Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Þóra kom til starfa í Sæmundar- skóla haustið 2006 sem námsráðgjafi. Hún hafði áður gegnt störfum kennara og námsráðgjafa við Klébergsskóla á Kjalarnesi við góðan orðstír í yfir tuttugu ár. Ég man enn hversu fallega Sig- þór fyrrverandi skólastjóri talaði um hana, betri meðmæli hef ég ekki fengið með umsækjanda fyrr eða síðar. Enda stóð Þóra algerlega undir væntingum, trygg, trú, vinnusöm og klár. Þetta haust hét Sæmundarskóli Sæmundarsel, og var útibú frá Ingunnarskóla. Ég var starfandi aðstoðarskólastjóri með aðsetur í litla útibúinu. Þar hafði verið starfsemi í tvö ár þegar Þóra bættist í hóp starfsmanna. Um áramótin 2006-2007 var skólinn svo sjálfstæð stofnun, ég varð skólastjóri og Þóra aðstoðar- skólastjóri. Það kom því í okkar hlut að byggja upp skólastarfið með okkar góða starfsfólki. Við náðum vel saman frá upp- hafi, ólíkar eins og við vorum. Vissum vel að starfsfólkið upp- nefndi okkur, hvutti hvatvísi og snigillinn staðfasti. Við höfðum gaman af þessu og göntuðumst oft okkar á milli með viðurnefn- in. Þóra var að sjálfsögðu sú staðfasta og var ómetanlegt fyrir nýjan Sæmundarskóla að njóta reynslu hennar og visku. Þrátt fyrir að vera yfirveguð var Þóra tilbúin í þá breytingarstjórnun sem óhjákvæmilega þarf til að byggja upp skóla, vera í sífelldri framþróun, móta hefðir. Skólinn stækkaði ár frá ári, stöðugt bættist í nemendahópinn. Störf- in voru mörg og margvísleg. Samhliða því að setja stefnu og stýra skóla þá þurfti fyrstu árin að stússa mikið með húsnæði og búnað. Skólinn var rekinn í bráðabirgðahúsnæði sem var stækkað á hverju ári. Komum við okkur fyrir með yfir þrjú- hundruð nemendur í skúrum áður en flutt var yfir í nýju skólabygginguna haustið 2012. Veit ég ekki hvort ég gæti atast Þóra Stephensen ✝ Þóra Stephen-sen fæddist 17. júlí 1957. Hún lést 16. apríl 2018. Útför Þóru fór fram 24. apríl 2018. nú eins og við gerð- um þá, en Þóra sló ekkert af á þessum tíma, þrátt fyrir tíu ár í aldri umfram mig. Þóra bjó yfir visku sem óx með árunum, henni mætti ítrekað mót- læti í veikindum ná- inna fjölskyldumeð- lima, þar á meðal eiginmannsins og var það sár og erfið reynsla þegar hann lést langt um aldur fram. Hún sagði ávallt að maður réði ekki hvað mætti manni í lífinu en maður gæti ráðið viðhorfum sínum. Í mótlætinu sýndi hún styrk sem virtist stundum vera yfirnáttúru- legur. Hún vildi hafa vinnustað- inn sem griðastað og fannst gott að koma í Sæmó til að gleyma sér. Að hún skyldi svo greinast með krabbamein var einfaldlega ósanngjarnt. En Þóra tókst einnig af einstöku æðruleysi á við eigin veikindi, allt til enda valdi hún sér viðhorf. Þegar við nánustu samstarfskonur hennar kvöddum hana þá stýrði hún því líka. Rak alla aðra út úr her- berginu, stoppaði okkur af þar sem við vorum að reyna að spjalla um allt og ekkert. Hún vildi kveðja og láta okkur vita að allt yrði í lagi, hún væri sátt og tilbúin. Hún var engri lík, tign- arleg fram í andlátið. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa hana mér við hlið í starfi og notið vináttu hennar og tryggðar. Fyrir hönd Sæmundarskóla færi ég aðstandendum einlægar samúðarkveðjur. Eygló Friðriksdóttir, skólastjóri og vinkona. Leiðir okkar Þóru lágu saman í Sæmundarskóla og undanfarin ár höfum við unnið þétt saman í stjórnendateymi skólans. Reyndar svo þétt að á tímabili deildum við allar fjórar einni skrifstofu sem í gríni okkar á milli var stundum kallað sam- býlið. Við vorum ekki bara sam- starfskonur heldur einnig góðar vinkonur, allar á svipuðum aldri þó það hafi munað 25 árum á þeirri yngstu og þeirri elstu. Þóra okkar var einstök mann- eskja og yfir henni var alltaf mikil reisn. Hún var húmoristi, alltaf jákvæð og stutt í brosið, en hún var líka ótrúlega sterk kona og tókst á við stórar sem smáar lífsins áskoranir af krafti, dugn- aði og æðruleysi. Alltaf var hægt að treysta á að Þóra væri til staðar, hvort sem var í vinnunni eða utan hennar. Þóra vinkona okkar hafði dásamlega nærveru og var alltaf tilbúin til að hughreysta og hugga ef eitthvað bjátaði á. Í veikindum hennar var eini stuðningurinn sem hún óskaði eftir styðjandi hláturmeðferð og áttum við ekki í erfiðleikum með það, þó stundum höfum við bros- að í gegnum tárin. Þóra var ákaflega fagleg í störfum sínum og ávallt tilbúin til að skoða nýja fleti á erfiðum úrlausnarmálum. Spurningin „hvað myndi Þóra gera í þessu tilviki?“ kemur því oft upp í störfum okkar og í leit að því svari leynist oft rétta leiðin. Hún var líka alltaf tilbúin til að læra og takast á við nýja hluti en það sem þó stendur upp úr er hvað henni var umhugað um börn. Hún kom fram við þau af virð- ingu og vinsemd og náði að segja erfiða hluti fallega. Hún kenndi okkur öllum svo mikið, og hún var og verður okkur áfram mikil fyrirmynd. Á kveðjustundu er okkur þakklæti efst í huga. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að starfa með Þóru og fengið að njóta handleiðslu hennar en um- fram allt erum við þakklátar fyr- ir að hafa átt Þóru Stephensen sem vinkonu. Vinkonu sem var hjartahlý og traust, alltaf til staðar, minnti okkur á að drekka vatn, var óþreytandi í að kenna okkur höfuðáttirnar og gaf okk- ur ráðin „hættið þessu grenji“ í síðasta skiptið sem við hittumst. En ætli það sé ekki eina ráðið sem við höfum ekki getað farið eftir. Við vottum Dagbjörtu, Örvari, foreldrum og systkinum Þóru innilega samúð okkar. Guðrún Anna Gunn- arsdóttir, Katrín Ásta Hafsteinsdóttir, Matthildur Hannesdóttir. Elskuleg litla systir æskuvin- konu minnar er látin. Minningar æskuára frá Króknum á sjöunda áratug síðustu aldar vakna; frá því þegar ég var heimagangur á heimili þeirra systra Ellu og Tótu. Í hléi í skólanum fékk ég að bíða heima hjá Ellu eftir að komast í næsta tíma oft í tónlist eða leikfimi. Það var svo langt að fara heim til mín og hversdags- lega komst ég í góðan „drekku- tíma“ með fullt af meðlæti og heimsins bestu súkkulaðiköku sem mamma þeirra bakaði. Man stundirnar svo vel með fjölskyld- unni, fyndinni og skemmtilegri mömmu og prestinum pabba þeirra, sem alltaf var boðinn og búinn til að fræða og ræða mál- in. Síðar kom Óli litli bróðir. Við stelpurnar lékum okkur mikið saman. Á kvöldvökum heima hjá þeim var farið í sam- kvæmisleiki og hlustað á Dýrin í Hálsaskógi af plötu. Við vorum með bú, lékum með Barbie og settum upp leikrit t.d. í afmælis- veislum. Svo, við sérstök tæki- færi nærri jólum, spiluðum við púkk og skárum út laufabrauð. Hátíð var í bæ þegar foreldrar okkar fór á Rótarý- eða Lions- ball og við pössuðum okkur sjálf- ar. Sagt er að tengsl sem mynd- ast snemma á ævinni séu sterk og til staðar í eitt skipti fyrir öll. Færri samverustundir verða þá dýrmætari, eins og kaffiboðið með þeim systrum í desember, þar sem margt var rifjað upp. Tóta var sjálfri sér lík, þrátt fyr- ir þreytu og heilsuleysi í barátt- unni við krabbameinið. Notaleg samveran einkenndist af hennar stóísku ró, mildu brosi, trausti og hlýju. Minningin lifir. Hérna megin sér fjölskylda Tótu og börnin hennar tvö, stór- kostlegi söngfuglinn Dagbjört og tölvukarlinn Örvar, á eftir ein- stakri konu, dóttur, systur og móður sem tókst á við óvenju miklar áskoranir í lífinu. Hinum megin er það huggun að Tóta fær elsta barnið í fangið og hittir Adda sinn aftur. Með þakklæti í huga bið ég Guð að styrkja ykk- ur öll í sorginni. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Skarð er fyrir skildi í starfs- mannahópi Sæmundarskóla. Þóra Stephensen var fagmann- eskja fram í fingurgóma. Við sem vorum svo heppin að fá að vinna með henni í lengri eða skemmri tíma urðum þess áskynja á hverjum einasta degi í vinnunni. Þóra kenndi okkur svo margt. Hún hafði einstaklega ljúfa, hlýja og umfram allt ró- lega og yfirvegaða nærveru sem einkenndi framkomu hennar, hvort sem var við fullorðna eða börn. Þóra var töluvert á röltinu um skólann yfir daginn og var oft kölluð til þegar eitthvað bjátaði á. Hún var einhvern veginn inni í öllum málum og þekkti krakk- ana og marga foreldra. Hún beygði sig niður að börnum, horfði í augu þeirra og spurði „hvernig gengur?“ Oft þurfti ekki meira til. Hennar stóíska ró smitaði út frá sér og hún náði svo oft góðum tökum á aðstæðum sem geta stundum verið erfiðar í skóla. Aldrei heyrði maður Þóru hækka róminn óþarflega mikið við nemendur. Hún þurfti þess ekki. Hún var frá fyrsta degi bú- in að öðlast virðingu þeirra. Þóra var leiðandi í því að innleiða svo- kallaða jákvæða styrkingu sem við notumst við í Sæmundar- skóla til að beina nemendum á rétta braut. Þannig er einblínt á að nemendum sé umbunað fyrir rétta og góða hegðun í stað þess að verða ávítaðir strax fyrir slæma hegðun. Það er mjög í anda Þóru að hafa þennan hátt- inn á. Þóra kunni að gleðjast og grínast. Henni þótti til dæmis frekar fyndið hve ein af undir- rituðum var einstaklega áttavillt. Til að vita í hvaða prentara þú átt að fara í Sæmundarskóla til að sækja blöðin þín, þá þarftu að vera með áttirnar á hreinu. Þóra var með áttirnar á hreinu og hún skírði prentarana. „Saemo Aust“ og „Saemo Vest“ var ósköp eðli- legt fyrir henni á meðan aðrir hlupu um gangana eins og haus- lausar hænur. Sem fyrrverandi hænsnabónda þá fannst Þóru nú líka alltaf mikið til þess koma ef maður hafði einhverja tenginu við sveit eða búskap. Tala nú ekki um ef maður gat rakið ættir sínar upp á Kjalarnes. „Hún er af góðu fólki komin, ég get vott- að það“ heyrðist í sumum ráðn- ingarviðtölum. Þóra átti stóran hlut í því, ásamt Eygló skólastjóra, að velja inn það einvala lið sem nú starfar í Sæmundarskóla. Það var alltaf hægt að leita ráða hjá Þóru og vegna fagmennsku sinn- ar og reynslu í gegnum árin, þá virtist hún alltaf hafa svör. Þeg- ar fregnir bárust af því að veik- indi Þóru hefðu tekið sig aftur upp var það algjört reiðarslag fyrir okkur öll. Þrátt fyrir mik- inn vilja, dugnað og hugrekki þá dugði það ekki til. Við mætum til kennslu á morgun og skólastarf í Sæmundarskóla heldur áfram án Þóru. En það er ekki nokkur spurn- ing að hún hefur sett mark sitt á okkar starf til frambúðar. Einkunnarorð Sæmundar- skóla eru Gleði-Virðing-Sam- vinna. Betri orð eru ekki hægt að hugsa sér til að minnast Þóru. Hugur okkar er hjá börnum, for- eldrum og systkinum hennar. Fyrir hönd starfsfólks Sæ- mundarskóla, Guðný, Halla og Dagbjört (Dæja). Í dag kveð ég ást- kæran bróður minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku vinur. Þín systir, Fríða. Elsku Viðar, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. En þetta er víst það eina sem við vitum fyrir víst í þessu lífi, en allt- af er það jafn sárt. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þér, það Erling Viðar Sigurðsson ✝ Erling ViðarSigurðsson fæddist 29. nóv- ember 1951. Hann lést 10. apríl 2018. Útför Erlings Viðars fór fram 20. apríl 2018. fengum við svo sannarlega að sjá, en loksins varstu kominn á Höfða, þú hafðir þráð það svo lengi. Þú varst bú- inn að koma þér vel fyrir og þér leið vel þar. Þú varst alltaf svo glaður að sjá litlu skotturnar mínar þær Þóru og Fríðu Maren og svo glaður þegar ég kom með þriðju stelpuna í október, hana Unni Margréti. Þú hringdir í mig strax og ég kom af fæðingardeildinni til að fá fregnir af nýjustu frænku þinni. Þú ljómaðir um daginn þegar ég kom með allar prinsessurnar til ömmu, þá varstu fljótur að kíkja til okkar. En fljótt skipast veður í lofti og þér hrakaði mikið og fljótt. Takk fyrir að fá að vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, elsku Viðar minn, og ég vona að þér líði vel núna og fáir kaffi og sígó þarna hinum megin. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Anna María Þ. ✝ Atli Már fædd-ist í Reykjavík 19. ágúst 1991. Hann varð bráð- kvaddur á Beni- dorm 10. apríl 2018. Eftirlifandi eig- inkona hans er Viktoría Guð- mundsdóttir, f. 1. október 1990. Dæt- ur þeirra eru Unn- ur Arna og Alda Karen, f. 7. nóvember 2017. Stjúpdætur Atla eru Kristín Bára, f. 31. jan- úar 2013, og Íris Elísabet, f. 19. nóvember 2014. Foreldrar Atla Más eru Unn- ur I. Gísladóttir og Geir Hlöðver Eric- son. Eiginmaður Unnar er Sveinn Viðfjörð Aðalgeirs- son og maki Geirs er Aldís Fönn Stef- ánsdóttir. Hálfsystkini eru Íris Arna Geirs- dóttir og maki hennar er Kristján Kröyer. Stefán Geir Geirsson og Geir Thorberg Geirsson. Atli Már verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 26. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku hjartans Atli minn. Mik- ið man ég eftir því þegar við hitt- umst fyrst. Þú komst að sækja mig og sameiginlegan vin til að skutla okkur upp í Breiðholt. Í miðri brekkunni í Mjóddinni bil- aði bíllinn. Mér fannst þú svo sætur og sjarmerandi og vildi sýna þér að ég gæti reddað þessu – en hafði ekki hundsvit á bílum. Síðan skildi leiðir og lágu þær ekki saman aftur í nokkur ár. Þegar við hittumst svo í heim- sókn í Reykjavík náðum við svona vel saman. Eftir heimsókn- ina fer ég aftur heim til Ísafjarð- ar og þú spyrð hvort þú megir koma í heimsókn og fannst mér það sjálfsagt. Þeirri heimsókn lauk ekki fyrr en rúmum tveimur árum seinna þegar þú varðst bráðkvaddur í brúðkaupsferðinni okkar á Benidorm þann 10. apríl síðastliðinn. Í sorginni er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allar fal- legu minningarnar okkar, fyrir að hafa fengið að kynnast fallega góða hjartanu þínu, tuðinu þínu og stríðninni þinni, fyrir að hafa valið mig sem konuna þína og að við höfum valið hvort annað og trúað á ást okkar. Ég er þakklát fyrir elsku börnin okkar Unni Örnu og Öldu Karen. Takk fyrir að hafa verið yndislegur við eldri stelpurnar mínar, Kristínu Báru og Írisi Elísabetu. Ég mun passa stelpurnar okkar og sjá til þess að þær eigi fallegar minningar um góðan föður, en mikið munum við allar sakna þín, ástin mín. Takk fyrir að hafa verið þú í allri þinni mynd. Ég elska þig í þessu lífi og öllum lífum eftir það. Þín Viktoría. Þegar ég er 18 ára gömul kem- ur þú í heiminn og þar með var ég orðin móðursystir. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikið lífið myndi breytast við það. Ég gat ekki beðið eftir að klára vinnudaginn svo ég gæti farið að heimsækja Unni systur og litla frænda uppá spítala og mér hlýn- aði allri að innan að hugsa til þín. Hjartað hafði stækkað um nokk- ur númer. Þú varst fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tíma séð. Þegar þú varst nokkurra vikna gamall passaði ég þig ein í fyrsta skipti en ég var svo hrædd um að eitthvað kæmi fyrir að ég þorði nánast ekki að víkja frá vöggunni. Það voru ófá skiptin sem ég og afi Gísli pössuðum þig og alltaf kom mamma þín með ítarlegar leiðbeiningar um hvernig við ættum að bera okkur að. Þú varst skemmtilegur krakki og þú varst líka ljúfur og við- kvæmur og þú vorkenndir mér svo að eiga ekki börn að þú spurðir hvort þú mættir ekki kalla mig líka mömmu. Þú hafðir ótvíræða listræna hæfileika og myndirnar og munirnir sem þú komst með úr skólanum frá unga aldri voru alltaf svo fallegir. Ég fór aldrei ofan af því að þú hefðir átt að leggja einhverskonar handverk fyrir þig. Þegar ég var að lýsa skólanum sem Óðinn minn var kominn í mörgum árum síðar sagðir þú einmitt að þú hefðir átt að vera í svona skóla. Við týndum svolítið hvort öðru eftir að ég eignaðist mína fjöl- skyldu og þú dast inn í unglings- árin. Ég var búin að vera í burtu í nokkur ár og alltaf var það erf- iðasta að sjá þig ekki í lengri tíma. Þú komst þó í heimsókn til mín og eftir að ég flutti aftur heim var alltaf á planinu að við tvö færum saman út en aldrei varð úr því. Síðustu ár hafa verið tilfinn- ingarússíbani. Sorg og reiði blandaðar von. Alltaf von. Því það er erfitt að gefast upp á þeim sem maður elskar. Stundum fannst mér ég ekki þekkja þig en inn á milli komstu til baka og það var alltaf jafn gott að sjá þann Atla. Þessar síðustu minningar sem ég á með þér og nýju fjöl- skyldunni þinni eru ótrúlega dýr- mætar og ég er svo þakklát fyrir þær. Símtalið sem við áttum fyrir stuttu þar sem þú varst með stelpunum þínum og varst svo mikill pabbi. Fallega daginn áður en þið Viktoría fóruð út og það að hafa fengið að kveðja þig. Ég vona innilega að þér líði betur núna og litlu ljósin sem þú skilur eftir þig gefa okkur sem eftir sitj- um framlengingu á þér. Þú hefur alltaf átt og munt alltaf eiga al- veg sérstakan stað í hjarta mínu, elsku Atli Már. Guð geymi þig. Elsku Viktoría, þú hefur stað- ið þig eins og hetja og ég bið heitt og innilega að þú fáir styrk til að halda því áfram á þessum erfiða tíma. Hildur frænka. Atli Már Geirsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs mágs og frænda, ÍVARS ÁRNASONAR frá Skógarseli. Árni Bjarnason Eyþór Árnason Elín Sigurlaug Árnadóttir Drífa Árnadóttir Anna Sólveig Árnadóttir Guðný Ragnarsdóttir og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.