Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 42
10
BREIÐFIRÐINGUR
Það er eitt af einkennum og breytingum tímanna, að nú
vinnur fólk yfirleitt ekki af átthagaást eða fórnarlund
einni saman. Það þýðir ekki annað en viðurkenna þá stað-
reynd, hvort sem það líkar betur eða verr.
Tími hinna þjóðhollu trúu vinnuhjúa er liðinn. Allt verð-
ur að borga í beinhörðum peningum.
En liins vegar er nú hægt að fá hæft og hámenntað fólk
til starfa, sem vinnur verk sitt af kunnáttu og trúmennsku
og telur sjálfsagt að vanda það, sem því er trúað til og
gera því hin beztu skil með nútímatækni og tækjum. Og
það er mikilsvert.
í ritstjórn eða réttara sagt ritnefnd þessa heftis eru: Jón
Sigtryggsson, aðalbókari, Jón Emil Guðjónsson, forstjóri og
sr. Árelíus Nielsson. En hann hefur verið ritstjóri Breið-
firðings nú um noklcur ár.
En með honum hafa starfað: Jón Júlíus Sigurðsson, sem
var framkvæmdastjóri Breiðfirðings um nokkur ár með
fádæma elju og dugnaði. Þá tók við Sigríður Húnfjörð í
tvö ár, en svo veitti Guðrún Bjartmarz ómetanlega aðstoð
við dreifingu ritsins og fór með það sjálf til kaupenda víðs-
vegar um borgina.
Farið hefur verið yfir tölu kaupenda og gerð spjaldskrá,
ennfremur flokkaðir árgangar liðinna ára og komið fyrir
skipulega í kjallaraherbergi í Breiðfirðingabúð.
Við það starf veitti Halldór Magnússon ómetanlega
hjálp.
Dreifing „Breiðfirðings“ er erfitt og nokkuð vandasamt
starf. Kaupendur eru víðsvegar um borgina og oft ófinnan-
legir, ef meira en ár líður á milli útkomu hefta, sem oft
vill verða.