Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 52
50
BREIÐFIRÐINGUR
„Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu.
Sonur morgunroðans vertu.“
Kvöldvökunefnd.
Þótt aldrei hafi það þótt mikið né merkilegt starf að
sjá um útvarpskvöldvöku Breiðfirðingafélagsins, og það
verið líkt og dropi í hafið þar hjá hinni miklu menningar-
stofnun, þá er vart nokkuð, sem fremur hefur haldið nafni
félagsins á lofti meðal almennings og verið traustari tengi-
liður milli Breiðfirðinga í Reykjavík og heimahaganna.
Ekki verður nú með fullri vissu séð í bókum félagsins,
hvenær fyrsta útvarpskvöldvakan hefur verið.
En líklegt má telja, að sú fyrsta hafi verið ]942, þar
eð sú þriðja er sögð hafa verið veturinn 1944.
Þeir fyrstu, sem sjá um þessa þætti, sem þá eru nefndir
Breiðfirðingavaka, virðast hafa verið Helgi Hjörvar, Stefán
Jónsson, námstjóri frá Stykkishólmi og sr. Asgeir Ásgeirs-
son.
Upplesarar og flytjendur eru margir og má nefna Ragn-
hildi Ásgeirsdóttur, Guðbjörgu Vigfúsdóttur, Oscar Clau-
sen o.fl. o.fl. Yngsti flytjandinn var María Árelíusdóttir,
þá 10 ára. Af söngvurum á þessum Breiðfirðingavökum.
má nefna Kristínu Einarsdóttur. En hún og Gunnar Einars-
son hafa sungið með Breiðfirðingakórnum og oftast fyrir
hönd Breiðfirðingafélagsins sem einsöngvarar. En af söng-
flokkum hafa Leikbræður oftast komið fram auk sjálfs
Breiðfirðingakórsins undir stjórn Gunnars Sigurgeirssonar.
En einhver lög flutt af þeim kór munu hafa verið sung-