Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 84
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég gerði mér nýverið grein fyrir
því að öll verk mín snúast með ein-
um eða öðrum hætti um fjölskylduna
og samspilið í nánum samskiptum.
Þetta var aldrei meðvituð ákvörðun
heldur tilviljun og kom sjálfum mér
raunar á óvart,“ segir danshöfund-
urinn Anton Lachky, en Íslenski
dansflokkurinn (Íd) frumsýnir á
Stóra sviði Borgarleikhússins á
morgun verk hans Hin lánsömu.
Þetta er annað verkið sem Lachky
semur fyrir Íd en haustið 2011
samdi hann verkið Fullkominn dag-
ur til drauma og hlaut, ásamt döns-
urum Íd, Grímuna 2012 sem dans-
höfundur ársins. Lachky nam dans
við J.L. Bellu Conservatory í
Banská Bystrica, í M.A.P.A.,
Háskólann í Bratislava og
P.A.R.T.S. í Belgíu. Hann var 2006
einn af stofnendum Les SlovaKs
Dance Collective sem hefur farið
víða um heim síðustu ár og sýndi
m.a. verkið Opening Night á
Listahátíð í Reykjavík 2011. Orð-
spor Lachky sem danshöfundar hef-
ur farið vaxandi og meðal verka
hans eru Softandhard fyrir Borgar-
leikhúsið í Helsinki, Magical Road
fyrir Theater St-Gallen, Wonder-
land fyrir Gautaborgarballettinn og
Dreamers fyrir Scottish Dance
Theatre, ásamt því að hafa samið
fyrir Feneyjatvíæringinn. Lachky er
einnig eftirsóttur danskennari en
hann hefur þróað sitt eigið kerfi sem
nefnist Anton Lachky – Puzzle
Work sem hann hefur kennt víða.
Frá tómarúmi til ofgnóttar
„Ég mæti aldrei á staðinn með
fyrirfram mótaðar hugmyndir held-
ur vinn verk mín í nánu samstarfi við
dansarana, en bæði karakter þeirra
og líkamleg færni veita mér mikil-
vægan innblástur. Það bregst ekki
að fyrstu vikuna í vinnuferlinu er ég
alltaf logandi hræddur um að vera
orðinn uppiskroppa með hugmyndir,
en held þá traustataki í aðferðafræði
mína og reynslu. Á þessum tíma
sköpunarferlisins fær konan mín yf-
irleitt skilaboð þar sem ég lýsi ör-
væntingu minni,“ segir Lachky kím-
inn og tekur fram að konan sé ávallt
frekar hughreystandi í svörum sín-
um, enda orðin vön ferlinu. „Enda
veit hún sem er að strax á 8. vinnu-
deginum er hún vön að fá skilaboð
frá mér þess efnis að vinnan gangi
ljómandi og verkið sem sé í smíðum
verði mitt besta til þessa,“ segir
Lachky og tekur fram að erfitt sé að
koma orðum að hinu skapandi ferli.
„Við förum frá tómarúmi í ofgnótt
hugmynda þegar ég sest niður og
byrja að skrifa söguna og handritið.“
Notast þú við talað mál í verkum
þínum?
„Já, mjög mikið. Auðvitað getur
dansinn, líkt og aðrar listgreinar, tjáð
margar ólíkar tilfinningar í gegnum
líkamann, en vilji maður segja sögu
þannig að hún skiljist er engin önnur
leið betri en að notast við texta. Ég er
hugfanginn af því að segja sögu og
það hefur lengi verið aðalsmerki sýn-
inga minna,“ segir Lachky og upp-
lýsir að lengi framan af hafi ætlunin
verið að leika nýja verkið á ensku og
birta íslenska þýðingu í textavel.
Kraftmikil og kómísk saga
„En síðan prófuðu dansararnir um
daginn að leika hann á íslensku, sem
var mjög áhrifamikið, þannig að það
verður reyndin,“ segir Lachky og
hrósar Hannesi Þór Egilssyni í há-
stert. „Hann fer með um 90% textans
og snaraði honum sjálfur yfir á ís-
lensku á einum degi til að leyfa mér
að heyra útkomuna. Við vorum búin
að vinna í þaula með framsetningu
enska textans og sú lögn heldur sér
algjörlega þótt hann skipti milli
tungumála, sem er magnað. Ég skil
ekki hvernig Hannes fór að því að
skipta milli tungumála og muna allan
þennan nýja texta á aðeins einum
degi. Hann er ótrúlegur.“
Um hvað fjallar Hin lánsömu?
„Þetta er kraftmikil og kómísk
saga átta systkina sem lifa velmeg-
unarlífi og njóta stöðugrar hamingju.
Gjaldið sem þau greiða fyrir hamingj-
una og vellystingarnar er að þau
mega aldrei yfirgefa húsið þar sem
þau búa,“ segir Lachky og tekur fram
að verkið greini síðan frá innbyrðis
átökum systkinanna og draumum
þeirra. „Verkið er uppfullt af litlum
sögum sem höfða til tilfinninga áhorf-
enda. Sem dæmi glímir yngsti bróð-
irinn við depurð því hann óskar þess
að hafa fæðst svanur og er ósáttur við
að vera fastur í mannslíkama. „Dag
einn sér hann youtube-upptöku úr
Svanavatninu og áttar sig á að það
eru fleiri í sömu sporum og hann. Á
afmæli hans skipuleggur elsti bróð-
irinn, sem Hannes leikur, óvænta
uppákomu þar sem systkinin dansa
saman brot úr Svanavatninu,“ segir
Lachky og bendir á að hugmyndin að
Svanavatninu hafi kviknað á æf-
ingaferlinu í samspili við hópinn.
„Andrean [Sigurgeirsson], sem leikur
yngsta bróðurinn, hefur augu og lík-
ama sem minnir um margt á teikni-
myndapersónu. Mér hefði aldrei hug-
kvæmst þessi saga ef ekki væri fyrir
útlit hans.“
Þú nefnir Svanavatnið. Ertu með-
vitað að vísa í listasöguna, biblíuna,
samfélagsgerðina eða pólitískar vær-
ingar í verkum þínum?
„Ég nýti allar þær hugmyndir og
vísanir sem heilla mig, en þetta er
aldrei gert meðvitað heldur byggist
einvörðungu á tilfinningu. Við mann-
eskjurnar erum í reynd svo líkar þeg-
ar kemur að tilfinningum og upplif-
unum. Ef við verðum vitni að ofbeldi
úti á götu hefur það sömu áhrifin á
okkur. Fallegar, fyndnar og mynd-
rænar upplifanir snerta okkur öll
með sama jákvæða hætti. Í list minni
er ég stöðugt að leita að þessum
sönnu augnablikum sem vekja með
okkur tilfinningar. Ef hugmyndir
mínar snerta ekki við fólki hendi ég
þeim hiklaust í vinnuferlinu,“ segir
Lachky og nefnir að ein systirin í
verkinu sé mjög nægjusöm.
„Til að upplifa hamingu þarf hún
ekki að gera annað en leggjast niður
og velta sér fjórum sinnum. Þessi ein-
falda gjörð vekur spurningar um
hversu mjög við getum stjórnað ham-
ingju okkar og hversu einfalt lífið get-
ur verið. Þess í stað gleymum við
okkur oft í efnishyggjunni og verðum
leið á ástarævintýrum þegar nýja-
brumið dofnar.“
Gafst upp á samtímadansi
Þú nefndir áðan að þér þætti mik-
ilvægt að segja sögu. Ég hef ekki
rætt við marga samtímadanshöfunda
sem vilja segja skýra sögu, því yf-
irleitt er markmiðið fremur að miðla
tilfinningum, myndum og hughrifum.
Hvernig getur verið svona mikill
munur í nálgun höfunda?
„Ég fylgist ekkert með tísku-
straumum í samtímadansi heldur er
aðeins trúr minni listrænu sýn og
smekk. Vissulega falla verk mín undir
skilgreininguna samtímadans, en það
má ekki gleymast að samtímadans er
mjög víðfeðmur flokkur. Við þurfum
frelsi til að skapa fjölbreytni innan
samtímadansins, en þessi fjölbreytni
gerir það auðvitað að verkum að
áhorfendur vita í reynd aldrei við
hverju sé að búast. Þetta væri sam-
bærilegt við það ef kvikmynda-
húsgestur færi í bíó og vissi ekki
hvort hann fengi að sjá rómantíska
gamanmynd, sögulega mynd, fjöl-
skyldudrama eða hryllingsmynd. Al-
menningur veit aldrei við hverju er að
búast þegar kemur að samtímadans-
sýningum,“ segir Lachky og bætir við
að sjálfur sé hann búinn að gefast upp
á samtímadansi sem áhorfandi. „Ég
hef á löngum ferli mínum séð ógrynni
slíkra sýninga, en nýt þess ekki leng-
ur þar sem ég verð fyrir vonbrigðum í
99% tilvika. Það er ekkert verra en
þegar maður sem áhorfandi skilur
ekki hverju er verið að miðla og
stendur algjörlega á sama. Listafólk-
ið getur ekki skýlt sér á bak við þá af-
sökun að áhorfendur séu bara óupp-
lýstir, því þeir eru það ekki.“
Gagnrýnir umbúðalaust
Er ekki erfitt að tilheyra danssen-
unni og líða svona?
„Þetta hljómar auðvitað kjánalega,
því samtímis er ég hugfanginn af
vinnunni minni. Ég á mér enga ósk
heitari en að sjá sýningar sem heilla
mig og fanga, hvort sem það er vegna
inntaksins eða fagurfræðinnar,“ segir
Lachky og rifjar upp að hann hafi síð-
ast upplifað slíka sýningu í Stokk-
hólmi fyrir um áratug. „Það sem
heillaði mig ekki síst var að finna að
listafólkið vissi hverju það vildi miðla
og hafði fullkomið vald á aðstæðum.“
Eins og fyrr segir hefur Lachky
þróað sitt eigið hreyfikerfi sem nefn-
ist Anton Lachky – Puzzle Work sem
hann notar í eigin verkum. Hver er
lykillinn að þessu kerfi þínu?
„Fagurfræði líkamlegrar færni,
eins og hún birtist meðal annars hjá
íþróttafólki, heillar mig. Kraftur,
styrkur, snerpa og hraði eru lykil-
atriði í minni nálgun,“ segir Lachky
og líkir sjálfum sér við hljóðfærastilli.
„Ég hjálpa dönsurunum að stilla
hljóðfæri sitt þannig að þeir geti
dansað hvað sem er. Ég krefst mikils
af þeim sem ég vinn með og árang-
urinn er eftir því,“ segir Lachky og
tekur fram að hann segi hlutina ávallt
umbúðalaust sem falli ekki öllum í
geð. „Maður má ekki vera hræddur
við að gagnrýna umbúðalaust og týn-
ast þess í stað í kurteisi. Gagnrýni á
ekki taka persónulega, enda snýst
hún einvörðungu um vinnuna. Flestir
skila frammistöðu sem er innan við
60% af getu þeirra. Ég get auðveld-
lega hjálpað fólki að ná 80%, en það
krefst síðan mikils aga og einbeit-
ingar að ná 100% frammistöðu og
orku,“ segir Lachky og áréttar að
markmið hans sé samt að ná 102%.
„Þessi tvö extra prósent gera gæfu-
muninn, en það krefst mikillar vinnu
að halda sér í þeim gæðaflokki. Til að
halda þessu gæðastigi þegar mín nýt-
ur ekki lengur við þurfa dansararnir
sjálfir að bera ábyrgðina með því að
horfa á samstarfsfólk sitt gagnrýnum
augum og benda á hvað megi betur
fara án þess að óttast það að særa.
Þetta er vandasamt ferli, en skilar
góðum árangri.“
„Ég krefst mikils“
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Hin lánsömu í Borgarleikhúsinu annað kvöld kl. 20
Danshöfundurinn Anton Lachky mætir ekki með fyrirfram mótaðar hugmyndir að sýningum
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Innblástur Anton Lachky segist fá mikinn innblástur frá dönsurunum, en þeir eru Einar Aas Nikkerud, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Hannes Þór
Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Tanja Marín Friðjónsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir.
Ljósmynd/Bengt Wanselius
Eftirsóttur Anton Lachky.
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir
í fötum
Ný sending af
glæsilegum
jakkafötum frá
Frábært úrval!
B E C K
U O M O