Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
En þá gránai nú gamanið stundum. Allir vilja kom-
ast sem næst jólasveinunum og helzt fá að taka í hönd
þeim. En sumir minnstu gestanna gráta og hlæja í senn,
og þeim verður erfitt að greina fögnuðinn eða óttann gagn-
vart þessum skrýtnu mönnum úr fannklæddri fjallabyggð
vetrarins. Þau hlæja og gráta í senn og sum missa alveg
kjarkinn og vilja fara heim.
En sum hvísla: „Uss, þetta er bara hann Jónsi eða hann
Siggi húinn eins og jólasveinn.“
Þegar líður á kvöldið og börnin hverfa heim til sín, hefst
stundum dansleikur hjá fullorðna fólkinu. En oftast kveðj-
ast allir um áttaleytið eftir sælustund með hörnunum.
Veitingar og borðhald fer fram uppi á lofti í „Búðinni“,
en öllum gestum er færður vænn sælgætispoki að skilnaði.
Það er, eins og áður er innt að, oftast sama fólkið, sem
sér um þennan fagnað.
Og lengst hafa starfað að þessu: Systkinin Helga Odds-
dóttir og Alfons Oddson, Cuðrún Bjartmarz, Guðrún Sig-
urðardóttir og Sigríður Húnfjörð.
Allir, sem að þessu starfa, eru samtaka um að gleðja
og gefa.
Alfons Oddson hefur oftast séð um komu jólasveinanna
ásamt Erlingi Hanssyni.
En sr. Árelíus um sögur, ávarp og söng ásamt börnum
sínum, Maríu og Rögnvaldi, en börn hans eru öll í Breið-
firðingafélaginu.
Hins vegar hafa utan að komandi hljómsveitir annast
hljóðfæraleik fyrir dansi og hringleikjum barnanna oftast
með ágætum.