafur afi Stefáns var
duglegur að kenna honum að
smíða, og unnu þeir oft saman í
bílskúrnum.
Stefán greindist með MS-sjúk-
dóminn um tvítugt og erfiðan
geðsjúkdóm upp úr því en hann
átti góða tíma inni á milli. Frá
árinu 1990 starfaði hann við
tæknibrelluförðun og vann við
kvikmyndir, leikhús, sjónvarp
o.m.fl. Hann lagði ævinlega mikla
áherslu á alla undirbúningsvinnu
fyrir verkefnin sem hann innti af
hendi, til að mynda var hann við-
staddur hjartaskurðaðgerð fyrir
kvikmyndina The Good Heart ár-
ið 2011. Stefán vor flottur tenór
og fyrir nokkrum árum söng
hann með Háskólakórnum.
Einnig stundaði hann söng- og
píanónám.
Hann sótti Hugarafl í fimm ár
og fékk mikinn stuðning þar.
Auður Axelsdóttir, forstöðu-
maður Hugarafls, hitti Stefán
reglulega og hjálpaði honum að
setja sér markmið sem hann
reyndi að fara eftir. Eiríkur Guð-
mundsson, verkefnisstjóri
Hugarafls, hvatti Stefán til að
hanna jólakort fyrir Hugarafl og
studdi hann til að halda mynd-
listarsýningu á tölvugerðum leir-
skúlptúrum haustið 2017. Þetta
gaf Stefáni mikið og vil ég þakka
Hugarafli fyrir þennan góða
stuðning og þeim fjölmörgu vin-
um og ættingjum sem hafa stutt
hann í gegnum árin.
Sjáumst síðar, elsku drengur-
inn minn. Kveðja frá mömmu.
Þorgerður Nielsen.
Elsku stóri bróðir okkar, við
þökkum þér fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman. Þú
varst okkur alltaf svo góður,
hjartahreinni mann er ekki hægt
að finna og það er svo rosalega
sárt að kveðja þig. Nú þegar við
sitjum hér saman og minnumst
þín finnum við enn meira fyrir
því hversu stórt skarð þú skilur
eftir þig. Eftirminnileg eru síð-
ustu jól sem við áttum öll saman,
þegar þú komst með þá frábæru
hugmynd að við myndum syngja
nokkur lög fyrir fjölskyldu okkar
á aðfangadag. Við hittumst
heima hjá þér til að æfa okkur og
heilluðumst við af þinni frábæru
söngrödd. Þú söngst til dæmis
fyrir okkur Blue Christmas og
gafst Elvis Presley ekkert eftir.
Þú varst alltaf mikill tónlistar-
unnandi og hafðir mikil áhrif á
tónlistarsmekk okkar, sem væri
mun einhæfari án þinnar áhrifa.
Merking þess að vera alæta á
tónlist hafði bókstaflega merk-
ingu í þínu tilfelli, minnumst við
þess að þú hlustaðir á allt frá
klassískri tónlist yfir í Britney
Spears og þaðan í eitthvað sem
hljómaði eins og hvalahljóð.
Við minnumst þín sem mikils
húmorista og einstaklega góð-
hjartaðs snillings sem sá alltaf
það góða í fólki.
Þú varst alltaf samkvæmur
sjálfum þér og fylgdir þínum eig-
in straumum í t.d. tónlist, fatastíl,
starfsvali og lífssýn. Þú varst
brautryðjandi í þínu fagi, tækni-
brelluförðun, á Íslandi.
Varstu okkur góð fyrirmynd,
þú kenndir okkur margt sem hef-
ur gert okkur að betri manneskj-
um og erum við þér ævinlega
þakklát.
Við elskum þig og munum
ávallt sakna þín.
Þín systkini
Ragna Hjördís og
Ólafur Böðvar.
Elsku bróðir minn, síðustu
þrjár vikur hafa verið mjög erf-
iðar og óraunverulegar. Það er
svo erfitt að kveðja þig.
Ég hef alltaf verið svo stoltur
að eiga þig sem bróður, þú varst
alltaf svo góður við mig.
Hæfileikaríkari og góðhjart-
aðri mann er erfitt að finna, þú
varst svo einstakur.
Þú vildir öllum vel, talaðir
aldrei illa um neinn og öllum lík-
aði við þig.
Þú varst heimsklassa lista-
maður, frábær kokkur, æðislegur
söngvari og ein indælasta mann-
eskja sem ég hef kynnst.
Þú hafðir svo frábæran húmor,
þú gladdir alla með þínu fallega
brosi og nærveru.
Þú varst alltaf fyrirmyndin
mín, þú hélst alltaf þínu striki og
varst alltaf samkvæmur sjálfum
þér.
Þú náðir alltaf að láta fólk
skellihlæja, það fannst mér svo
æðislegt og langaði mig að vera
eins og þú.
Einnig smitaðir þú mig með
ást þinni fyrir vínylplötum, þú
gafst mér margar plötur og hafði
það mjög mótandi áhrif á mig.
Þú hjálpaðir mér og hljóm-
sveitinni minni mikið í gegnum
árin, gerðir umslagið fyrir fyrstu
plötuna okkar og tókst myndir af
okkur margoft í gegnum árin.
Þú varst líka algjör prakkari.
Ein fyndnasta minning sem ég
á af þér var þegar þú kallaðir á
mig að koma fram, ég hef verið
svona sjö ára og þú hélst á plast-
poka frá Nexus og þú tilkynntir
mér að þú værir með gjöf fyrir
mig. Ég man hvað ég varð glaður
og spenntur, ég hljóp til þín, tók
pokann og leit ofan í. Þar blasti
við mér pakki af kjötfarsi. Ég
gjörsamlega missti andlitið og
var svo svekktur. Þú spurðir mig
hvort ég væri ekki ánægður en
ég átti bara ekki orð. Svo réttirðu
mér Star Wars-fígúruna sem þú
hafðir keypt fyrir mig. Yndis-
legur.
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og að
hafa átt svona yndislegan bróður.
Ég elska þig af öllu hjarta,
elsku bróðir minn, ég mun aldrei
gleyma þér.
Lífið er ekki alltaf auðvelt en
ég ætla að njóta lífsins extra mik-
ið fyrir þig og hugsa um alla góðu
tímana okkar saman.
Ég mun alltaf sakna þín.
Þinn bróðir
Óskar Logi Ágústsson.
Nú hnígur sól að sævarbarmi,
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi,
blundar þögul fuglahjörð.
Í hljóðrar nætur ástarörmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson)
Hinsta kveðja frá ömmu og afa
Hjallabrekku.
Ólafur Werner Nielsen
og Ragnheiður
Stefánsdóttir.
Elskulegur systursonur minn,
Stefán Jörgen, er fallinn frá. Á
miðjum degi er ævisól hans hnig-
in til viðar. Systir mín og mágur
hafa misst frumburð sinn og ást-
vinir hans allir trega góðan
dreng. Það er harmur í okkar
ranni.
Leiðir mínar og Stefáns hafa
legið saman í liðlega fjörutíu ár.
Ég minnist glóbjarts hnokka,
glaðlegs drengs með auðugt
ímyndunarafl og augljósa hæfi-
leika til að teikna og skapa og
búa til. Ég man eftir glaðbeittum
fallegum ungum manni sem lífið
brosti við. Hversdags var hann
hægur og rólegur, óáleitinn og
vildi öllum vel, og þeir eðlisþættir
einkenndu hann ævina á enda.
Sköpunarþörf Stefáns fann far-
veg sinn við gerð leikbrúða, leik-
gerva og líkana fyrir kvikmyndir
og leikhús. Hér blómstraði hann
og við hin fengum að njóta.
Fyrir um tíu árum greindist
frændi minn með geðsjúkdóm,
greiningin var geðklofi. Þetta er
sjúkdómur sem er illbærilegur
þeim sem við hann býr. Lækning
við geðklofa virðist vera torsótt
og oft eru aukaverkanir þeirra
lyfja sem beitt er litlu skárri en
sjúkdómurinn sem þeim er ætlað
að ráða við. Það skiptust á skin
og skúrir í lífi Stefáns eftir að
veikin tók að herja á hann, þegar
vel viðraði vann hann að sínu og
náði sér á flug en síðan komu
raddirnar aftur og þá varð leiðin
torfarin. Nú í byrjun vors var
gatan á enda gengin. Stefán er
ekki lengur með okkur, hann batt
enda á líf sitt, þráðurinn er slit-
inn og verður ekki hnýttur aftur,
sannanlega grimm örlög. Þetta
var ákvörðun Stefáns, við fáum
þar engu um breytt og verðum að
virða hana, en eftir sitjum við
ástvinir hans hnípnir og með
sorg í hjarta. Undanfarin árin
höfum við frændurnir farið í ferð-
ir að vorlagi um Suðvestur- og
Suðurland, en hann var mér til
aðstoðar við árvissar rannsóknir
á rjúpum. Þessar ferðir gerðu
okkur gott og báðir höfðu gaman
af, það var spjallað og spaugað og
dáðst að sköpunarverki móður
náttúru. Þegar ég nú á vordögum
fer um þær sömu slóðir og leita
rjúpna sakna ég vinar í stað. Ég
kveð Stefán frænda minn af ást
og virðingu. Farðu í friði, kæri
frændi, farðu í friði. Blessuð sé
minning Stefáns Jörgens Ágústs-
sonar.
Ólafur Karl Nielsen.
Þegar sumarið kom vissum við
bræðurnir að við værum að fara í
heimsókn til Íslands. Þá var ekk-
ert meira spennandi í okkar huga
en heimsókn til Stebba frænda.
Við veltum mikið fyrir okkur
hvað hann hefði verið að bralla
síðan við sáum hann síðast og
hvaða undraverur hann myndi
sýna okkur. Hjá Stebba var allt
mögulegt. Við vissum að þar yrði
tekið vel á móti okkur og að stutt
væri í hlátur, skemmtilegar sög-
ur og ævintýralega hluti sem við
myndum hvergi fá að sjá annars
staðar. Þar voru skrímsli, geim-
verur og víkingar. Tröll, drekar
og varúlfar. Þetta voru
ógleymanlegir og töfrandi tímar.
Ég vil þakka fyrir allar sam-
verustundirnar sem við áttum
sem börn. Þær minningar eru
mér dýrmætar og við bræðurnir
getum alltaf horft til baka á þær
stundir sem við áttum með þér á
Íslandi eða þú hjá okkur í Eng-
landi og glaðst. Því þessar stund-
ir eru með okkar dýrmætustu
æskuminningum.
Það var svo gaman að sjá þig í
afmæli Elísabetar dóttur minnar.
Ég hefði óskað þess að hún og
bróðir hennar hefðu fengið að
kynnast þér.
Hvíldu í friði, elsku frændi. Þú
varst hjartahlýr og hæfileika-
ríkur með eindæmum.
Davíð Vilmundarson.
Sorgarfrétt berst. Stefán
Jörgen látinn. Minningarnar
hrúgast upp, Stefán Jörgen
skírður, afmælin, Stebbi í Stund-
inni okkar, þá sex ára, svo ynd-
islegt atriði sem horft var á aftur
og aftur.
Stefán var mikill snillingur í
höndunum og aðeins sex ára
byrjaði hann að skapa sín fyrstu
verk. Alls konar furðuverur og
ótrúlegustu hlutir. Síðan líða árin
og Stefán Jörgen varð svo
sannarlega listamaður á heims-
mælikvarða á sínu sviði.
Þegar Stefán var tvítugur
greindist hann með MS og fékk
lyf sem voru honum erfið, en
hann hélt alltaf áfram að skapa.
Eins hafði hann unun af því að
kenna öðrum list sína. Fyrir 11
árum kom svo annað reiðarslag
þegar hann greindist með geð-
sjúkdóm sem erfitt er að ráða
við. En hann barðist áfram og
þráði að finna hjálp/lækningu. Í
gegnum Hugarafl, og þá sérstak-
lega Auði og Eirík, fékk Stefán
einstaklega góðan stuðning og
ómetanlega vináttu.
Stefán átti mikið af traustum
og góðum vinum og hann var
mjög stoltur þegar einn þeirra
gerði hann að guðföður, og ekki
minnkaði gleðin þegar hann
sagði okkur að Ragna Hjördís,
systir hans, hefði skírt son sinn
Árna Stefán, þannig að hann
ætti orðið nafna.
Stefán Jörgen var glaður og
kátur að eðlisfari, mikill grallari
og einhver sú hreinasta sál sem
ég hef kynnst. Hann vildi öllum
vel og talaði aldrei illa um nokk-
urn mann.
Yndislegi Stebbi minn, þegar
ég leggst á koddann á kvöldin,
legg augun aftur smástund, og
þá sé ég þig alltaf baðaðan í ljós-
inu fallega, svo brosandi og glað-
an. Því veit ég að nú líður þér vel
og ert laus úr veikinda viðjum,
og vel hefur verið tekið á móti
þér af þeim ástvinum sem á und-
an eru farnir.
Elsku frændi minn, mér þótti
svo óendanlega vænt um þig.
Við kveðjumst nú um stund, en
ég veit að þegar minn tími kem-
ur, þá kemur þú á móti mér, með
þitt fallega bros og útbreiddan
faðm og leiðir gömlu frænku inn
í ljósið og sýnir mér nýjan æv-
intýraheim sem bíður okkar í
Sumarlandinu. Ég mun halda
áfram að biðja fyrir þér, eins og
ég hef gert, ásamt öðrum ástvin-
um.
Hvíl í friði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Togga, Gústi, Óli bróð-
ir, Ragna mín, Ragna Hjördís,
Óli Böðvar, Óskar Logi og fjöl-
skyldur.
Þið eigið alla mína samúð og
hugur minn er hjá ykkur alla
daga.
Sofðu rótt, elsku Stebbi minn.
Þín afasystir, Lilla,
Helga Nielsen.
Elskulegi Stebbi frændi
minn.
Svo ótrúlega klár, og ef ég
ætti að lýsa honum fyrir ein-
hverjum þá væri það alltaf, að
hann er svo góður strákur. Allt-
af með einlægan áhuga á því
sem hann spurði um. Jafn ein-
lægur í svörum ef spurður og
alltaf jákvæður.
Ég tilheyri kynslóð mömmu
hans Stebba, en þar sem
mamma mín er yngst, og ég er
yngst, þá var ég á sama aldri og
barnabörn systkina mömmu.
Þar af leiðandi voru það Stebbi
Jörgen og Óli Hrafn frændur
mínir sem ég lék mér með þegar
við vorum börn. Svo þegar ég
fór að passa yngri frændur okk-
ar sem bjuggu í Hjallabrekk-
unni, þá var hann Stebbi frændi
alltaf með mér.
Við fórum í langa göngutúra,
við ræddum allt milli himins og
jarðar og hann hræddi stundum
úr mér líftóruna með sköpunar-
verkunum sínum. Ég skrifaði
sögur og las fyrir frændur mína,
og Stebbi hrósaði mér – því
Stebbi hrósaði alltaf.
Svo leið tíminn og fólk fór
hvert sína leið, en alltaf þegar ég
hitti hann Stebba þá var hann
ávallt eins og við hefðum hist í
gær.
Það er margt sem ég vildi
óska að gæti verið öðruvísi, en
ég mun alltaf muna hann Stebba
frænda minn. Þennan sérstaka
dreng sem vissi nákvæmlega
hvað hann vildi gera þegar hann
yrði stór, drengurinn sem skap-
aði það sem aðrir gátu bara gert
sér í hugarlund, einlægi góði
strákurinn.
Elsku Togga og Gústi, Óli afi
og Ragna, Ragna Hjördís, Óli
Böðvar og fjölskyldur. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Elsku Stebbi, þín verður sárt
saknað og ég óska þess heitast
að þú hvílir nú í því ljósi og ró
sem þú átt svo skilið.
Þín frænka,
Soffía Dögg.
Stefán Jörgen
Ágústsson
HINSTA KVEÐJA
Mig langar til þess að
minnast frænda míns, Stef-
áns Jörgens, með þessum
orðum:
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að
morgni.
(Bubbi Morthens)
Ég sendi fjölskyldu Stef-
áns Jörgens mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Anna Björg Guðjónsdóttir.