Breiðfirðingur - 01.04.1968, Side 29
BREIÐFIRÐINGUR
27
samstarfsfólkið og var því hin mesta eftirsjón að því, að
hann taldi sig ekki hafa tíma til að vera formaður lengur,
þar eð hann væri að hefja búskap og byggja hús.
En framkvæmdir við útgáfu Breiðfirðings tók hann að
sér af mikilli fórnfýsi, en þess verður nánar getið síðar.
Þá tók við Friðjón Þórðarson, nú sýslumaður í Stykkis-
hólmi og þingmaður Breiðfirðinga. Hann er fæddur og upp-
alinn í Dölum vestur, gáfaður, söngvinn, fríður sýnum og
skáld gott. Fundarstjórn var honum vart eins lagin og
frændunum úr Flatey, en tillögugóður var hann, réttsýnn
og ráðsnar. En að einu ári liðnu í stjórn eða formannssæti
flutti hann vestur í Búðardal sem sýslumaður Dalamanna
og hefur ekki átt búsetu á félagssvæðinu síðan.
Nú var sr. Árelíus Nielsson kosinn formaður Breiðfirð-
ingafélagsins, frá 1955 til 1965.
Hann hafði þann metnað, að vilja standa fyrrverandi
formönnum jafnfætis að trúmennsku og hollustu við hug-
sjónir og megintilgang félagsins. Og með ágætu samstarfi
annarra stjórnenda mun það hafa tekizt sæmilega, þrátt
fyrir miklar annir formanns þessa við embætti sitt sem
prestur í borginni og fjölþætt önnur félagsstörf.
Hann var því valinn til formanns í 10 ár og er það víst
bezti vitnisburðurinn um þá aðild, sem hann vildi sýna
þessu átthagafélagi sínu. Þá kom félagsmönnum saman um
að velja formann, sem ekki hefði eins tákmarkaðan tíma
til starfa og var þá kosinn Snæfellingur í fyrsta sinn til
formennsku í félaginu. Þessi Snæfellingur er Jóhannes
Ólafsson, verkstjóri.
En hann hefur verið virkur í stjórn Breiðfirðingafélags-
ins frá upphafi og líklega fáir lengur í stjórn og fáir kunn-