Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 57
BREIÐFIRÐINGUR
55
Breiðfirðingar gætu sýnt hon-
um verðskuldaðan heiður á
einhvern hátt.
Um Gunnar Sigurgeirsson,
píanóleikara, má bæta því
við það, sem áður er sagt, að
fáir munu liafa unnið Breið-
firðingafélaginu betur né
meira í þau 15 ár, sem hann
stjórnaði kórnum og fór með
hann í tvam ógleymanlegar
söngferðir vestur.
Það var félaginu ómetan-
legur missir, þegar hann hafði
ekki lengur tíma til að sinna tímafrekum æfingum fyrir
starfi í Háteigssöfnuði og félagið hafði ekki efnalega bol-
magn til að ráða söngstjóra gegn einhverri þóknun, en
Gunnar var alla tíð sjálfboðaliði og gaf allt sitt mikla starf.
Mun slíkur félagsþroski sjaldgæfur, ekki sízt á þessari
öld, þegar flest er til gulls metið.
Árið 1953 var sr. Ásgeir Ásgeirsson, próf. frá Hvammi
í Dölum gerður heiðursfélagi Breiðfirðingafélagsins á 75
ára afmælisdegi sínum, eftir langt og giftudrjúgt starf í
félagsins þágu, lengst sem ritari og fulltrúi þess í stjórn
Breiðfirðingaheimilisins hf.
Talið er að fáir hafi unnið betur að því fyrir félagsins
hönd, að það gæti eignast ákveðinn samastað en einmitt
sr. Ásgeir.
I minningargrein um hann er hann lézt 4. sept 1956 segir:
Gunnar Siggeirsson
tónlistamaður.