Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Kerrulíf Sumir halda að kerrur séu aðeins hugsaðar fyrir börn en það er misskilningur. Margir hundar eiga þar öruggt skjól og auk þess þykir þeim oft gott að fara ferða sinna undir þaki. Kristinn Magnússon Nýlega lagði Svein- björg Birna Svein- björnsdóttir borg- arfulltrúi fram tillögu í borgarstjórn um að banna ætti notkun snjallsíma í grunn- skólum borgarinnar. Ekki fékkst tillagan samþykkt enda kom hún frá fulltrúa úr hópi minnihlutans og geng- ur sennilega þvert á hugmyndir Pí- rata um nær takmarkalaust skjá- og upplýsingafrelsi. Í meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur hafa Píratar ásamt meðreiðarsveinum sínum komið í veg fyrir að upplýsingar um náms- árangur í einstökum skólum fáist af- hentur skólastjórnendum eða þeim sem reka grunnskólann, þ.e. kjörn- um fulltrúum Reykjavíkurborgar. En samt er öllum almenningi orðið ljóst að það er eitthvað mikið að í grunnskólanum. Þriðjungur drengja lýkur þeirri skólagöngu án þess að geta lesið sér til gagns og tveir þriðju háskólanema eru konur. Er undravert að fulltrúar jafnrétt- isbaráttunnar hafi ekki komið auga á þetta ójafnvægi í menntamálum á milli kynjanna. Margt hrjáir grunnskólanema Það er sjálfsagt margt sem hrjáir grunnskólanema í dag. Spyrja má hvort hin nýja stefna, skóli án að- greiningar, hafi tekist sem skyldi. Þá má einnig spyrja hvers vegna kennarar og foreldrar kvarti svo mjög yfir athyglisbresti og eirð- arleysi grunnskólabarna. Maður spyr sig hvernig það megi vera í skóla sem er ætlað að vera mann- legur og koma til móts við þarfir hvers nemanda. Hlutur snjallsímans Það setur að manni hroll þegar maður les fræðigreinar byggðar á rannsóknum um áhrif snjallsímans á börn og unglinga. Séu helstu niðurstöður þeirra greina, sem má m.a. finna á netinu, teknar saman kemur í ljós að mikil skjánotkun og þar með notkun snjallsíma veldur fíkn, eirðarleysi, streitu, þung- lyndi og svefntruflunum. Deila má um hvað teljist „mikil“ notkun snjall- síma. Af lestri greinanna má jafn- framt ráða að það eru ekki aðeins unglingar sem eru í hættu heldur eykur snjallsímanotkun (30 mín. á dag) í tíu ár hættuna á krabbameini í heila um helming. Setjum hagsmuni barna í forgang Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Við viljum gera allt fyrir þau sem í okkar valdi stendur. Það verða hins vegar ekki allir hlutir lag- færðir í grunnskólanum með því að setja þar inn meira fé. Á Íslandi kost- ar hvert grunnskólabarn 1,8 milljónir á ári miðað við 1,2 milljónir á Norð- urlöndunum. Ef til vill er það friður og ró sem við getum fært börnunum okkar. Við hjá Borginni okkar Reykjavík viljum fylgja fordæmi Frakka og aðstoða kennara og for- eldra í uppeldishlutverkinu með því að banna snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Eftir Mörtu Bergman »Ef til vill er það friður og ró sem við getum fært börnunum okkar. Marta Bergman Höfundur er félagsráðgjafi. Eiga snjallsímar erindi í skólastofuna? Það hefur verið öm- urlegt að fylgjast með valdhroka meirihlut- ans í borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu Dags B. Egg- ertssonar borg- arstjóra gagnvart flugvelli allra lands- manna í Vatnsmýr- inni. Og í rauninni fá- heyrt hvernig ríkisstjórn og Alþingi hafa án að- gerða horft á hvernig verið er að þrengja að fluginu með því að ætla að byggja rándýr íbúðarhverfi allt í kringum völlinn. Einn daginn verð- ur svo hrópað: „Það er lífshætta að lenda flugvélum í Reykjavík, flugið verður að fara strax!“ Byggt í mýri Húsnæðisvandræði Reykjavíkur leysast ekki í Vatnsmýrinni en í Biblíunni segir fyrir daga verk- fræðinnar: „Heimskur maður byggði hús sitt á sandi en hygginn maður byggði hús sitt á bjargi,“ en hvergi er talað um hina botnlausu mýri og allir vita að þar er grunn- urinn dýr. Flugvöllurinn er þjónn allra landsmanna, neyðarbrautin sem lokað hefur verið var lífgjöf margra þegar mínútur skiptu máli um að koma slösuðum eða veikum til læknanna á Landspítalanum. Sjúkraflugið hefur enn aðgang að flugvellinum, en hversu lengi? Dagur og félagar ætla nefnilega að loka flugvellinum í lok næsta kjör- tímabils, árið 2022, verði þeir við völd áfram, eftir 1.400 daga. Treysta verður á að nýr sam- gönguráðherra, Sigurður Ingi Jó- hannsson, klári með hraði vanga- veltur um Hvassahraun, sem er blekking, segja flug- menn mér, og getur veðurfræðilega ekki leyst flugvöllinn í Vatnsmýrinni af hólmi. Allt innanlands- flugið byggist á Reykjavíkurflugvelli, sem er brúin til og frá höfuðborginni og jafn mikilvægur höf- uðborgarbúum og landsbyggðarfólki. Hitt blasir líka við að tveir aþjóða- flugvellir verða að vera af flug- öryggisástæðum hér á suðvest- urhorninu, Keflavík dugir ekki ein af þeim sökum. Oddviti framsóknarmanna í Reykjavík er flugmaður Ég tók eftir því að Ingvar Mar Jónsson, sem skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, tjáði sig um málið af mikilli þekkingu enda flugmaður að starfi. Hann sagði þetta m.a.: „Völlurinn gegnir mikilvægu ör- yggishlutverki fyrir flugsamgöngur landsins sem besti varaflugvöllur millilandaflugsins.“ Hann segist oft sem flugmaður hafa stefnt þotunni frá ófærum Keflavíkurflugvelli í skjólið í Vatnsmýrinni og skilað farþegunum heilu og höldnu heim. Meira en brú milli borgar og landsbyggðar Flugvöllurinn er meira en brú milli höfuðborgarinnar og lands- byggðanna. Ef hann fer verður Glasgow með þetta öryggis- hlutverk fyrir Keflavík og allt flug- verð hækkar út og heim. Það ligg- ur fyrir að bæði flugið til útlanda og innanlands mun stórskaðast verði flugvöllurinn hrakinn á braut. Ingvar Mar nefnir 200 milljarða sem þyrfti til að byggja upp flug- völl og spyr eðlilega hvar eigi að finna þá peninga þegar þjóð- vegakerfi landsins er komið að hruni. Það er mikilvægt við núverandi umræðu að kjósa flugmann inn í borgarstjórn Reykjavíkur til að rökræða við göngu- og reið- hjólaliðið sem dvelur við smáu tök- in í 101 og skilur ekki að flugvöll- urinn er eign okkar allra og það ætti að friðlýsa hann. Reiðhjólið er mikilvægt en það leysir ekki af fjölskyldubíllinn, strætóinn eða flugvélina sem skipa öndvegi í ferðamáta fólks. Fagna ber þessari afstöðu Ingv- ars Marar og framboðs Framsókn- arflokksins. Hitt liggur fyrir að Vigdís Hauksdóttir, sem leiðir Mið- flokkinn, og Eyþór Arnalds, sem leiðir Sjálfstæðisflokkinn í borg- inni, styðja flugvöllinn í Vatnsmýr- inni. Ég bið alla landsmenn að hug- leiða hvers virði flugvöllurinn er öllu flugi og mannslífum í háska stöddum. Flugvöllurinn er enn stærra kosningamál en nokkru sinni; nú snýst það um hvort hann verður hrakinn eða ekki hrakinn á braut. Brotavilji og ásetningur Dags B. Eggertssonar og hans manna er einbeittur gegn flugvell- inum og þar með er allt flug í land- inu sett í uppnám. Eftir Guðna Ágústsson » Flugvöllurinn er enn stærra kosn- ingamál en nokkru sinni; nú snýst það um hvort hann verður hrakinn eða ekki hrakinn á braut. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Verður Reykjavíkurflugvöllur hrakinn burt og allt flug laskast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.