Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 8
6
BREIÐFIRSINGUR
siggvarin hönd við trausta ár,
sœþjálfuð hönd, til keppni klár,
— á keipunum sýður stundum,
beitivindar, svimandi leiði á sundum!
Skipstjórnaraugu skynja djörf
skersins og bárunnar leiðarhvörf,
aldrei þau greinast óttastjörf,
aldrei hik eða vafi.
Gott er að eiga stórhugans styrk á hafi.
Tvísýn er leið urn trylltan sjó,
torveld miðun á bárusjó,
úrigan boða aflakló
oftlega naumt með dirfsku smó,
en brimróðurslag sem leiftur fló
og lagði skipi að nausti.
Gifturík lending farmenn fylla af trausti.
Stundum heimtar þó hafið gjald,
með helreistan, svelgjandi bárufald.
Lýkur af farið lokatjald,
litli báturinn sokkinn,
leiðin enduð, — hetjanna strengur hrokkinn.
III.
Úti er ég við eyjalönd,
eygi þroskaða konuhönd,
svignaða ár og seglin þönd
seiðandi byr að heimaströnd,
órofatraust og tryggðabönd,