Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 48
46
BREXÐFIRÐINGUR
Hátíðarnefnd aldraða.
En veki jólatrésskernmtunin mesta tilhlökkun þá er óhætt
að fullyrða, að fátt eða ekkert í starfi Breiðfirðingafélags-
ins er hátíðlegra og veitir meira af hljóðlátri gleði en sam-
koman fyrir aldraða Breiðfirðinga.
Hún er alltaf á uppstigningardag hvert vor og vandlega
undirbúin af Hátíðarnefnd félagsins, en fyrirliði þeirrar
nefndar hefur lengi verið , kannske alltaf, einhver af heið-
ursfélögurn þess.
Lengi var Snæbjörn Jónsson, húsgagnasmiður frá Sauð-
eyjum formaður þessarar nefndar, en að honum látnum
tók Óskar Bjartmarz við því starfi, ásamt Karli Finnssyni,
Ólafi Jóhannessyni, Alfonsi Oddssyni og konum þeirra, sem
síðar verða nefndar.
Þessi samkoma eða boðsmót aldraðra Breiðfirðinga var
í fyrsta sinni 10. maí 1942, og hefur alltaf verið árlega í
25 ár á svipuðum tíma, er þá öllum Breiðfirðingum 60
ára og eldri boðið til skemmtunar og veizlu í Breiðfirð-
ingabúð.
Fyrstu árin mörg sá „Búðin“ eða þeir sem hana leigðu
um veitingar gegn greiðslu félagsins. En öll hin síðari ár
hafa félagskonur Breiðfirðingafélagsins sjálfs séð um
veizluna af mikilli rausn og myndarskap.
Þar hafa staðið fremst Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður
Húnfjörð, Guðrún Bjartmarz, Elísabet Halldórsdóttir og
Ingveldur Valdemarsdóttir.
Hátíð þessi fer ávallt fram með svipuðum hætti. Og í
fyrsta sinni komu þar fram sr. Böðvar frá Rafnseyri, frú