Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
Af öðrum riturum skal hér nefndur Erlingur Hansson,
sem ekki einungis skrifar fallega, heldur eru fundargerðir
hans líkt og ritgerðir og mjög skemmtilega og fjörlega
skrifaðar, en hann hefur gott skynbragð á það, sem er sér
stakt og broslegt.
Hér þarf ekki að geta sérstaklega þeirra, sem helzt komu
við sögu fyrsta áratuginn. En samt skal hér minnst á, að
öll hin síðari ár hefur Sigurður Hólmsteinn Jónsson stjórnað
aðalfundum félagsins af mikilli röggsemi.
Og að sjálfsögðu ber að hafa í huga það brautryðjenda-
starf, sem fyrstu formennirnir unnu. En þar ber Guðmund
Jóhannesson hæst. Og svo hið gifturíka átak í stjórnartíð
Jóns Emils Guðjónssonar, þegar Breiðfirðingaheimilið
varð að miklu eign félagsins. En í því átti stjórn hans
mestan þátt. Og vel tókst honum að verja félagið þeim
áföllum, sem það hlaut að bíða við stofnun Barðstrend-
ingafélagsins. Óll saga félagsins síðan mótast óhjákvæmi-
lega af störfum og framsýni þessara manna. Það er jarð-
vegurinn, sem allt hitt hefur vaxið í. Núverandi formaður
er Björn Bjartmarz, kosinn á þessu ári.
BREIÐFIRÐINGAHEIMILIÐ
Ekki munu skiptar skoðanir um það, að Breiðfirðinga-
búð sé hin bezta eign við hjartastað borgarinnar og það
jafnframt einstætt afrek tiltölulega fámenns átthagafélags,
sem þar að auki klofnaði í tvennt, þegar átökin voru að
hefjast um eignina, að það skuli nú að mestu leyti hafa
full umráð slíkrar fasteignar.