Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Sérfræðingar í trúlofunar- og giftingarhringum Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin okkar en 9,1% þeirra líður mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í jan- úar 2016. Flokkur fólksins var stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fá- tækt í því bullandi góðæri sem við búum við í dag. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og ör- yrkjar. Launakjör þeirra og af- koma eiga sér enga hliðstæðu á Ís- landi og þótt víðar væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarinn rétt þeirra sbr. 2. málsl. 1. mgr. 69. gr. laga um al- mannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir: „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neyslu- verðs.“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitölu- útreikningi kjarabóta almanna- trygginga, sem aldrei á að hækka minna, takið eftir, aldrei á að hækka minna en verðlag sam- kvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á al- mannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar!“ Þetta fallega kjörorð öryrkja verð- ur leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öll- um tækifæri til sjálfsbjargar. Hættið að koma fram við öryrkja eins og við séum þriðja flokks þjóð- félagsþegnar, við erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er grímulaust haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga mögu- leika á að bjarga okk- ur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna-á-móti-krónu- skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, sem leigja hjá Brynju hússjóði, fái greiddar þær sérstöku húsaleigubætur sem þeim voru dæmdar samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 16. júní 2016. Á þessu hefur verið mik- ill misbrestur hjá Degi B. Eggerts- syni og borgarstjórn hans. Ör- yrkjum er mismunað harkalega og hafa margir þurft að ganga grýttan veg til að freista þess að fá rétt sinn samkvæmt dómsorðinu. Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Við erum líka menn. Réttur til mann- sæmandi lífs er líka réttur fatlaðs fólks og öryrkja Eftir Karl Berndsen »Króna-á-móti-krónu- skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Karl Berndsen Karl skipar 2. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. „Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með tals- verðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi.“ Ofangreint slagorð SKOTVÍS fangar vel þau grunngildi sem siðareglur félagsins eru byggðar á. Dýravernd, nátt- úruvernd, almenn fræðsla, virðing og góð nýting bráðar eru meg- inþema þeirra. Í haust fagnar SKOTVÍS 40 ára afmæli sínu sem framvörður skot- veiðimanna á Íslandi. Frá upphafi hefur félagið haft siðareglur sínar í öndvegi og stuðlað að bættri skot- veiðimenningu. Árlega kemur út SKOTVÍS blaðið og á afmælinu í haust þann 23. september mun blað- ið koma út veglegra en nokkru sinni. En hver verður framtíð skotveiða á Íslandi? Hvar og hvað verður leyft að veiða og verður yfirhöfuð leyfi- legt að veiða? Fyrir okkur skotveiðimenn er vert að velta þessum spurningum upp. Aðstæður í samfélaginu hafa breyst hratt síðustu ár sem og við- horf almennings og stjórnvalda til skotveiða. Það viðhorf ræðst af mörgum þáttum, en þeir mikilvæg- ustu eru án efa flutningur fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Rannsóknir í Svíþjóð og USA sýna fram á að við- horf til skotveiða verður neikvæðara með hverri kynslóð sem elst upp í þéttbýli og hefur minni tengsl við náttúruna. Þráðurinn við náttúruna og sjálfbæra lifnaðarhætti er að slitna. Skýrt dæmi um þessa þróun er teiknimyndin um Bamba sem kom út 1942. Stórmerkileg mynd sem var fyrsta teiknimyndin sem teiknuð var í þrívídd og naut mikilla vinsælda. Dýrin voru persónugerð, öll voru þau vinir en veiðimaðurinn vondur. Þegar Bambi fæðist er sviðsetningin eins og úr biblíunni, hann er í miðju með öll dýrin í kring og faðirinn lengra í burtu, uppi á hæð og horfir á. Frelsarinn er fæddur. Sú augljósa staðreynd að náttúran er grimm, dýr éta önnur dýr lif- andi og rífa á hol er óralangt í burtu frá þessum Disney- veruleika. Afleiðingin varð mik- il andstaða við dá- dýraveiðar í USA og mikið dró úr veiðunum. Dádýrunum fjölgaði hratt eftir það og í dag er þetta stórt vandamál á vegum. Um 1.200.000 tilvik eru skráð árlega þar sem árekstur verð- ur á milli dádýra og farartækja og um 200 manns láta lífið í þessum árekstrum. Árlega er um 3 millj- örðum USD eytt í aðgerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr þess- um skaða. Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú staðreynd að bókin um Bamba er skrifuð af austurrískum veiðimanni sem vildi sýna fram á sjálfbærni veiða og veiðimanninn sem hluta af náttúrulegri hringrás. Mig langar að biðja alla veiði- menn um að hafa í huga að það svig- rúm sem veiðimenn höfðu fyrir að- eins fáeinum árum var umtalsvert meira en við búum við í dag. Það er einhvern veginn þannig að nánast allar breytingar sem gerðar eru á veiðilöggjöf, reglugerðum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á skot- veiðar eru í sömu áttina, þ.e. að minnka, stytta, draga úr og hefta aðgengi. Við skotveiðimenn höfum í þess- um efnum sýnt ótrúlegt langlund- argeð og látið breytingarnar yfir okkur ganga án mikilla mótmæla með þá von í brjósti að einn daginn breytist umræðan og skilningurinn aukist. Að þegar talað er af stolti um veiðimannasamfélagið Ísland, sem byggði upp velferðarsamfélag með öflugum sjávarútvegi byggt á fisk- veiðum, þá muni menn eftir því að í landinu er ekki síður merkileg hefð og saga tengd skotveiðum. Því þeg- ar forfeður okkar drógu björg í bú leituðu þeir ekki bara á sjóinn, held- ur líka í móa, mela, hlíðar og fjöll þar sem þeir skutu, háfuðu eða ein- faldlega smöluðu saman fuglum sem nýttir voru til matar. Það skiptir okkur sem samfélag máli að sú hefð og þekking sem veiðimenn búa yfir hverfi ekki, því þar með myndi skilningur okkur á því hver við vorum og hvaðan við komum minnka til muna. Nú liggja fyrir hugmyndir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og endurskoðun á löggjöf um veiði- stjórnun ásamt endurskoðun á skot- vopnalöggjöf. Það er ljóst að þörfin fyrir SKOTVÍS sem hagsmunasamtök veiðimanna hefur aldrei verið meiri og sú þörf á aðeins eftir að vaxa. Veiðimenn verða að opna sig og taka virkari þátt í umræðunni. Ef við tölum ekki okkar máli og verjum rétt okkar mun enginn gera það, framtíð skotveiða er í okkar hönd- um. Gangið í SKOTVÍS. Eftir Áka Ármann Jónsson Áki Ármann Jónsson » Að þegar talað er af stolti um veiði- mannasamfélagið Ís- land þá muni menn eftir því að í landinu er ekki síður merkileg hefð og saga tengd skotveiðum. Höfundur er formaður SKOTVÍS. Hver verður framtíð skotveiða á Íslandi? Ég stóð í þeirri trú að ég væri að fara í stjórnmál til að gera breytingar, hafa áhrif, bæta aðstæður og breyta umhverfinu. Ekki hjakka í sama farinu eða „láta tölv- una svara“ fyrir mig enda eru stjórn- málamenn ekki emb- ættismenn. Þannig er stjórnmálamönnum ætlað að breyta til hins betra. Nú hafa fulltrúar nú- verandi meirihluta í borgarstjórn sýnt að þeir virki frekar eins og búró- kratar en pólitíkusar. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum okkur á hinn bóginn að fara aðrar leiðir og láta ekki lagatæknileg atriði hindra okkar. Það mun ég sem stjórnmálamaður aldrei sætta mig við. Ég hélt að meirihlutinn í Reykja- vík væri líka í stjórnmálum til að gera breytingar en svo virðist ekki vera. Við höfum verið sökuð um að horfa ekki til framtíðar heldur fortíðar. Í Ráðhúsinu er mikið talað um valdefl- ingu og aukna virkni minnihlutahópa. Að auðvelda eldri borgurum að búa á eigin heimilum er ein- mitt þáttur í því. Há fast- eignagjöld sem byggjast á skortstefnu í húsnæð- ismálum borgarinnar valda eldri borgurum miklum erfiðleikum og eru þeirra helsta áhyggjuefni þegar þeir segja frá sínum að- stæðum. Er það ekki hlutverk stjórnmálafólks að hlusta og bregðast við ábendingum? Ég vil horfa til fram- tíðar í þessu máli. Það er hægt að gera breytingar, hverfa frá reglu- verki og lagatækni fortíðar og þröng- um lagatúlkunum. Ég vil finna leiðir til lausna. Ekki festa mig í fortíðinni eða láta tölvuna segja nei. Leysa mál- ið. Það er líka að horfa til framtíðar að vilja bæta ástand á húsnæðismarkaði í Reykjavík í stað þess að kenna skorti á byggingarkrönum um ástandið. Að auðvelda ungu fólki að finna hentugt húsnæði. Að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar um borgina með þeim samgöngumátum sem það kýs sjálft. Að bæta skóla- umhverfið. Að þrífa borgina og halda hreinni. Að auka skilvirkni í allt of stóru og svifaseinu stjórnkerfi borg- arinnar. Allt verður þetta erfitt en þá þarf bara að hafa meira fyrir því. Ég er tilbúinn að leggja það á mig. Ég ætla ekki að láta segja mér að það sé ekki hægt. Stjórnmál eiga ekki að snúast um lagastagl heldur að gera breytingar. Við munum gera breyt- ingar! Eftir Örn Þórðarson Örn Þórðarson »Ég vil horfa til fram- tíðar í þessu máli. Það er hægt að gera breytingar, hverfa frá regluverki og lagatækni fortíðar og þröngum lagatúlkunum. Höfundur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Breytum fyrir eldri borgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.