Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 92
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Ólafur missti 50 kíló á 11 mánuðum 2. Nafn mannsins sem lést í gær 3. Hefur dulbúist í meira en áratug 4. Sigmundur Davíð með nýtt útlit »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Karlakórinn Þrestir mun ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu halda Tondeleyo-tónleika í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 17. Þema tónleikanna er lög Leikbræðra og munu lög á borð við Katarína, Capríljóð, Ljósbrá og Í grænum mó hljóma auk hefðbundinna karla- kóralaga. Undirleikarar verða Jónas Þórir og nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Kórstjóri Þrasta er Ástvaldur Traustason. Morgunblaðið/Golli Tondeleyo-tónleikar  Kristín Eiríks- dóttir rithöfundur mun eiga kvöld- stund með gest- um Hannesar- holts í kvöld og deila með þeim hugsunum sínum og draumum, segja frá áhrifa- völdum og leiðinni sem leiddi til rit- höfundarferils hennar. Kristín hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt. Hugsanir, draumar og áhrifavaldar  Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Svavar Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, opnar myndlistar- sýningu í Galleríi Porti, Laugavegi 23b, í kvöld kl. 19. Á henni má sjá mál- verk sem hann vann upp úr texta eins laga nýjustu plötu sinnar, Þriðja kryddið, lags- ins „Er of seint að fá sér kaffi núna?“ Platan kemur út á morgun og heldur prinsinn þá tónleika í Iðnó sem hefjast kl. 21.30. Prins Póló í Porti Á föstudag Norðaustan 5-10 á Vestfjörðum en annars breytileg átt 3-10. Dálítil rigning eða slydda en skýjað og yfirleitt þurrt aust- anlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr éljagangi en bætir í rigningu SV-til og slydda eða jafnvel snjókoma um landið NV-vert í kvöld. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. VEÐUR „Síðasti Íslandsmeistaratit- ill vannst 2013. Enginn leik- maður úr því liði er að spila með Þrótti í dag. Það hefur alltaf háð okkur að leik- menn fara í burtu að loknu stúdentsprófi og það tekur tíma að byggja upp aftur. Við erum því ekkert sérlega ánægð með styttinguna á stúdentsprófinu,“ sagði Unnur Ása Atladóttir, fram- kvæmdastjóri blakdeildar Þróttar í Neskaupstað. »4 Leikmenn fara eftir stúdentspróf Sprenging hefur orðið í aðsókn að Fossavatnsgöngunni á Ísafirði á und- anförnum árum. Allt gistirými á Ísa- firði er bókað auk þess sem mikið er um að fólk gisti í heimahúsun og öðru því húsnæði er fáanlegt er á Ísa- firði og nágrenni. Daníel Jakobsson, formaður Fossavatnsgöngunnar, seg- ir að um 1.100 keppendur hafi skráð sig til leiks að þessu sinni. »1 Fossavatnsgangan al- þjóðlegur viðburður „Við eigum góða möguleika í þeim leikj- um sem eftir eru. Þetta eru allt lið sem við höfum keppt margoft við áður. Við höfum unnið þau öll, en að sama skapi hafa þau unnið okkur líka. Þetta verða skemmtilegir, harðir og hraðir leikir og við erum spenntir. Við gerum allt sem við getum til að vinna,“ segir Aron Knútsson, landsliðsmaður í íshokkí, en Ísland mætir Belgíu á HM í dag. »2 Góða möguleika í leikj- unum sem eru eftir ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Fyrirtækið BÖKK-belti var valið fyrirtæki ársins 2018 í samkeppni Ungra frumkvöðla, sem haldin var í Arion banka í vikunni. Mun BÖKK-belti keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fram fer í Belgrad í Serbíu dagana 16.-19. júlí nk. Fyrirtækið er í eigu sex stúlkna á lokaári á viðskiptafræðibraut Verzl- unarskóla Íslands og hannar, fram- leiðir og selur nýtískuleg og fram- andi belti. Beltissylgjan er svipuð og á sætisbeltum flugvéla en ólin er gerð úr samskonar efni og notað er í hefðbundin sætisbelti bifreiða. Sunna Björk Karlsdóttir er fjár- málastjóri BÖKK-belta. „Við sem erum á viðskiptafræði- braut tökum öll þátt í samkeppn- inni. BÖKK-belti framleiða hátísku- belti sem eru e.t.v. svolítið framandi og öðruvísi,“ segir Sunna Björk sem segir hugmyndina og hönnunina á vörunni hafa verið sameiginlega og fyrirtækið sé þegar orðið að veru- leika. Seldust strax upp „Öll beltin 50 sem við létum framleiða til að byrja með seldust upp innan 48 stunda og margir eru nú á biðlista. Þau voru í tveimur stærðum og fjórum litum, en sylgj- urnar voru allar eins. Sökum þess hve vel þetta gekk höfum við ákveð- ið að framleiða nokkur í viðbót,“ segir Sunna Björk, en hægt er að nálgast fyrirtækið á Instagram und- ir bokk_belti og skoða myndir af vörunni. 20 fyrirtæki af 120 voru valin til að taka þátt í lokahófi og úrslitum Ungra frumkvöðla 2018. Í öðru sæti á eftir BÖKK-beltum varð Stjörnu- himinn og í þriðja sæti HAM- INGJU-molar. Fallegasti sýningarbásinn var hjá Iðunni. ENVÍ var með mestu nýsköpunina og VON-krúsir áttu söluhæstu vöruna. Spiceland átti bestu viðskipta- áætlunina en öll ofantalin fyr- irtæki koma úr Verzlunarskól- anum. Frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ var Ligno með bestu markaðs- og sölumálin, besta fjár- málalausnin var frá Basar og besti sjó-bisnessinn hjá ULTHULE. Karpo frá Menntaskólanum við Sund hlaut viðurkenningu fyrir áherslu á sjálfbærni og besta mat- vælafyrirtækið var valið Mirikal frá Kvennaskólanum í Reykjavík. BÖKK-beltin slógu í gegn  Sigruðu í sam- keppni ungra frumkvöðla 2018 BÖKK-belti F.v. Thelma Mogensen, Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir, Klara Hjartardóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Thelma Lóa Hermannsdóttir og Sunna Björk Karlsdóttir. Þóra Hrólfsdóttir er kennari þeirra í frumkvöðlafræðum. Ungir frumkvöðlar–Junior Achieve- ment (JA) eru alþjóðleg fé- lagasamtök. Verkefni á vegum JA snerta yfir tíu milljónir nemenda á ári hverju í 122 löndum, þar af þrjár milljónir í 39 Evrópulöndum. Samtökin leitast við að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þess til atvinnuþátttöku og at- vinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamenntun í skólum. JA á Íslandi er þátttakandi í JA á heimsvísu. Árið 2018 tóku um 560 nemendur í 13 framhaldsskólum þátt og er útlit fyrir að fjöldinn verði enn meiri á næstu árum. Markmiðið er að gefa íslenskum nemendum færi á að kynnast frumkvöðlastarfi af eigin raun. Ungir hvattir til nýsköpunar ÞÁTTTAKENDUR UM 560 NEMENDUR Í 13 FRAMHALDSSKÓLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.