Morgunblaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi í yfir 10 ár.
Framleiddir undir ströngu
eftirliti til samræmis
við OE gæði.
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Mikil gróska einkennirmálaralistina á Íslandiog fjölmargir ungirlistamenn vinna með
málverk í víðum skilningi hugtaksins
í dag. Á sýningunni Margoft við
sjáum og margoft við sjáum aftur
má sjá innsetningu Jóhönnu Krist-
bjargar Sigurðardóttur sem sam-
anstendur af skúlptúrum, vídeó-
verkum og abstraktmálverkum þar
sem samspilið milli verkanna er í
forgrunni. Stór himinblár renningur
mætir áhorfandanum í miðjum að-
alsal Hafnarborgar, á honum stend-
ur stór viðarskúlptúr sem kallast á
við form í málverkum á veggjum
sem eru sum hver hefðbundin olíu-
málverk á striga, önnur lágmyndir á
vegg eða máluð beint á veggi sýning-
arrýmisins. Verkin mynda innsetn-
ingu sem tengist texta í ljóðabók
sem Jóhanna gaf út á síðasta ári og
titill sýningarinnar er sóttur til.
Jóhanna býr og starfar í Belgíu það-
an sem hún lauk framhaldsnámi í
myndlist. Á sýningunni gefur að líta
bæði ný og eldri verk en síðasta
einkasýning hennar á Íslandi var í
Listasafni ASÍ árið 2015. Hún átti
einnig verk á samsýningunni Ný-
málað sama ár og á sýningunni
Plan-B í Borgarnesi á síðastliðnu
ári.
Eins og áður segir er hér um að
ræða bæði ný og eldri verk þar sem
þremur innsetningum hefur verið
rennt saman í eina heild. Í hliðarsal
má sjá verk sem voru á sýningunni
(Neo) Constructiv-Emotionalism í
Antwerpen árið 2013. Yfirskriftin,
sem þýða mætti sem nýjan tilfinn-
ingakonstrúktívisma, er tilvísun í
móderníska listhefð í upphafi 20.
aldar eins og rússneska súprema-
tista og konstrúktífista en með öðr-
um formerkjum í meðförum
Leikgleði í ljóðrænu samtali
Morgunblaðið/Valli
Ljóðrænt Verkin mynda innsetningu sem tengist texta í ljóðabók sem Jóhanna gaf út í fyrra.
Hafnarborg
Margoft við sjáum og margoft við
sjáum aftur – Jóhanna Kristbjörg
Sigurðardóttir bbbmn
Hafnarborg. Til 27. maí 2018. Opið alla
daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Ný og eldri Á sýningunni gefur að líta bæði ný og eldri verk eftir Jóhönnu.
Ólíkir miðlar Jóhanna sýnir skúlptúra, vídeóverk og abstraktmálverk.
Jóhönnu. Á gólfi eru þríhyrndir
skúlptúrar málaðir í brúnum og
dumbrauðum lit, eitt málverk hangir
stakt á vegg en vídeóverk og önnur
málverk eru á lausum viðargrindum
sem skorðaðar eru af með grófum
hellusteinum sem skapar létt en um
leið hrátt yfirbragð. Jarðlitir eru
áberandi í verkunum og formin
ákveðin og í þeim leikur Jóhanna sér
með myndmál sem býr yfir fortíð-
arþrá og leiðir hugann til að mynda
til listamanna eins og Theos van Do-
esburg sem var einn forsprakka De
Stijl-hópsins sem var stofnaður árið
1917 í Hollandi.
Í aðalsal má sjá verk frá 2015 sem
einnig voru sýnd í Antwerpen og
Gent og Listasafni ASÍ, í bland við
ný verk sem sum eru unnin á staðn-
um. Hér má sjá hvernig losnar um
formin og þau opnast eða jafnvel
frelsast á myndfletinum. Á löngum
vegg vinstra megin í salnum má sjá
hvernig birtir yfir litapallettunni.
Línuteikning er leikandi og frjáls og
formin opnari en í fyrri verkum Jó-
hönnu. Hér kemur aftur fram sterk
tenging í listasöguna þar sem fínleg
málverk belgíska listamannsins
Georges Vantongerloo (sem einnig
var meðlimur í De Stijl) frá því á
seinni hluta fjórða áratugarins koma
upp í hugann.
Einlit form í lágmyndum á veggj-
um og í skúlptúrum á gólfi kallast á í
endurteknu stefi út sýninguna.
Skúlptúrar á gólfi eru ýmist ómál-
aður viður eða málaðir í bleikum,
gulum og bláum litum sem bera með
sér einlæga leikgleði. Skúlptúr verð-
ur málverk og málverk skúlptúr og
mörkin þar á milli eru óljós. Jóhanna
vísar í hefð málaralistarinnar en nýt-
ir sér vídeótækni nútímans sem
víkkar út möguleika til tjáningar í
víðu samhengi miðilsins, en þar
bregður listakonunni sjálfri fyrir.
Verkin á sýningunni eru abstrakt
myndljóð sem listamaðurinn raðar
saman í rýminu og myndar flæði
sköpunar líkt og rithöfundur sem
skipar orðum á blað og færir þannig
tjáningu sína í orð og gefur þeim
merkingu.
Í Hafnarborg hefur Jóhanna
tvinnað saman sjónrænu myndmáli
málverksins í samhengi við söguna
og samtímann. Litir, fletir og form
kallast á í rýminu í ljóðrænu samtali.
Úr verður persónulegur mynd-
heimur þar sem áhorfandanum er
veittur aðgangur en merkingin er
honum ekki endilega læsileg, enda
skiptir það ekki öllu máli. Honum er
eftirlátið að búa til sína eigin sögu og
sýn með ferð sinni um rýmið og
skapa um leið ólík sjónarhorn á
verkin.
Hin sígilda kvikmynd tékkneska leikstjórans Miloš For-
mans, Amadeus, frá árinu 1984, verður sýnd á bíótón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld og annað
kvöld í Eldborgarsal Hörpu. Sinfóníuhljómsveitin, und-
ir stjórn svissneska hljómsveitarstjórans Ludwigs
Wicki, sér um lifandi flutning tónlistar ásamt Mót-
ettukór Hallgrímskirkju sem Hörður Áskelsson stjórn-
ar en malasíski píanóleikarinn Mei Yi Foo leikur ein-
leik. Handrit Amadeus er byggt á samnefndu leikriti
Peters Shaffers og hlaut kvikmyndin átta Óskars-
verðlaun árið 1985. Tónlist tónskáldsins Wolfgangs
Amadeus Mozarts er í forgrunni í henni en önnur að-
alpersóna sögunnar er hirðtónskáldið Antonio Salieri
og sjónum beint að glímu hans við æðri máttarvöld.
Morgunblaðið/Valli
Einbeitt Ljósmyndari leit inn á æfingu fyrir bíótónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gær. Á tjaldi fyrir ofan
hljómsveitina sést hin margverðlaunaða kvikmynd Amadeus sem fjallar um tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart.
Æft fyrir Amadeus-bíótónleika Sinfó