Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
Hitt er svo annað mál, að mjög deilir á um það, hversu
hagkvæm þessi húseign er, þegar á allt er litið. Og hitt
vita allir nú, að hún hefur aldrei orðið það Breiðfirðinga-
heimili, sem hina framsýnu og dáðríku brautryðjendur í
félaginu dreymdi um.
A það vantar margt, sem ekki verður hér rakið og snert-
ir heldur ekki beinlínis það málefni, sem hér skal fram
sett.
Hins vegar hefur áræði þessara manna orðið til þess,
að Breiðfirðingafélagið mun nú eitt efnaðasta átthagafélag
landsins og mun því í náinni framtíð verða talsverður vandi
á höndum að verja þessari eign sinni á einn eða annan hátt
í samræmi við hugsjón og markmið í stefnuskrá félagsins,
hvort sem ráðizt verður í framkvæmdir við félagsheimili
eða eignum varið á annan hátt til fyrirtækja eða sjóð-
stofnana. En einsætt má þykja, ekki sízt með tilliti til
breytinga á skipulagi borgarinnar og aldurs Breiðfirðinga-
búðar, að eitthvað verði að gerast mjög bráðlega viðvíkj-
andi húseign þessari.
Hér skal nú örlítið rifjuð upp frumsaga þessa máls,
því þrjátíu ára afmæli gæti verið sem sjónarhóll til allra
átta í starfi og aðstöðu slíks félags og þó ekki sízt með
tilliti til framtíðar.
Þegar flest var í félaginu, 7 til 8 hundruð manns, var
mjög erfitt að fá viðunanlegt húsnæði í borginni til funda-
og samkomuhalds og þá ekki sízt á hentugum tíma fyrir
félagsfólk.
Þá voru einnig fá stór samkomuhús og stórhýsi til sam-
kvæma.
Nú er þetta breytt. Mjög hefur fækkað í Breiðfirðinga-