Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
Og umfram allt má aldrei gleyma að stefnan sé rétt,
þótt aðferðir séu með ýmsu móti.
Hver ræða, hver söngur, hver nefnd, liver samkoma verð-
ur að fela þetta í sér og það sýnist að vissu leyti sjálfsagt.
En hver leikur, hver dans, hver sýning og mannfagnaður
verður að stefna að þessari varðveizlu einstaklingsins, en
þó með þeirri háttvísi, að sem minnst beri á því, t. d. á
gleðimótum, þar sem alvaran má ekki skapa þröngsýni
og helsi.
Frjáls hugsun, frjáls athöfn, frjáls vilji verður að fá
að njóta sín, þótt allt sé með virðulegum blæ hins hófstillta
þroska og þeirrar skapgerðar, sem kann að fagna því fagra
og gleðjast yfir hinu smáa, þess hjarta, sem metur mest það
sem greri við barm átthaganna og átti sér skjól og sól í
litlum bæ, í litlum hvammi, við ilm blóðbergs og fjalla-
drapa.
FORINGJAR í TVO ÁRATUGI.
Foringjar Breiðfirðingafélagsins og félagar yfirleitt hafa
frá fyrstu byrjun alltaf skilið og metið þessa aðstöðu til
átthaganna, verið skyggnir á hið ljómandi takmark í vernd-
un og varðveizlu hins bezta heima og heiman.
Enda hafa þeir flestir eða allir átt anda og mótun ung-
mennafélaganna í uppeldi sínu og þroska. En þar gilti
fyrst og fremst fórnfýsi, félagsþroski og ættjarðarást undir
kjörorðinu íslandi allt.
Þrír af fimm, sem hafa verið formenn félagsins þessa
tvo áratugi eru fæddir í Flatey á Breiðafirði og því Barð-