Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
Sigurðsson, Jóhannes Ólafsson, Sigríður Húnfjörð og Al-
fons Oddsson.
Því miður er áhuginn fyrír gróðursetningu og trjárækt
ekki mikill og því yfirleitt fáir, sem leggja fram lið sitt
þetta kvöld.
Samt hefur árangurinn orðið mjög sæmilegur. Víða
sjást nú myndarlegar trjáplöntur sem smám saman varpa
grænum litum vors og vona á gróðurlausar mosaþembur
og móarbörð heiðarinnar.
Og kannske koma þeir dagar að afkomendur nútíma
Breiðfirðinga eiga eftir að ganga um á góðviðrisdögum, í
lundum nýrra skóga uppi í Heiðmörk, sem þá verður orðið
aðal-útivistarsvæði og skemmtistaður Reykvíkinga um helg-
ar og friðsæl sumarkvöld.
En eitt er víst, enginn mun iðrast eftir að fara í Heið-
merkurferð á fögru vorkvöldi.
Glaðir og góðir félagar gera erfiðið inndælt og gestrisn-
ar konur sjá um að enginn verði svangur, og gott er að
gæða sér á kökum, smurbrauði og kaffi, þegar búið er
að vinna sig þreyttan við gróðursetninguna innan um mos-
ann í döggvotum brekkum og börðum, holtum og hraun-
grýti heiðarinnar. Þegar allt gengur vel, og það er yfirleitt
alltaf, þá ómar söngur litla gróðursetningarflokksins út í
hálfgagnsætt húm vornæturinnar að verki loknu. Þreytt og
sæl heldur þessi litla sveit íslenzka gróandans aftur til
borgarinnar fullviss þess, að kraftur og lífsafl moldarinn-
ar og sólskinsins muni blessa störf kvöldsins um ókomna
daga ilmi og litum.
Kannske er Heiðmerkurhópurinn það fólk í félaginu,
sem bezt hefur geymt gullin sín frá arfi átthaganna og