Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 12
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Árið 2010 sótti ég nám-skeiðið Leikgleði í Bæjar-leikhúsinu í Mosfellsbæog þar fékk ég að kynnast því að vera leikari og einnnig hvað fer fram baksviðs, þar sem allur hópurinn hjálpaðist að við að setja upp söngleikina. Við unnum saman að því að búa til og mála leikmynd, við auglýsingar og markaðsmál, við gerð búninga, förðun og allt sem við mögulega gátum gert. Þetta fannst mér hrikalega gaman og fann að ég vildi kannski ekki endilega verða „bara“ leikari heldur væri ég alveg til í að prófa baksviðsvinnu líka, því mér fannst hún ekki síður heillandi og skemmtileg.“ Eftir að hafa útskrifast úr Sönglist fékk Elísa tækifæri til að hjálpa til baksviðs fyrir Borgarbörn á jólasýningum þeirra. Þar fékk hún að aðstoða við leikstjórn, skrifa nið- ur nótur á æfingum, keyra ljós og hljóð á sýningum og önnur tilfallandi verkefni. „Eftir þetta má segja að ég hafi fallið fyrir sýningarstjórnun. Á lokaárinu mínu í Menntaskólanum við Sund var ég kosin formaður leik- listarfélagsins, en í því starfi þurfti ég að taka að mér allt utanumhald félagsins, sjá um fjárhagsáætlanir, finna leikstjóra, velja leikrit, vinna með nefndinni og fleira. Þetta tókst framar vonum og við settum á svið sýninguna „Rokk aldarinnar“ í Hörpu. Við vorum fyrsti mennta- skólinn á landinu til að fá tækifæri til að sýna menntaskóla-söngleik í Hörpu. Eins stórt og krefjandi verk- efnið og það var að vera formaður leiklistarfélagsins þá naut ég þess í botn, enda er ég mjög skipulögð, vinnusöm og hugmyndarík, þó ég segi sjálf frá.“ Fáum að prófa okkur áfram Það kom því fátt annað til greina hjá Elísu en að læra sýning- arstjórnun og hélt hún utan til að finna besta fáanlega námið. Það fann hún í The Royal Central School of Speech and Drama og líkar mjög vel. „Námið er frábært í alla staði og miklu skemmtilegra en ég þorði að vona. Ég bíð hreinlega eftir mánu- dögum um helgar þar sem mér finnst námið svo ótrúlega skemmti- legt og gefandi.“ Og þrátt fyrir að Elísa væri á vissan hátt að stökkva út í óvissuna, segist hún ekki sjá eft- ir því. „Ég vissi ekki alveg út í hvað ég væri að fara eða hvernig skipu- lagi námsins væri háttað, en það er ótrúlegt hvað skólinn hefur kennt mér margt og fjölbreytilegt sem gef- ur mér mörg tækifæri. Við vinnum öll mjög náið saman í baksviðsteym- inu svokallaða, þar sem við tökumst á við fjölbreytt verkefni og lærum að vinna saman í hóp. Leikhúsvinnan er að mestu leyti eins og eitt stórt hóp- verkefni og við þurfum því að geta unnið vel saman.“ Verkefnin sem Elísa og skóla- félagar hennar fást við eru fjöl- breytt. „Við setjum meðal annars upp bæði sýningar í skólanum til að æfa okkur, sem og sýningar utan skólans þar sem að við förum í svo- kölluð „work placements“ (ísl.: starfsnám) út um alla London, í ólík- ustu leikhúsum og fáum því að prófa okkur áfram. En það sem mér finnst best er að ég þarf ekki að taka nein bókleg próf í þessum skóla heldur eru einungis ritgerðaskrif og verk- efnavinna. Ég hef aldrei verið sér- lega hrifin af því að taka mikið af bóklegum prófum þó mér hafi samt gengið ágætlega í því.“ Sýningarstjóri ber ábyrgðina Að sögn Elísu eru ekki margir utan leikhússins sem átta sig fylli- lega á því í hverju starf sýningar- stjóra felst. „Þetta er eitt af ábyrgð- arfyllstu störfum leikhússins. Sýningarstjórar eru ekki einungis að vinna í leikhúsum, þeir vinna við hverskonar viðburði, tónleika og í sjónvarpi. Sýningarstjóri stjórnar sýningunni eða viðburðinum eins og starfsheitið gefur til kynna. Á æf- ingaferlinu eða í undirbúningnum þá heldur sýningarstjórinn utan um skipulagningu, boðar listamenn og eftir atvikum starfsmenn á æfingar í nánu samstafi við t.d. leikstjóra eða stjórnanda viðburðar. Á meðan leik- stjórinn leikstýrir þá skrifar sýning- arstjórinn niður í handritið sitt allt sem gerist á sviðinu. Hann skráir hjá sér athugasemdir um lýsingu, hljóð, leikmynd, búninga og í raun allt sem snýr að sýningunni eða við- burðinum, og vinnur því náið með öllum sem að sýningunni koma. Þetta auðveldar vinnuna fyrir marga sem koma að sýningunni og eins get- ur þetta skipt sköpum ef t.d. leikari getur ekki tekið þátt í sýningu og það þarf að kalla til aukaleikara eða staðgengil sem þarf að hoppa inn í hlutverkið. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir þessu starfi því ef eitt- hvað fer úrskeiðis þá er það sýning- arstjórinn sem tekur ábyrgðina. Það er því ekki furða að þegar ég spurði „hvað er ætlast til að sýningastjór- inn geri?“ þá fékk ég einfaldlega svarið: „Allt.“ Að sögn Elísu mættu fleiri Ís- lendingar íhuga þetta nám. „Að læra að verða sýningarstjóri er afar þroskandi, markmiðið er að við lær- um að verða góðir yfirmenn, að skipuleggja okkur, leysa allskyns verkefni eða vandamál, vinna vel í hóp og taka mikla ábyrgð, svo eitt- hvað sé nefnt. Ef fólk hefur áhuga á því að vinna í leikhúsi, við tónleika, í sjónvarpi eða hverskonar við- burðum, þá gæti þetta nám hentað vel. Ég ítreka að sýningarstjórar vinna ekki aðeins í leikhúsum, ég þekki marga sem vinna að ólíkustu viðburðum. Það eru ekki margir menntaðir sýningarstjórar á Íslandi og því væri tilvalið ef fleiri myndu hafa áhuga á að sækja sér þessa menntun.“ Langar að setja upp leiksýn- ingar fyrir börn og unglinga Elísa segist ekki vera farin að leiða hugann mikið að því hvað taki við eftir útskrift en hafi þó ákveðnar hugmyndir. „Auðvitað væri algjör draumur að fá vinnu í leikhúsunum og bransanum heima en ég er samt opin fyrir öllu. Mér finnst líka mjög spennandi að vinna með börnum og unglingum og að búa til leikhús handa þeim. Þá stefni ég einnig á að fara í starfsnám á vegum skólans í The Unicorn Theatre sem er leikhús hér í London sem gefur sig út fyrir að vera með sýningar sem henta börnum og unglingum. Það væri gaman að reyna að vinna við eitt- hvað svipað heima þar sem mér hef- ur alltaf fundist vera skortur á leik- húsi fyrir börn og unglinga, hvort sem þau eru leikarar í sýningum eða áhorfendur. Í sumar ætla ég þó að prófa mig áfram í þessu og ég ætla að setja upp sýningu með unglingum sem sýningarstjóri á námskeiðinu Leikgleði í Leikfélaginu í Mos- fellsbæ, námskeiðinu sem ég var á sem unglingur. Ég veit að það verð- ur rosalega spennandi og skemmti- legt verkefni,“ segir Elísa að lokum. Bíður eftir mánudögum Elísa Sif Hermannsdóttir er 21 árs Árbæingur sem ákvað að halda á vit ævintýranna eftir stúdentspróf. Hún stundar nú nám í sýningarstjórnun við The Royal Central School of Speech and Drama í London. Elísa kynntist leiklistinni ung að árum í gegnum leik- listarskólann Sönglist í Borgarleikhúsinu en hún var valin til þess að leika í jólaleikritum Borgarbarna. Úti Elísu dreymir um að starfa í leikhúsum á Íslandi og setja upp sýningar. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Börn hafa mikla unun af því að búa eitthvað til með höndunum, enda er sköpunarkraftur þeirra óheftur og imyndunaraflið á sér engin takmörk. Þau geta búið til næstum hvað sem er úr hverju sem er, mörg dæmi eru til um það. Að vinna með tré er skemmtilegt og að skera út í tré, eða tálga, er virkilega spennandi fyrir yngri börn, af því við það verk þarf að nota hníf, fullorðinsverkfæri. En til að tálga með hníf án þess að slasa sig er gott að fá réttu leiðbeiningarnar. Bjarni Þór Kristjánsson er mikill hag- leiksmaður og með áratuga reynslu í tálgun og hefur gert mikið af því að kenna krökkum. Hann er sannarlega rétti maðurinn til að kenna krökkum réttu tökin í tálgun, rólegur og yfir- vegaður og sérdeilis flinkur. Bjarni ætlar að vera með námskeið í tálgun í bókasafninu í Sólheimum í Reykjavík í dag, fimmtudag 26. apríl kl. 16-18. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, en yngri en 9 ára verða að koma í fylgd með fullorðnum. Efni og verkfæri verða á staðnum en skrán- ing fer fram í síma 411-6160 eða í tölvupósti til sigrun.jona.kristjans- dottir@reykjavik.is. Bókasafnið í Sólheimum býður krökkum til tálgunar Viltu læra að tálga? Morgunblaðið/Eggert Hagleiksmaður Bjarni Þór tálgar hér út spýtukarla, fugla og leikföng á hand- verkssýningu á Árbæjarsafni. Hjá honum er Inda Dan Benjamínsdóttir prúðbúin. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.