Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 7
BREIÐFIRÐINGUR
5
með fornar geymdir frá fyrri tíð,
fornar minjar um leik og stríð,
forna sigra við hregg og hríð
er hristist að grunni bærinn?
Hann lumar á mörgu í lögunum sínum, blærinn.
II.
Úti er ég við eyjasker,
ýmsar staðsýnir birtast mér,
— finnst mér sem djarfur, frónskur her
fylli hér eyjabyggðir, —
flögra í hugsýn feiknrænar sjómannsdyggðir.
Kenndist hér fyrrum kappaval
komið frá eyjum, strönd og dal,
— fátt var um nesti í ferðamal,
farbæn í veðratónum.
Mörg er sigling á sjónum.
Myrkur um nóttu hraustum hal
huldi útsýn og mökkinn fal,
aldrei þó heyrðist óttatal:
Ýtum í drottins nafni!
Ferðin er hafin, hetjur í skut og stafni.
Sæbarðir kappar sóttu fast
sjóinn, í reiða og keipum brast,
í viðsjálu brimi vöðvi gnast
að voldugum áralökum, —
styrkur er armur, stældur í ránartökum.
Sœbarin hönd við segl og rár,