Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 35
BREIÐFIRÐINGUR
33
félaginu. Tími hinna fjölmennu funda er liðinn. Naumast
er um að ræða nema einn félagsfund að ræða árlega, það er
aðalfund og má telja víst, að þá mæti varla fleiri en 30
manns.
Einnig hefur fækkað mjög því fólki, sem sækir spila-
og kynningarkvöld og á árshátíðum og meiriháttar gildum
er einnig miklu færra en áður var.
Ennfremur má minna á það hér, af þessum sjónarhóli
30 ára reynslu, að nú virðist hugsjón Davíðs Ó Grímssonar
og fleiri frá upphafsárum Breiðfirðingaheimilis um Att-
hagasamband, enn þá fjarri en fyrr, þar eð átthagakennd
og þar með frumþáttur átthagafélaga hefur mjög þorrið
meðal yngri kynslóðar hin síðari ár.
Aðstöðumunur til sameiginlegrar húseignar átthagafé-
laganna hefur einnig aukizt mjög, þar eð Breiðfirðingafé-
lagið eitt hefur eignazt heimili, önnur húseignir úti á landi
og flest eiga ekkert enn þá.
Annars er hugsjónin um samband og samstarf átthaga-
félaga borgarinnar, þótt á öðrum sviðum væri ákaflega
athyglisverð og einn fegursti draumur á fornum stofni
þeirrar átthagaástar, sem var hornsteinn að stofnun þessara
félaga.
Mætti einmitt taka þá hugsun til umræðu og framkvæmda
hið fyrsta, ekki sízt ef félögin öll gætu eignazt verðugt
verkefni sameiginlega.
En það virðist nú nær en nokkru sinni áður, þar sem
Viðey er að verða almenningseign. En þar eru óteljandi
verksvið í anda ungmennafélaga og átthagafélaga, meðan
verið er að koma þar upp þjóðlegum skemmtistað fyrir
borgarbúa.