Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
kaupmann í Felli. En fleiri verða ekki nefndir hér, þar
eð sr. Asgeir í Hvammi ritaði um upphaf og stofnun Breið-
firðingaheimilisins hf. í Breiðfirðing árið 1948 á tíu ára
afmæli félagsins. En starf þessara manna og Jóns Emils
var afar mikilsvert.
En á sumarmálum, nánar tiltekið 24. apríl 1946, var
húsið vígt sem félagsheimili. Og vígsluhátíðin stóð yfir í
þrjú kvöld að fornum sið.
Nú þykir ýmsu ábótavant í þessu gamla húsi og háværar
raddir heyrast stöðugt um, að heppilegast sé að flytja sam-
komur og jafnvel fundi burtu þaðan eða koma upp þægi-
legri og stærra húsnæði fyrir félagsstarfsemi alla.
Ekkert hefur þó enn þá orðið úr framkvæmdum í því efni,
enda úr vöndu að ráða. Stórfé hefur þó verið boðið fyrir
eignina öðru hvoru, en aldrei verið samþykkt að selja. Og
hvað sem öðru líður eru allir sammála um, að viturlegt
var að eignast þennan samastað, og þetta er góð og mikil
eign.
Það ber því að þakka öllum, sem unnu þar að með fórn-
fýsi og stórhug, að Breiðfirðingafélagið hafði forgöngu
og framkvæmd um þessi kaup. Enginn hefur unnið þar leng-
ur en Óskar Bjartmarz.
Og vafalítið má telja, að þessi störf veita félaginu fyrr eða
síðar tækifæri til að eignazt nýtízkufélagsheimili á góðum
stað í borginni og auk þess fjárráð til að veita öðrum góð-
um hugsjónamálum í þágu breiðfirzkrar menningar rausn-
arlegan stuðning.
Hin síðari ár hefur Stefán Jónsson frá Kambi í Reyk-
hólasveit verið formaður hlutafélagsins „Breiðfirðinga-
heimilið“. En fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins hefur Jó-