Breiðfirðingur - 01.04.1968, Side 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
lýsingar og örnefna og annað það, sem snertir sögu
héraðanna og íbúa þeirra.
C. Að styðja eftir megni öll þau mál, sem að dómi fé-
lagsins horfa til menningar og hagsbóta héruðum við
Breiðafjörð.
Við þetta verður að miða, og eftir þessu verður að dæma
það sem hér verður sagt um Breiðfirðingafélagið.
En að sjálfsögðu verður að segja eins hlutlaust og rétt
frá því, sem gert hefur verið og unnt er, og geta þeirra, sem
að hafa unnið. En sérhver lesandi verður svo að dæma
sjálfur hversu til hafi tekizt að marki því, sem að er stefnt.
Hugsjónin er sú, að ekki glatizt áhrif heimahaga og
erfðir þær, sem þaðan fylgdu, því að „hollur er heima-
fenginn baggi“ og „án er ills gengis, nema að heiman
hafi“
Breiðfirzkar byggðir hafa verið meðal hinna sagnauð-
ugustu á íslandi og er þá mikið sagt. Þar hefur verið sér-
stætt og fjölbreytt aðstaða og atvinnulíf, litríkt og þrosk-
andi. Þar hefur verið flest í ljóð og sögur fært og ljóðást
og sagnalist á háu stigi og skáldættir margar. Og síðast
má þó nefna það, sem kannske er þó mest um vert, að þar
fæddust og elfdust þær frelsishreyfingar og hugsjónir lýð-
ræðis og nýsköpunar margar, sem fengu byr undir vængi
fyrir þrótt og dáðir þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar.
En um það vitna ekki sízt Kollabúðafundir í Þorskafirði,
Framfarastiftun Flateyjar og tímaritið Gestur Vestfirð-
ingur.
Allt þetta er vel til þess fallið að félag burtfluttra
barna byggðarinnar verndi það, varðveiti og geymi til
vöxtunar komandi kynslóðum.