Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 … er stundum sagt. Það eru orð að sönnu, það er nefnilega ótrú- lega hátt hlutfall af dög- um ársins sem inniheld- ur nýja vitneskju fyrir mig. Það nýjasta sem ég hef lært í samfélagsum- ræðu undanfarinna ára, sem er þó kannski ekki neinn nýr sannleikur, er að það virkar hjá sumum að dreifa hálfkveðnum vísum til að koma mál- um í umferð. Nú hef ég ákveðið að prófa þessa aðferð og hér eftirfarandi kemur tilraun til þess: Heyrst hefur … að sýklalyfja- notkun í landbúnaði á Íslandi sé með því minnsta sem gerist í heiminum. Heyrst hefur … að ofnotkun sýkla- lyfja í landbúnaði sé mikill áhrifaþátt- ur í framrás sýklalyfjaónæmra bakt- ería. Heyrst hefur … að sýklalyfja- ónæmar bakteríur séu helsta heilsu- farslega ógn mannkyns í framtíðinni. Heyrst hefur … að Ísland standi vel að vígi varðandi ógn af sýklalyfjaónæmum bakteríum, meðal ann- ars vegna strangra inn- flutningskrafna á mat- vöru og lifandi búfé. Heyrst hefur … að alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) hafi miklar áhyggjur af framgangi sýklalyfjaónæmra bakt- ería í náinni framtíð. Heyrst hefur … að hætta á sjúkdómum í búfé aukist með aukn- um innflutningi á hrárri og ófrosinni matvöru. Heyrst hefur því tengt … að vel- flestir sjúkdómar sem fyrirfinnast í íslensku sauðfé séu upprunnir í inn- flutningi búfjár. Heyrst hefur … að íslensk stjórn- völd ætli að una EFTA-dómi varð- andi frjálsan innflutning á hráu kjöti án mótmæla. Heyrst hefur … að Nýja-Sjáland, land sem íslenskir stjórnmálamenn bera innlenda framleiðslu oft saman við, styrki landbúnað með óbeinum ríkisfjárlögum svo sem til rannsókn- arstarfa. Heyrst hefur … að Nýja-Sjáland sé með strangar innflutningshömlur á ferska matvöru. Heyrst hefur því tengt … að minnsta brot þar að lútandi á Nýja- Sjálandi varði háum fjársektum. Heyrst hefur … að Nýja-Sjáland sé með afkastameiri löndum í útflutn- ingi á landbúnaðarafurðum þrátt fyr- ir þessar innflutningshömlur. Í lokin skal þess getið að ekkert of- antalið er sögusagnir, heldur eru þetta staðreyndir. Spurning þessa pistils er: Ganga þessar staðreyndir betur í fjölmiðla og önnur yfirvöld þegar þær eru sett- ar fram sem hálfkveðnar vísur? Svo lengi lærir sem lifir … Eftir Sigríði Ólafsdóttur Sigríður Ólafsdóttir » Það nýjasta sem ég hef lært í samfélags- umræðu undanfarinna ára er að það virkar hjá sumum að dreifa hálf- kveðnum vísum til að koma málum í umferð. Höfundur er sauðfjárbóndi. Frelsisflokkurinn býður nú í fyrsta skipti fram í borgarstjórn- arkosningum. Flokkurinn er rödd einstaklings- og persónufrelsis sem vill standa vörð um tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum þjóðlegt borgaralegt afl hægra megin við Sjálfsstæðisflokkinn, en við viljum engu að síður verja velferðarkerfið og verja vestræn gildi og íslenska tungu og menningu og á þann hátt erum við íhaldssöm og ánægð með það og líka stolt af því að vera Ís- lendingar. Við styðjum þjóðfrelsið og rétt sérhverrar þjóðar til að ráða sínum málum sjálf. Þess vegna höfnum við alfarið ESB-aðild og viljum endurskoðun EES- samningsins með uppsögn í huga. Við styðjum frjálsa viðskiptasamn- inga þjóða á milli og öflug milli- ríkjaviðskipti sem byggja á gagn- kvæmum rétti þjóðríkjanna. Við styðjum líka hverskonar samstarf þjóða á milli í menningu og listum og samningum um gagnkvæma möguleika fólks til að afla sér menntunar. Við styðjum líka gagn- kvæmt ferðafrelsi en stöndum vörð um landamæri okkar og styrkjum og eflum ríkisborgararéttindi okk- ar, sem ekki verði útþynnt eða út- hlutað án strangra reglna. Við höfnum óheftri alþjóðavæðingu sem byggist á opnum landamærum og óheftum flutningum fólks og fjár- magns. Stöndum vörð um íslenska menningu Fjölmenning án sterkrar þjóð- menningar mun aldrei dafna og fjölmenning þar sem öfgum og kreddum íslams er leyft að vaða uppi í skjóli umburðarlyndis mun einungis leiða til upplausnar og glæpa eins og dæmin sanna víða í nágrannalöndum okkar. En nú eru borgarstjórnarkosningar og hvað vill Frelsisflokkurinn leggja þar af mörkum? Okkur þykir mjög mik- ilvægt að okkar rödd fái að heyrast í borgarstjórn þar sem stjórn- málaelítan og fjölmiðlavaldið hafa sameinast um það að halda þjóð- legum íhaldssömum skynsem- isröddum eins og okkar frá um- ræðunni. Rödd hins venjulega manns Í borgarmálum viljum við vera rödd skynseminnar og rödd venju- legs fólks, venjulegs vinnandi fólks, venjulegs fjölskyldufólks, hins dug- lega iðnaðarmanns eða verslunar- manns, bílstjóra, kennara eða skrif- stofumanns. Hins óbreytta gleymda öryrkja eða eldri borgara eða dug- lega atvinnurekanda eða náms- manna. Við viljum standa vörð um hagsmuni hins venjulega borgara og grunnþarfir hans. Núverandi stjórnmálamenn og ekki hvað síst borgarfulltrúar vinstri meirihlutans í Reykjavík hafa fyrir löngu stein- gleymt hinu venjulega fólki. Þau reyna stanslaust að fórnarlambs- væða samfélagið og finna alls konar jaðar- og öfgahópa sem þau eru svo í eilífum krossferðum fyrir. Má þar helst nefna flóttamenn, alla hælis- leitendur, samtök öfgafemínista, No borders-samtökin, Samtökin 78 og svo alls konar öfgasamtök og últra dellur út frá þessu sem stöðugt er hossað og njóta forgangs og enda- lausra fjárstyrkja úr sameig- inlegum sjóðum borgarinnar og hins opinbera. Þetta sukk með al- mannafé viljum við stöðva eða alla vegana komast í þá aðstöðu að geta ýtt á hemlana og upplýst fólk um hvað sé að gerast. Skerum niður stjórnsýslubáknið Þannig viljum við minnka útþan- ið stjórnsýslubáknið í yfirstjórninni verulega. Við viljum leggja strax niður Mannréttindaráð og Stjórn- kerfis- og eftirlitsráð og Fjölmenn- ingarráð og fækka nefndum borg- arinnar um a.m.k. helming. Við viljum strax afturkalla gjafa- lóð undir mosku múslima í Soga- mýri. Einnig afturkalla allar stækk- unarheimildir og byggingu fræðslu- seturs og bænakallsturns til Salafista-múslima í Skógarhlíðinni. Einnig viljum við líkt og nágranna- þjóðir okkar eru að gera skrúfa fyrir alla erlenda fjármögnun moskubygginga eða annarrar starf- semi múslimskra safnaða hérlendis. Við viljum ekki gera Reykjavík að hælisgreni og því viljum við strax segja upp samningi Reykjavík- urborgar við Útlendingastofnun um sjálfvirka útvegun húsnæðis fyrir hundruð hælisleitenda mitt í allri húsnæðiseklunni. Íbúar Reykjavík- ur sitji fyrir um félagslegt húsnæði. Engar gripaflutningalestir Við viljum enga borgarlínu, vilj- um engar gripaflutningalestir. Einkabíllinn þjónar borgarbúum best og tryggir frelsi og sjálfstæði einstaklingsins best. Stuðla þarf að rafbílavæðingu og vistvænum öku- tækjum innan borgarinnar og vinna þarf hratt að samgöngu- og skipu- lagsáætlun sem miðar að því að borgin okkar taki forystu á heims- vísu og gera Reykjavík að há- tækniborg sjálfkeyrandi meng- unarlausra ökutækja. Okkar rödd þarf að heyrast Við teljum einstakt tækifæri nú til þess að þjóðlegt borgaralegt afl nái stöðu í íslenskum stjórnmálum. Hingað til hafa slíkar tilraunir mis- tekist hrapallega og ekki hefur heldur tekist að fá þessi mál á dag- skrá í hinum borgaralegu stjórn- málaflokkunum. Alls staðar í Evr- ópu hafa slík stjórnmálaöfl verið í bullandi sókn og aðeins tímaspurs- mál hvenær slík bylgja nær Íslands ströndum. Við skorum á kjósendur að kjósa okkur til áhrifa í borg- arstjórn Reykjavíkur. Okkar rödd þarf að heyrast. Eftir Gunnlaug Ingvarsson, Ágúst Örn Gíslason og Svan- hvíti Brynju Tómasdóttur » Fjölmenning þar sem öfgum og kreddum íslams er leyft að vaða uppi í skjóli um- burðarlyndis mun ein- ungis leiða til upplausn- ar og glæpa. Gunnlaugur Ingvarsson Höfundar skipa þrjú efstu sætin á lista Frelsisflokksins í borgarstjórn- arkosningunum. frelsisflokkur@frelsisflokkur.is Svanhvít Brynja Tómasdóttir Ágúst Örn Gíslason Okkar rödd þarf að heyrast Siðir, hefðir og við- teknar venjur kunna að koma og fara. Lög og reglur, menning og viðmið breytast. En dæmisögur Jesú, kær- leikur, fyrirheit, frið- ur, orð, ást og verk munu áfram halda ferskleika sínum. Vekja til umhugsunar um lífið, mann- kærleika og það sem skiptir máli. Svo lengi sem veröldin stendur. Þrátt fyr- ir allt og alla strauma og stefnur. Afl vonar og kærleika Jesús Kristur er nefnilega ekki ein- hver útbrunninn kvistur, trénaður tappi eða barn síns tíma. Heldur sí- ferskur og hvetjandi, lífgefandi andi. Afl trúar, vonar og kærleika. Hann kom ekki til að segja: „Þú skalt, ann- ars … Heldur sagði hann: „Komið til mín, öll þið sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita ykkur hvíld.“ Sigurvegari Hvað veistu annras mikilvægara en það að vera valinn í lið lífsins og fá að spila með til sigurs? Og þótt ein- staka viðureignir kunni að tapast muntu að lokum standa uppi sem sig- urvegari. Jesús Kristur er sigurvegari dauð- ans og lífsins. Okkar áhrifamesti áheyrnarfulltrúi, talsmaður, bróðir og sanni vinur í þeim þrengingum sem heimurinn hefur upp á að bjóða og við kunnum að lenda í. Að ætla að kenna Guði um hið illa í heiminum er eins og að kenna ljósinu um myrkrið, sólinni um skýin, sumrinu um vet- urinn eða lífinu um dauð- ann. Hefurðu spáð í það? Hver á annars meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína? Hvað þá svo þeir fái lifað um ei- lífð? Jesús sagði: „Þótt himinn og jörð muni líða undir lok munu orð mín aldrei undir lok líða.“ Ekki skyndilausnir eða regluverk Kristin trú er ekki einhverjar skyndilausnir eða eitthvert reglu- verk. Heldur opinn og hlýr elskandi faðmur Guðs sem ber raunverulega umhyggju fyrir okkur. Kristin trú snýst ekki um að hafa allt á hreinu, vita allt best og vera bara gjörsam- lega með þetta. Þvert á móti. Hún snýst um að taka á móti í auðmýkt, þiggja og lifa í þakklæti. Ekkert getur gert okkur viðskila við kærleika Guðs. Snýst ekki um að toppa einhverja hugmyndafræði Málið snýst ekki um að útbreiða einhverja bók eða alheimsvitund sem enginn veit hvaðan er komin eða um hvað er. Og málið snýst ekki um að toppa einhverja hugmyndafræði heldur að hvíla í, þakka og njóta. Dýrmæta þjóð! Hver sem lífs- skoðun okkar er: Látum engan ræna okkur voninni eða líta smáum augum á trú okkar. Því hún er ekki spurning um mikið eða lítið heldur allt eða ekk- ert. „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist,“ sagði frelsarinn okkar. Guð blessi þau öll lífs og liðin sem í gegnum árin og aldirnar hafa lagt sitt af mörkum til að koma kærleika og friði Guðs áfram frá hjarta til hjarta. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Okkar áhrifamesti áheyrnarfulltrúi Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Jesús Kristur er ekki útbrunninn kvistur, trénaður tappi eða barn síns tíma. Heldur síferskur og lífgefandi andi, afl trúar, vonar og kærleika. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Íslenska þjóðfylk- ingin setti það í stefnu sína fyrir borg- arstjórnarkosning- arnar í Reykjavík að beita sér fyrir því að námsmenn fái frítt í strætó. Skiptir þá engu hver námsmað- urinn er eða hvaðan hann kemur. Þetta viljum við gera sem lið í því að draga úr mengum frá bílum í Reykjavík, spara gatnakerfið og ekki síst til að koma til móts við unga fólkið okkar sem margt hvert hefur ekkert allt of mikið á milli handanna. Með þessari aðgerð getum við sem sagt slegið margar flugur í einu höggi. Nýlega átti ég leið framhjá Háskóla Ís- lands og reyndi að slá gróflega tölu að gamni mínu á bílana í bílastæð- unum fyrir framan há- skólann. Hundruð bíla, taldist mér til! Ætli sé annað eins fyrir framan Háskólann í Reykjavík sem staðsettur er ekki langt frá Vatnsmýrinni? Það segir sig sjálft að ef við komum stórum hluta af skólafólki í háskólanum og fram- haldsskólunum í strætó þá leggjum við mikið af mörkum til þess að leysa umferðarhnútana í Reykjavík og léttum undir með mörgum náms- mönnum og fjölskyldum þeirra. Mér datt svona í hug að minnast á þetta því ég sá að frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík slengdi þessu fram í blaðagrein. Við höfum verið að kynna þessa stefnu í fram- haldsskólanum við góðar undirtektir og ef til vill hefur Framsókn frétt af því. Nú verður gaman að sjá hvort fleiri flokkar hafa frétt af þessari stefnu okkar og fara að kynna hana sem sína eigin! Námsmenn fái frítt í strætó Eftir Guðmund Karl Þorleifsson Guðmundur Karl Þorleifsson »Ef við komum stórum hluta af skólafólki í háskólanum og framhaldsskólunum í strætó þá leggjum við mikið af mörkum til þess að leysa umferð- arhnútana í Reykjavík. Höfundur er formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.