Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
nauðsynja, að þar féllu menn aldrei úr ófeiti þótt hungur-
vofan herjaði aðrar byggðir landsins, en einnig staður dap-
urra atburða og strangra harma, þegar höfuðskepnurnar
birtu afl sitt og þyrmdu engum er þær náðu tökum á, hvort
sem fari var ýtt frá „kaldri Skor” eða öðrum stöðum í
ramma Breiðafjarðar, en jafnframt staður trúar og trúnað-
artrausts, vonar og ótta; og geislandi gleði, þegar ástvinir
náðu heilir í höfn.
Afleiðingar þessa — og margs annars frá þessum vett-
vangi, — er kvæðið Úti við eyjar, — hugsýnir landkrabbans,
sem aldrei hefur í Eyjum búið, og að mestu hefur aðeins
séð þær hilla uppi í fjarlægð, sem aldrei hefur siglt þar
til fiskjar, eða reynt hraustleg átök brimróðurs. aldrei notið
þar lífrænna stunda, er sól merlar sæ og lognaldan hjalar
við strönd, aldrei kynnzt iðandi lífi þeirra á landi og sæ,
eða teygað ilm sævarins umhverfis þær eða gróðurangan
í landi þeirra.
Eitt er víst, — innan fárra áratuga verða Breiðafjarðar-
eyjar að fullu byggðar á ný. Straumurinn breytist, það birt-
ir senn.
Hallgrímur frá Ljárskógum.