Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 22

Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 22
SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stuðningsmaður númer 24.915 var skráður í „Lið Íslands“ í vikunni og er hann frá Ítalíu. Skráningar hafa borist frá 163 löndum, sem er talsvert ef haft er í huga að lönd í heiminum eru rúmlega 190. Alls hafa 2,8 milljónir manns víða um heim séð kynn- ingarmyndbandið þar sem forseta- hjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jó- hannesson buðu heimsbyggðinni að vera með í Liði Íslands. Þau sjást m.a. leika sér með fótbolta á Bessa- stöðum. Viðbrögð við verkefninu hafa verið ofar væntingum Team Iceland-verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland og er ætlað að nýta meðbyrinn vegna þátttöku Íslands á heims- meistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi, sem hefst eftir um 50 daga. Íslandsstofa skipuleggur þetta markaðsverkefni í samvinnu við um 50 íslensk fyrirtæki, stjórn- völd og Knattspyrnusambandið með áherslu á samtakamáttinn. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að viðbrögðin við verkefninu hafi verið ofar væntingum. Hún seg- ist reikna með að áhuginn aukist enn er nær dragi keppninni. „Þetta verður sterkasta kastljós sem Ís- land hefur verið í,“ segir Sigríður Dögg. Vilja auka vitund um Ísland sem góðan stað „Við fundum fyrir þeirri ofboðs- legu athygli sem fylgdi því frækna íþróttaafreki hjá strákunum okkar að komast í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í fótbolta 2016. Við vildum því vera enn betur undirbúin að þessu sinni og eiga vettvang þar sem við gætum boðið fólki að taka þátt með okkur. Við fundum það í kringum EM að áhuginn jókst þeg- ar nær dró stóru stundinni og við viljum taka þátt í og skapa um- ræðuna.“ Því var ákveðið að ráðast í mark- aðsverkefni fyrir íslenskt atvinnulíf með það markmið að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Yfir 50 aðilar í atvinnulíf- inu koma að Team Iceland í orku- geiranum, sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði, matvælaframleiðslu og ferða- þjónustu. „Viljum fá sem flesta í lið með okkur“ „Við höfum fengið skráningar frá öllum heimsálfum og meðal annars frá Suðurskautslandinu, hugsanlega frá vísindamanni að skoða mörgæs- ir,“ segir Sigríður Dögg. „Hver og einn er talinn inn í liðið og það er gert til að sýna að það munar um hvern og einn. Við þessi fámenna þjóð viljum fá sem flesta í lið með okkur og vitum að það munar um fólk á Íslandi. Fólk fær rafræna landsliðstreyju með skráningarnúmerinu á bakinu og jafnframt er á peysunni íslensk útgáfa af nafni viðkomandi. Það vek- ur alltaf athygli að flest landsliðsfólk í fótbolta er með son eða dóttir á bakinu og okkur langaði að leika okkur með þetta. Því er fólki boðið að skrá nafn á föður eða móður og þá kemur íslensk útgáfa á eftir- nafninu á þessa rafrænu treyju.“ Umfjöllun í 350 miðlum og fjölmiðlaferðir til Íslands Sigríður Dögg segir að alls konar kveðjur fylgi skráningunni, bæði frá fólki sem eigi ekki lið í úrslitum HM og sé að leita að þjóð til að styðja og einnig frá fólki sem eigi landslið í úr- slitakeppninni, en segist samt ætla að styðja Ísland. „Þetta er skemmti- legt og nokkuð sem okkur þykir mjög vænt um,“ segir Sigríður Dögg. Umfjöllun um Team Iceland hef- ur nú þegar birst í um 350 miðlum víðs vegar um heim, en því var hleypt af stokkunum 8. mars síðast- liðinn. Meðal annars hefur verið fjallað um verkefnið í stórum miðl- um eins og The Times, The Sun og Los Angeles Times. Í tengslum við verkefnið hafa verið skipulagðar ferðir fyrir starfsfólk erlendra fjöl- miðla hingað til lands. Frá því að herferðin hófst hefur verið vakin athygli á Liði Íslands á ýmsum sýningum og kynningum, meðal annars á stóru sjávarútvegs- sýningunni í Brussel í vikunni. Kastljósið á Ísland verður sterkt  Um 25 þúsund manns skráðir í Team Iceland, markaðsátak í tengslum við HM í fótbolta í sumar  Mikill áhugi á Íslandi og líklegt að meðbyrinn aukist enn fram að HM sem hefst eftir 50 daga 25.000 leikmenn frá 163 löndum hafa skráð sig í Lið Íslands (Team Iceland) 2,8 milljónir hafa séð forsetann sparka bolta FELLOW FANS AROUND THE WORLD. . . 50 dagar eru þar til úrslitakeppni HM hefst í Rússlandi 350 fjölmiðlar hafa birt umfjöllun um Lið Íslands Lið Íslands um allan heim Sigríður Dögg Guðmundsdóttir 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Grandagarði 13, 101 Reykjavík, alls um 196,8 fm. Laust í júní 2018. Í boði er langtíma leigusamningur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika fyrir verslunar eða veitingastarfsemi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á þessu sv ði á næstu árum. Á jarðhæð er verslunarrými með góðum verslunargluggum út að götu. Bakatil er aðkoma og bílastæði. Gengið er upp á 2. hæð um sameiginlegan sti agang þar sem eru sameiginlegar snyrtingar. Á hæðinni r eldhús, tvær skrifstofur og opið vinnurými. Neðri hæð er 80,3 fm., efri hæð 93,0 fm. og hlutdeild í sameign 23,5 fm. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL LEIGU Grandagarður 13 – 101 Rvk Gerð: Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Stærð: 196,8 m2 Allar nánari upplýsingar veitir: Bergsveinn Ólafsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari og rekstrarfræðingur 863 5868 | 534 1028 bergsveinn@jofur.is Á samfélagsmiðlum hafa birst kveðj- ur frá fólki víðs vegar að úr heim- inum. Rafræna landsliðstreyjan hef- ur vakið athygli og ekki síður nafn upp á íslenskan máta með son eða dóttir í endann. „Frá hinum hluta heimsins og hin- um hluta knattspyrnuvallarins með ósk um velgengni til Íslendinga í Rússlandi. Kveðjur frá Argentínu.“ „Írland er ekki með, en Ísland er það. Ég þarf aðeins að breyta R í C til að verða meðlimur í Team Ice- land. Ég held með ykkur, þvílíkur innblástur.“ „Áfram Ísland, áfram. Ég er Ítali og mun hvetja íslenska liðið og krosslegg mína ítölsku fingur fyrir ykkur.“ „Við verðum í tveimur landsliðs- treyjum, annarri fyrir heimalandið, hinni fyrir hjartað.“ „Enn ein ástæða fyrir því að Ís- land er meðal bestu landa í heimi. Lófatak og aðdáun.“ „Þvílík snilldarhugmynd til að fá stuðningsmenn frá öllum heims- hornum [rafræna landsliðspeysan]. Ég er með, áfram Ísland. Ég elska íslenska nafnið mitt.“ Vekja athygli Rafrænar treyjur Team Iceland hafa slegið í gegn. Á mynd- unum má sjá nöfn Matias Parola-Grandesson frá Argentínu og Venkata Nir- malasdóttur frá Indlandi skrifuð upp á íslensku. Tvær peysur - fyrir hjartað og heimalandið Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta verður leikur gestgjafa Rússa gegn liði Sádi-Arabíu á Luzhniki- leikvanginum í Moskvu 14. júní. Tveimur dögum síðar stíga ís- lensku leikmenninrir á stóra sviðið er Ísland mætir Argentínu á Spartak-leikvanginum í sömu borg laugardaginn 16. júní. Leikur Ís- lands og Nígeríu verður í Volgograd föstudaginn 22. júní og síðasti leik- ur okkar manna í riðlakeppninni er gegn Króatíu, en liðin mætast í Ro- stov þriðjudaginn 26. júní. Ísland á stóra sviðið 16. júní FYRSTI LEIKUR HM VERÐUR Í MOSKVU 14. JÚNÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.